Meðalverð á íslenskum miðju- og sóknarmanni er rúmar 17 milljónir króna en varnarmennirnir eru að fara á 12 milljónir.
56 leikmenn hafa verið seldir frá Íslandi síðustu fjögur ár. Flestir varnarmenn fóru út eða 22. Sóknarmennirnir voru átján og miðjumennirnir fjórtán. Aðeins tveir markverðir fóru út á þessum tíma fyrir afar lítinn pening. Rúm 70 prósent seldra leikmann er undir 22 ára aldri.
Leikmenn hækkuðu þó heilmikið á verði frá 2021 til 2022 eða um 93 prósent. Það er ansi drjúgt.
Fimmtán konur fóru í atvinnumennsku á þessu tímabili og meðalverð þeirra var ein milljón.
