„Við kunnum að spila þéttan varnarleik“ Jón Már Ferro skrifar 26. apríl 2023 20:51 Sandra María Jessen skoraði sigurmark Þór/KA gegn Stjörnunni í sjókomu í Garðabæ. vísir/Vilhelm Sandra María Jessen skoraði sigurmarkið í 0-1 sigri Þór/KA gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ í 1. umferð Bestu deildarinnar. „Þetta var rosalega mikill baráttu leikur og ég get alveg sagt að þetta er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar. Þannig við erum ekkert annað en stoltar að hafa fengið þrjú stig og unnið fyrir þessu með dugnaði, baráttu og vilja. Kannski ekki besti fótboltinn sem við spiluðum en fengum þrjú stig og það er það sem telur,“ sagði Sandra sem var eðlilega mjög ánægð. Stjarnan komst oft á tíðum inn á teig Þórs/KA en fengu þó ekki mörg dauðafæri. Sandra varð stundum stressuð um að fá jöfnunarmarkið á sig. „Jú að sjálfsögðu er maður alltaf stressaður um það en á sama tíma hefur maður trú á að maður klári verkefnið. Það var mikilvægt í dag og ég held að við höfum allar verið sammála um að við ætluðum að taka þrjú stig og hefna okkar fyrir úrslitin í Lengjubikarnum.“ Skallamark Söndru var eftir fyrirgjöf og undirbúning, Ísfoldar Marý Sigtryggsdóttur, af hægri kantinum. Erin Katrina Mcleod, markmaður Stjörnunnar, var í boltanum en skallinn var of fastur og utarlega. „Jú það var rosalega ljúft að sjá hann inni, ég viðurkenni það og gott fyrir mig persónulega að vera búin að ná fyrsta markinu í sumar. Mikilvægt mark á góðum útivelli, þannig ég er mjög glöð.“ Liðsfélagar Söndru fagna vel og innilega.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa oft á tíðum varist aftarlega og beitt skyndisóknum þá er ekki víst að Þór/KA spili alltaf svoleiðis í sumar. „Við þurfum að sjá hvernig andstæðingurinn er hvernig hann er að spila en þetta er klárlega styrkleiki hjá okkur. Við kunnum að spila þéttan varnarleik, höfum farið vel í það í vetur og æfa okkur mikið í því. Framfarirnar á liðinu varnarlega frá síðasta sumri lætur þetta líta út fyrir að vera nýtt lið. Það kemur til með að við þurfum að nota þetta en við þurfum að sjá hvern leik fyrir sig.“ Sandra varðist frábærlega í kvöld líkt og liðsfélagar hennar. Hulda Ósk Jónsdóttir var á hægri kantinum og þurfti líkt og Sandra oft á tíðum að koma ansi neðarlega til að verjast. „Auðvitað getur maður alltaf gert betur en ég nýtti það tækifæri sem ég fékk til að skora og það var mjög mikilvægt í dag. Auðvitað hefði maður viljað taka enn meiri þátt í sóknarleiknum en fyrst og fremst var fókusinn á að ná góðum varnarleik og ég Hulda Ósk vorum mjög aftarlega sem kantmenn í dag og vorum að beita skyndisóknum. Maður hefði viljað sækja aðeins meira en þrjú stig og ég skora. Ég verð að vera glöð.“ Sandra vill helst ekki að það snjói aftur í sumar en tekur sigrinum hinsvegar fagnandi. „Ég get ekki samþykkt það en ég meina það gekk vel í dag og sigur er sigur sama hvernig veðrið er.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
„Þetta var rosalega mikill baráttu leikur og ég get alveg sagt að þetta er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar. Þannig við erum ekkert annað en stoltar að hafa fengið þrjú stig og unnið fyrir þessu með dugnaði, baráttu og vilja. Kannski ekki besti fótboltinn sem við spiluðum en fengum þrjú stig og það er það sem telur,“ sagði Sandra sem var eðlilega mjög ánægð. Stjarnan komst oft á tíðum inn á teig Þórs/KA en fengu þó ekki mörg dauðafæri. Sandra varð stundum stressuð um að fá jöfnunarmarkið á sig. „Jú að sjálfsögðu er maður alltaf stressaður um það en á sama tíma hefur maður trú á að maður klári verkefnið. Það var mikilvægt í dag og ég held að við höfum allar verið sammála um að við ætluðum að taka þrjú stig og hefna okkar fyrir úrslitin í Lengjubikarnum.“ Skallamark Söndru var eftir fyrirgjöf og undirbúning, Ísfoldar Marý Sigtryggsdóttur, af hægri kantinum. Erin Katrina Mcleod, markmaður Stjörnunnar, var í boltanum en skallinn var of fastur og utarlega. „Jú það var rosalega ljúft að sjá hann inni, ég viðurkenni það og gott fyrir mig persónulega að vera búin að ná fyrsta markinu í sumar. Mikilvægt mark á góðum útivelli, þannig ég er mjög glöð.“ Liðsfélagar Söndru fagna vel og innilega.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa oft á tíðum varist aftarlega og beitt skyndisóknum þá er ekki víst að Þór/KA spili alltaf svoleiðis í sumar. „Við þurfum að sjá hvernig andstæðingurinn er hvernig hann er að spila en þetta er klárlega styrkleiki hjá okkur. Við kunnum að spila þéttan varnarleik, höfum farið vel í það í vetur og æfa okkur mikið í því. Framfarirnar á liðinu varnarlega frá síðasta sumri lætur þetta líta út fyrir að vera nýtt lið. Það kemur til með að við þurfum að nota þetta en við þurfum að sjá hvern leik fyrir sig.“ Sandra varðist frábærlega í kvöld líkt og liðsfélagar hennar. Hulda Ósk Jónsdóttir var á hægri kantinum og þurfti líkt og Sandra oft á tíðum að koma ansi neðarlega til að verjast. „Auðvitað getur maður alltaf gert betur en ég nýtti það tækifæri sem ég fékk til að skora og það var mjög mikilvægt í dag. Auðvitað hefði maður viljað taka enn meiri þátt í sóknarleiknum en fyrst og fremst var fókusinn á að ná góðum varnarleik og ég Hulda Ósk vorum mjög aftarlega sem kantmenn í dag og vorum að beita skyndisóknum. Maður hefði viljað sækja aðeins meira en þrjú stig og ég skora. Ég verð að vera glöð.“ Sandra vill helst ekki að það snjói aftur í sumar en tekur sigrinum hinsvegar fagnandi. „Ég get ekki samþykkt það en ég meina það gekk vel í dag og sigur er sigur sama hvernig veðrið er.“
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55