Snjalltæki, sköpunargáfa og ýmislegt fleira Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 26. apríl 2023 13:31 Í nokkur ár hafa ýmsir sérfræðingar hér á landi komið fram og sagt að það sé hollt fyrir börn að leiðast og það sé nauðsynlegt fyrir sköpunargáfu þeirra. Þessu er yfirleitt haldið fram sem rökstuðningi fyrir því að minnka tíma í rafrænum miðlum. Það er búið að endurtaka þetta svo oft að líklega trúa flestir þessu. Nú vill svo til að það hafa verið gerðar tvær rannsóknir á sambandi snjallsímanotkunar og sköpunargáfu. Hvorug sýndi fram á mun á sköpunargáfu eftir snjallsímanotkun. Önnur var mjög fjölmenn eða með 16.932 þátttakendur. Það er því ekkert sem bendir til þess að notkun snjallsíma skerði sköpunargáfu. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á notkun samfélagsmiðla og sköpunargáfu. Í báðum kom fram fylgni á milli minni þátttöku á samfélagsmiðlun og frumlegri hugsunar. Þessar niðurstöður verður í skoða í ljósi rannsóknanna hér að ofan. Af hverju ætti þátttaka á samfélagsmiðlum að tengjast minni sköpunargáfu en ekki snjallsímanotkun? Ég held að enginn geti neitað því að það virðist rökrétt að fólk með mikla sköpunargáfu eyði frekar tíma sínum í sköpun en aðrir og það er erfitt að skapa á sama tíma og maður er á samfélagsmiðlum. Hins vegar er hægt að nota snjallsíma til sköpunar. Hluti af þessari grein var t.d. skrifuð á snjallsíma. Fyrst ég er á annað borð byrjuð að leiðrétta umræðuna þá er ágætis tækifæri til að leiðrétta tölur um tölvuleikjaröskun sem voru kynntar á ráðstefnu um daginn af prófessor í HÍ. Þar var gefið upp að nær fjórðungur íslenskra drengja sýnir merki um tölvuleikjaröskun, sem er viðurkennd geðröskun. Það stenst ekki af því að listinn sem notaður var (Internet Gaming Disorder scale) skimar ekki fyrir tölvuleikjaröskun og spurningar þar eiga lítið við þá röskun. Besta núverandi mat á tíðni tölvuleikjaröskunar er að almenn tíðni sé 1-3% en 4-5% fyrir unglingsdrengi. Það gæti samt verið ofmat. Talandi um tölvuleikjaröskun þá er ekki hægt að kópíra greinarskilyrði efnafíkniraskana yfir á greiningarskilyrði tölvuleikjaröskunar. Hún hefur einfaldari greinarskilmerki. Gott ef sérfræðingar gætu bara flett greiningarskilmerkjunum upp áður en þeir tala um hana svona til að koma í veg fyrir að þeir fari rangt með og ég sendi þeim tölvupóst til leiðréttingar. Sparar öllum pirring og áreiti. Fyrst ég er byrjuð á áreiti þá er vert að minna á að gagnamagn og áreiti eru tveir ólíkir hlutir. Ef ég horfi á róandi mynd af fallegum arni og hlusta á róandi tónlist í tölvunni minni þá er ekki það sama áreiti og ef ég væri að horfa á myndband af einhverjum afhöfða mann eða ef ég væri passa fjörug þriggja ára börn. Sama hversu mikið gagnamagn er á bak við myndina af arninum. Um daginn birtist grein í Heimildinni þar sem var vitnað í rannsókn frá Singapore sem var sögð sýna fram á að sjónvarpsáhorf barna orsakaði verra minni, verri einbeitingu og minni aðlögunarhæfni. En hvað stóð í rannsókninni: „However, the findings from this cohort study do not prove causation.“ Það er sem sagt ekki hægt að fullyrða um orsakasamband þrátt fyrir að það var gert í þessari frétt. Það þarf nefnilega oft að lesa frumheildir til að skilja rannsóknir. Ég veit það er erfitt, tekur tíma og það er þægilegra að láta einhvern túlka greinar fyrir sig en þú veist aldrei hvort sú túlkun er rétt. Þá erum við komin að röngum túlkunum. Ef þú veist það ekki þá er það ekki rétt að dópamín skapi velíðunartilfinningu. Tilraunir á rottum hafa sýnt að ef dópamínframleiðsla er stoppuð hjá þeim þá geta þær áfram fundið til vellíðunar við að fá verðlaun. Þannig getur dópamín ekki verið efnið sem veldur vellíðan. Þetta hefur verið vitað frá því á síðustu öld. Þannig að næst þegar einhver talar um að aukning dópamíns í tölvuleikjum eða við skroll á Tik-Tok veiti vellíðan þá geturðu verið öruggur um að viðkomandi er annað hvort að lepja upp vitleysu eftir einhverjum öðrum eða skildi ekki það sem hann las. Ég hef nú farið í gegnum helstu furðulegu fullyrðingar um tækjanotkun sem fram hafa komið síðustu mánuði. Mér finnst það alltaf merkilegt að sérfræðingar, sem segja réttilega að samfélagsmiðlar geti verið bergmálshellar, detti aldrei í hug að þeir gætu verið í staddir í einum slíkum og því væri ágætt að eyða tíma í að tékka hvort það sem „allir“ segja sé raunverulega stutt góðum rannsóknum. En góða hliðin er sú að það er alltaf von á fleiri furðulegum staðhæfingum um tækjanotkun, jafnvel bara strax á morgun. Ég bíð spennt. Ég hendi því kannski inn öðru helsti eftir nokkra mánuði. Þangað til: Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur. Heimildir 1 Olson, J. A., Sandra, D. A., Langer, E. J., Raz, A., & Veissière, S. P. (2022). Creativity and smartphone use: Three correlational studies. International Journal of Human–Computer Interaction, 1-6. 2 Rodríguez, F. M. M., Lozano, J. M. G., Mingorance, P. L., & Pérez-Mármol, J. M. (2020). Influence of smartphone use on emotional, cognitive and educational dimensions in university students. Sustainability, 12(16), 6646. 3 Upshaw, J. D., Davis, W. M., & Zabelina, D. L. (2021). iCreate: Social media use, divergent thinking, and real-life creative achievement. Translational Issues in Psychological Science. 4 Li, X., Li, Y., Wang, X., & Hu, W. (2023). Reduced brain activity and functional connectivity during creative idea generation in individuals with smartphone addiction. Social Cognitive and Affective Neuroscience, 18(1), nsac052. 5 Menntavísindastofnun Háskóla Íslands (2022) Íslenska æskulýðsrannsóknin: Niðurstöður fyrir 6., 8. og 10. bekk vor 2022 - 2. hluti. 6 Reed, G. M., First, M. B., Billieux, J., Cloitre, M., Briken, P., Achab, S., ... & Bryant, R. A. (2022). Emerging experience with selected new categories in the ICD‐11: Complex PTSD, prolonged grief disorder, gaming disorder, and compulsive sexual behaviour disorder. World Psychiatry, 21(2), 189-213. 7 Law, E. C., Han, M. X., Lai, Z., Lim, S., Ong, Z. Y., Ng, V., ... & Nelson, C. A. (2023). Associations between infant screen use, electroencephalography markers, and cognitive Outcomes. JAMA pediatrics, 177(3), 311-318. 8 Berridge, K. C., & Robinson, T. E. (1998). What is the role of dopamine in reward: hedonic impact, reward learning, or incentive salience?. Brain research reviews, 28(3), 309-369. Fyrir áhugasama er til auðlesnari grein: Berridge, K. C., & Kringelbach, M. L. (2015). Pleasure systems in the brain. Neuron, 86(3), 646-664. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Í nokkur ár hafa ýmsir sérfræðingar hér á landi komið fram og sagt að það sé hollt fyrir börn að leiðast og það sé nauðsynlegt fyrir sköpunargáfu þeirra. Þessu er yfirleitt haldið fram sem rökstuðningi fyrir því að minnka tíma í rafrænum miðlum. Það er búið að endurtaka þetta svo oft að líklega trúa flestir þessu. Nú vill svo til að það hafa verið gerðar tvær rannsóknir á sambandi snjallsímanotkunar og sköpunargáfu. Hvorug sýndi fram á mun á sköpunargáfu eftir snjallsímanotkun. Önnur var mjög fjölmenn eða með 16.932 þátttakendur. Það er því ekkert sem bendir til þess að notkun snjallsíma skerði sköpunargáfu. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á notkun samfélagsmiðla og sköpunargáfu. Í báðum kom fram fylgni á milli minni þátttöku á samfélagsmiðlun og frumlegri hugsunar. Þessar niðurstöður verður í skoða í ljósi rannsóknanna hér að ofan. Af hverju ætti þátttaka á samfélagsmiðlum að tengjast minni sköpunargáfu en ekki snjallsímanotkun? Ég held að enginn geti neitað því að það virðist rökrétt að fólk með mikla sköpunargáfu eyði frekar tíma sínum í sköpun en aðrir og það er erfitt að skapa á sama tíma og maður er á samfélagsmiðlum. Hins vegar er hægt að nota snjallsíma til sköpunar. Hluti af þessari grein var t.d. skrifuð á snjallsíma. Fyrst ég er á annað borð byrjuð að leiðrétta umræðuna þá er ágætis tækifæri til að leiðrétta tölur um tölvuleikjaröskun sem voru kynntar á ráðstefnu um daginn af prófessor í HÍ. Þar var gefið upp að nær fjórðungur íslenskra drengja sýnir merki um tölvuleikjaröskun, sem er viðurkennd geðröskun. Það stenst ekki af því að listinn sem notaður var (Internet Gaming Disorder scale) skimar ekki fyrir tölvuleikjaröskun og spurningar þar eiga lítið við þá röskun. Besta núverandi mat á tíðni tölvuleikjaröskunar er að almenn tíðni sé 1-3% en 4-5% fyrir unglingsdrengi. Það gæti samt verið ofmat. Talandi um tölvuleikjaröskun þá er ekki hægt að kópíra greinarskilyrði efnafíkniraskana yfir á greiningarskilyrði tölvuleikjaröskunar. Hún hefur einfaldari greinarskilmerki. Gott ef sérfræðingar gætu bara flett greiningarskilmerkjunum upp áður en þeir tala um hana svona til að koma í veg fyrir að þeir fari rangt með og ég sendi þeim tölvupóst til leiðréttingar. Sparar öllum pirring og áreiti. Fyrst ég er byrjuð á áreiti þá er vert að minna á að gagnamagn og áreiti eru tveir ólíkir hlutir. Ef ég horfi á róandi mynd af fallegum arni og hlusta á róandi tónlist í tölvunni minni þá er ekki það sama áreiti og ef ég væri að horfa á myndband af einhverjum afhöfða mann eða ef ég væri passa fjörug þriggja ára börn. Sama hversu mikið gagnamagn er á bak við myndina af arninum. Um daginn birtist grein í Heimildinni þar sem var vitnað í rannsókn frá Singapore sem var sögð sýna fram á að sjónvarpsáhorf barna orsakaði verra minni, verri einbeitingu og minni aðlögunarhæfni. En hvað stóð í rannsókninni: „However, the findings from this cohort study do not prove causation.“ Það er sem sagt ekki hægt að fullyrða um orsakasamband þrátt fyrir að það var gert í þessari frétt. Það þarf nefnilega oft að lesa frumheildir til að skilja rannsóknir. Ég veit það er erfitt, tekur tíma og það er þægilegra að láta einhvern túlka greinar fyrir sig en þú veist aldrei hvort sú túlkun er rétt. Þá erum við komin að röngum túlkunum. Ef þú veist það ekki þá er það ekki rétt að dópamín skapi velíðunartilfinningu. Tilraunir á rottum hafa sýnt að ef dópamínframleiðsla er stoppuð hjá þeim þá geta þær áfram fundið til vellíðunar við að fá verðlaun. Þannig getur dópamín ekki verið efnið sem veldur vellíðan. Þetta hefur verið vitað frá því á síðustu öld. Þannig að næst þegar einhver talar um að aukning dópamíns í tölvuleikjum eða við skroll á Tik-Tok veiti vellíðan þá geturðu verið öruggur um að viðkomandi er annað hvort að lepja upp vitleysu eftir einhverjum öðrum eða skildi ekki það sem hann las. Ég hef nú farið í gegnum helstu furðulegu fullyrðingar um tækjanotkun sem fram hafa komið síðustu mánuði. Mér finnst það alltaf merkilegt að sérfræðingar, sem segja réttilega að samfélagsmiðlar geti verið bergmálshellar, detti aldrei í hug að þeir gætu verið í staddir í einum slíkum og því væri ágætt að eyða tíma í að tékka hvort það sem „allir“ segja sé raunverulega stutt góðum rannsóknum. En góða hliðin er sú að það er alltaf von á fleiri furðulegum staðhæfingum um tækjanotkun, jafnvel bara strax á morgun. Ég bíð spennt. Ég hendi því kannski inn öðru helsti eftir nokkra mánuði. Þangað til: Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur. Heimildir 1 Olson, J. A., Sandra, D. A., Langer, E. J., Raz, A., & Veissière, S. P. (2022). Creativity and smartphone use: Three correlational studies. International Journal of Human–Computer Interaction, 1-6. 2 Rodríguez, F. M. M., Lozano, J. M. G., Mingorance, P. L., & Pérez-Mármol, J. M. (2020). Influence of smartphone use on emotional, cognitive and educational dimensions in university students. Sustainability, 12(16), 6646. 3 Upshaw, J. D., Davis, W. M., & Zabelina, D. L. (2021). iCreate: Social media use, divergent thinking, and real-life creative achievement. Translational Issues in Psychological Science. 4 Li, X., Li, Y., Wang, X., & Hu, W. (2023). Reduced brain activity and functional connectivity during creative idea generation in individuals with smartphone addiction. Social Cognitive and Affective Neuroscience, 18(1), nsac052. 5 Menntavísindastofnun Háskóla Íslands (2022) Íslenska æskulýðsrannsóknin: Niðurstöður fyrir 6., 8. og 10. bekk vor 2022 - 2. hluti. 6 Reed, G. M., First, M. B., Billieux, J., Cloitre, M., Briken, P., Achab, S., ... & Bryant, R. A. (2022). Emerging experience with selected new categories in the ICD‐11: Complex PTSD, prolonged grief disorder, gaming disorder, and compulsive sexual behaviour disorder. World Psychiatry, 21(2), 189-213. 7 Law, E. C., Han, M. X., Lai, Z., Lim, S., Ong, Z. Y., Ng, V., ... & Nelson, C. A. (2023). Associations between infant screen use, electroencephalography markers, and cognitive Outcomes. JAMA pediatrics, 177(3), 311-318. 8 Berridge, K. C., & Robinson, T. E. (1998). What is the role of dopamine in reward: hedonic impact, reward learning, or incentive salience?. Brain research reviews, 28(3), 309-369. Fyrir áhugasama er til auðlesnari grein: Berridge, K. C., & Kringelbach, M. L. (2015). Pleasure systems in the brain. Neuron, 86(3), 646-664.
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar