„Við kunnum að spila þéttan varnarleik“ Jón Már Ferro skrifar 26. apríl 2023 20:51 Sandra María Jessen skoraði sigurmark Þór/KA gegn Stjörnunni í sjókomu í Garðabæ. vísir/Vilhelm Sandra María Jessen skoraði sigurmarkið í 0-1 sigri Þór/KA gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ í 1. umferð Bestu deildarinnar. „Þetta var rosalega mikill baráttu leikur og ég get alveg sagt að þetta er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar. Þannig við erum ekkert annað en stoltar að hafa fengið þrjú stig og unnið fyrir þessu með dugnaði, baráttu og vilja. Kannski ekki besti fótboltinn sem við spiluðum en fengum þrjú stig og það er það sem telur,“ sagði Sandra sem var eðlilega mjög ánægð. Stjarnan komst oft á tíðum inn á teig Þórs/KA en fengu þó ekki mörg dauðafæri. Sandra varð stundum stressuð um að fá jöfnunarmarkið á sig. „Jú að sjálfsögðu er maður alltaf stressaður um það en á sama tíma hefur maður trú á að maður klári verkefnið. Það var mikilvægt í dag og ég held að við höfum allar verið sammála um að við ætluðum að taka þrjú stig og hefna okkar fyrir úrslitin í Lengjubikarnum.“ Skallamark Söndru var eftir fyrirgjöf og undirbúning, Ísfoldar Marý Sigtryggsdóttur, af hægri kantinum. Erin Katrina Mcleod, markmaður Stjörnunnar, var í boltanum en skallinn var of fastur og utarlega. „Jú það var rosalega ljúft að sjá hann inni, ég viðurkenni það og gott fyrir mig persónulega að vera búin að ná fyrsta markinu í sumar. Mikilvægt mark á góðum útivelli, þannig ég er mjög glöð.“ Liðsfélagar Söndru fagna vel og innilega.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa oft á tíðum varist aftarlega og beitt skyndisóknum þá er ekki víst að Þór/KA spili alltaf svoleiðis í sumar. „Við þurfum að sjá hvernig andstæðingurinn er hvernig hann er að spila en þetta er klárlega styrkleiki hjá okkur. Við kunnum að spila þéttan varnarleik, höfum farið vel í það í vetur og æfa okkur mikið í því. Framfarirnar á liðinu varnarlega frá síðasta sumri lætur þetta líta út fyrir að vera nýtt lið. Það kemur til með að við þurfum að nota þetta en við þurfum að sjá hvern leik fyrir sig.“ Sandra varðist frábærlega í kvöld líkt og liðsfélagar hennar. Hulda Ósk Jónsdóttir var á hægri kantinum og þurfti líkt og Sandra oft á tíðum að koma ansi neðarlega til að verjast. „Auðvitað getur maður alltaf gert betur en ég nýtti það tækifæri sem ég fékk til að skora og það var mjög mikilvægt í dag. Auðvitað hefði maður viljað taka enn meiri þátt í sóknarleiknum en fyrst og fremst var fókusinn á að ná góðum varnarleik og ég Hulda Ósk vorum mjög aftarlega sem kantmenn í dag og vorum að beita skyndisóknum. Maður hefði viljað sækja aðeins meira en þrjú stig og ég skora. Ég verð að vera glöð.“ Sandra vill helst ekki að það snjói aftur í sumar en tekur sigrinum hinsvegar fagnandi. „Ég get ekki samþykkt það en ég meina það gekk vel í dag og sigur er sigur sama hvernig veðrið er.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
„Þetta var rosalega mikill baráttu leikur og ég get alveg sagt að þetta er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar. Þannig við erum ekkert annað en stoltar að hafa fengið þrjú stig og unnið fyrir þessu með dugnaði, baráttu og vilja. Kannski ekki besti fótboltinn sem við spiluðum en fengum þrjú stig og það er það sem telur,“ sagði Sandra sem var eðlilega mjög ánægð. Stjarnan komst oft á tíðum inn á teig Þórs/KA en fengu þó ekki mörg dauðafæri. Sandra varð stundum stressuð um að fá jöfnunarmarkið á sig. „Jú að sjálfsögðu er maður alltaf stressaður um það en á sama tíma hefur maður trú á að maður klári verkefnið. Það var mikilvægt í dag og ég held að við höfum allar verið sammála um að við ætluðum að taka þrjú stig og hefna okkar fyrir úrslitin í Lengjubikarnum.“ Skallamark Söndru var eftir fyrirgjöf og undirbúning, Ísfoldar Marý Sigtryggsdóttur, af hægri kantinum. Erin Katrina Mcleod, markmaður Stjörnunnar, var í boltanum en skallinn var of fastur og utarlega. „Jú það var rosalega ljúft að sjá hann inni, ég viðurkenni það og gott fyrir mig persónulega að vera búin að ná fyrsta markinu í sumar. Mikilvægt mark á góðum útivelli, þannig ég er mjög glöð.“ Liðsfélagar Söndru fagna vel og innilega.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa oft á tíðum varist aftarlega og beitt skyndisóknum þá er ekki víst að Þór/KA spili alltaf svoleiðis í sumar. „Við þurfum að sjá hvernig andstæðingurinn er hvernig hann er að spila en þetta er klárlega styrkleiki hjá okkur. Við kunnum að spila þéttan varnarleik, höfum farið vel í það í vetur og æfa okkur mikið í því. Framfarirnar á liðinu varnarlega frá síðasta sumri lætur þetta líta út fyrir að vera nýtt lið. Það kemur til með að við þurfum að nota þetta en við þurfum að sjá hvern leik fyrir sig.“ Sandra varðist frábærlega í kvöld líkt og liðsfélagar hennar. Hulda Ósk Jónsdóttir var á hægri kantinum og þurfti líkt og Sandra oft á tíðum að koma ansi neðarlega til að verjast. „Auðvitað getur maður alltaf gert betur en ég nýtti það tækifæri sem ég fékk til að skora og það var mjög mikilvægt í dag. Auðvitað hefði maður viljað taka enn meiri þátt í sóknarleiknum en fyrst og fremst var fókusinn á að ná góðum varnarleik og ég Hulda Ósk vorum mjög aftarlega sem kantmenn í dag og vorum að beita skyndisóknum. Maður hefði viljað sækja aðeins meira en þrjú stig og ég skora. Ég verð að vera glöð.“ Sandra vill helst ekki að það snjói aftur í sumar en tekur sigrinum hinsvegar fagnandi. „Ég get ekki samþykkt það en ég meina það gekk vel í dag og sigur er sigur sama hvernig veðrið er.“
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55