Þegar barn hafnar foreldri án raunverulegrar ástæðu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. apríl 2023 20:23 Foreldrajafnrétti hvetur fagaðila og þá sem koma að foreldraútilokunarmálum til þess að uppfæra þekkingu sína og sækja sér sérfræðiþekkingu í foreldraútilokun. Getty 25. apríl, er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um foreldraútilokun. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn hafnar foreldri sem það átti áður gott samband við, vegna neikvæðra áhrifa hins foreldrisins. Í fréttatilkynningu frá Foreldrajafnrétti kemur fram að mikilvægt sé að gera greinarmun á foreldraútilokun annars vegar og þegar barn verður fráhverft foreldri sínu vegna raunverulegs ofbeldis, vanrækslu eða misnotkunar foreldris hins vegar. Foreldraútilokun á sér yfirleitt stað í kjölfar skilnaðar foreldra þar sem viðhorfum barnsins er stýrt og það fær svart/hvíta sýn á útilokaða foreldrið sem það sér að mestu í neikvæðu ljósi. Með foreldraútilokun er barninu – án raunverulegrar ástæðu – innrætt sú trú/skoðun að útilokaða foreldrið sé hættulegt og óverðugt. Þetta er ekki aðeins skaðlegt vegna þess tengslarofs og missis sem barnið verður fyrir, heldur einnig vegna þess skaða sem innrætingin hefur á sjálfsmynd barnsins. Miklar rannsóknir hafa átt sér stað á foreldrútilokun síðustu ár og yfir eitt þúsund ritrýndar fræðigreinar hafa verið birtar síðustu áratugi um þetta alvarlega ofbeldi. Sýnt hefur verið fram á hvernig foreldraútilokun fellur undir skilgreiningar um ofbeldi í nánum samböndum og einnig hefur verið bent á áberandi líkindi með foreldraútilokun og innrætingu í sértrúarsöfnuðum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi tegund ofbeldis er ekki bundin við kyn og mynstrin erfast gjarnan á milli kynslóða. Afleiðingarnar eru alvarlegar og langvarandi fyrir þolendur, bæði börn og útilokaða foreldra, ömmur og afa. Raunveruleg dæmi Í tilefni af þessum degi birtir Foreldrajafnrétti raunveruleg dæmi á YouTube um þær ástæður sem börn gefa fyrir því að hafna foreldri sínu. Hvert dæmi er skoðað út frá vísindalega viðurkenndum greiningartólum sem gefa vísbendingar um hvort barn er beitt foreldraútilokun eða ekki. Greiningartólin sem vitnað er í eru: 8 merki um foreldraútilokun í barni og 17 útilokunaraðferðir foreldris. Á heimasíðu Foreldrajafnréttis og á YouTube síðu hvers myndbands má skoða dæmin út frá þessum greiningartólum. „Þekking á foreldraútilokun er því miður mjög lítil hér á landi enn sem komið er og umræðan er oft fordómafull og kynbundin. Eina leiðin til að bæta úr þessu er að hvetja til umræðu sem byggir á staðreyndum og vísindalegum grunni,“ segir Brjánn Jónsson, formaður Foreldrajafnréttis. Foreldrajafnrétti hvetur fagaðila og þá sem koma að foreldraútilokunarmálum til þess að uppfæra þekkingu sína og sækja sér sérfræðiþekkingu í foreldraútilokun. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og röng greining er þeim afar skaðleg, bæði andlega og líkamlega og afleiðingarnar geta lifað með þeim út lífið. Nánari upplýsingar veitir stjórn félagsins í gegnum netfangið stjorn@foreldrajafnretti. Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Foreldrajafnrétti kemur fram að mikilvægt sé að gera greinarmun á foreldraútilokun annars vegar og þegar barn verður fráhverft foreldri sínu vegna raunverulegs ofbeldis, vanrækslu eða misnotkunar foreldris hins vegar. Foreldraútilokun á sér yfirleitt stað í kjölfar skilnaðar foreldra þar sem viðhorfum barnsins er stýrt og það fær svart/hvíta sýn á útilokaða foreldrið sem það sér að mestu í neikvæðu ljósi. Með foreldraútilokun er barninu – án raunverulegrar ástæðu – innrætt sú trú/skoðun að útilokaða foreldrið sé hættulegt og óverðugt. Þetta er ekki aðeins skaðlegt vegna þess tengslarofs og missis sem barnið verður fyrir, heldur einnig vegna þess skaða sem innrætingin hefur á sjálfsmynd barnsins. Miklar rannsóknir hafa átt sér stað á foreldrútilokun síðustu ár og yfir eitt þúsund ritrýndar fræðigreinar hafa verið birtar síðustu áratugi um þetta alvarlega ofbeldi. Sýnt hefur verið fram á hvernig foreldraútilokun fellur undir skilgreiningar um ofbeldi í nánum samböndum og einnig hefur verið bent á áberandi líkindi með foreldraútilokun og innrætingu í sértrúarsöfnuðum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi tegund ofbeldis er ekki bundin við kyn og mynstrin erfast gjarnan á milli kynslóða. Afleiðingarnar eru alvarlegar og langvarandi fyrir þolendur, bæði börn og útilokaða foreldra, ömmur og afa. Raunveruleg dæmi Í tilefni af þessum degi birtir Foreldrajafnrétti raunveruleg dæmi á YouTube um þær ástæður sem börn gefa fyrir því að hafna foreldri sínu. Hvert dæmi er skoðað út frá vísindalega viðurkenndum greiningartólum sem gefa vísbendingar um hvort barn er beitt foreldraútilokun eða ekki. Greiningartólin sem vitnað er í eru: 8 merki um foreldraútilokun í barni og 17 útilokunaraðferðir foreldris. Á heimasíðu Foreldrajafnréttis og á YouTube síðu hvers myndbands má skoða dæmin út frá þessum greiningartólum. „Þekking á foreldraútilokun er því miður mjög lítil hér á landi enn sem komið er og umræðan er oft fordómafull og kynbundin. Eina leiðin til að bæta úr þessu er að hvetja til umræðu sem byggir á staðreyndum og vísindalegum grunni,“ segir Brjánn Jónsson, formaður Foreldrajafnréttis. Foreldrajafnrétti hvetur fagaðila og þá sem koma að foreldraútilokunarmálum til þess að uppfæra þekkingu sína og sækja sér sérfræðiþekkingu í foreldraútilokun. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og röng greining er þeim afar skaðleg, bæði andlega og líkamlega og afleiðingarnar geta lifað með þeim út lífið. Nánari upplýsingar veitir stjórn félagsins í gegnum netfangið stjorn@foreldrajafnretti.
Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira