„Þurfti bara að taka til í hausnum“ Atli Arason skrifar 26. apríl 2023 22:16 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, hefur átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum í úrslitakeppninni Subway-deild karla í körfubolta. Haukur hitti þó heldur betur á sinn leik í kvöld er Njarðvík vann 31 stiga sigur á Tindastól, 109-78. Haukur endaði leikinn stigahæstur með 20 stig. „Ég þurfti bara að sjá boltann fara ofan í fyrsta skipti,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik en hann hefur markvisst unnið í sjálfum sér fyrir leikinn í kvöld. „Ég átti gott samtal við íþróttasálfræðinginn okkar, að reyna að fá þetta slor úr hausnum á manni að hugsa of mikið og fara bara að spila körfubolta,“ bætti Haukur við en hann hefur einungis skorað 10 stig samanlagt í fyrri tveimur viðureignum Njarðvíkur og Tindastóls. „Hausinn er 90% af þessu. Líkaminn er í góðu standi en maður þurfti bara að taka til í hausnum,“ sagði Haukur sem taldi að leikplan Njarðvíkur hefði gengið fullkomlega upp í kvöld. „Leikplanið var að leyfa þeim ekki að hlaupa eins og þeir vilja. Þeir vilja bara hlaupa og troða, skjóta þristum og dansa. Það þurfti bara að kæfa það strax. Leikplanið var að spila fast, hlaupa til baka og láta þá alltaf spila fimm á fimm á okkur.“ „Þeir eru rosalegt sveiflulið. Þetta sást líka hjá þeim á móti Keflavík þar sem þeir vinna með 30 og tapa svo með 30. Ef þeir eru rétt stilltir, þá eru þeir rétt stilltir og óviðráðanlegir,“ svaraði Haukur aðspurður um stóru sveiflurnar í stigaskori á milli liðanna í leikjunum þremur til þessa. Með sigrinum sóttu Njarðvíkingar líflínu í einvíginu en Tindastóll leiðir einvígið nú með tveimur sigrum gegn einum. Til þess að forðast sumarfrí þá þurfa þeir grænklæddu að gera eitthvað sem ekkert lið hefur tekist að gera síðan í maí 2021, að sækja sigur á Sauðárkróki í úrslitakeppnisleik. „Við höfum unnið þarna áður og tapað þarna áður. Við þurfum bara að mæta með sjálfstraust og baráttuglaðir þrátt fyrir þennan heimavöll. Þetta er samt svakalegt vígi og það munu eflaust vera fimmfalt fleiri á næsta leik en á síðasta leik. Þetta á bara eftir að vera gaman en einnig mjög krefjandi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
„Ég þurfti bara að sjá boltann fara ofan í fyrsta skipti,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik en hann hefur markvisst unnið í sjálfum sér fyrir leikinn í kvöld. „Ég átti gott samtal við íþróttasálfræðinginn okkar, að reyna að fá þetta slor úr hausnum á manni að hugsa of mikið og fara bara að spila körfubolta,“ bætti Haukur við en hann hefur einungis skorað 10 stig samanlagt í fyrri tveimur viðureignum Njarðvíkur og Tindastóls. „Hausinn er 90% af þessu. Líkaminn er í góðu standi en maður þurfti bara að taka til í hausnum,“ sagði Haukur sem taldi að leikplan Njarðvíkur hefði gengið fullkomlega upp í kvöld. „Leikplanið var að leyfa þeim ekki að hlaupa eins og þeir vilja. Þeir vilja bara hlaupa og troða, skjóta þristum og dansa. Það þurfti bara að kæfa það strax. Leikplanið var að spila fast, hlaupa til baka og láta þá alltaf spila fimm á fimm á okkur.“ „Þeir eru rosalegt sveiflulið. Þetta sást líka hjá þeim á móti Keflavík þar sem þeir vinna með 30 og tapa svo með 30. Ef þeir eru rétt stilltir, þá eru þeir rétt stilltir og óviðráðanlegir,“ svaraði Haukur aðspurður um stóru sveiflurnar í stigaskori á milli liðanna í leikjunum þremur til þessa. Með sigrinum sóttu Njarðvíkingar líflínu í einvíginu en Tindastóll leiðir einvígið nú með tveimur sigrum gegn einum. Til þess að forðast sumarfrí þá þurfa þeir grænklæddu að gera eitthvað sem ekkert lið hefur tekist að gera síðan í maí 2021, að sækja sigur á Sauðárkróki í úrslitakeppnisleik. „Við höfum unnið þarna áður og tapað þarna áður. Við þurfum bara að mæta með sjálfstraust og baráttuglaðir þrátt fyrir þennan heimavöll. Þetta er samt svakalegt vígi og það munu eflaust vera fimmfalt fleiri á næsta leik en á síðasta leik. Þetta á bara eftir að vera gaman en einnig mjög krefjandi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00