Biden sækist formlega eftir endurkjöri Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2023 10:29 Joe Biden vill vera forseti Bandaríkjanna í fjögur ár til viðbótar. AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann sækist formlega eftir endurkjöri í kosningum á næsta ári. Hann biður kjósendur um að gefa honum meiri tíma til að ljúka verkefninu sem hann hóf þegar hann tók við embætti fyrir rúmum tveimur árum. „Ég sagði að við værum í baráttu um sál Bandaríkjanna og við erum það ennþá. Spurning sem við stöndum frammi fyrir er hvort við höfum meira eða minna frelsi á næstu árum. Fleiri réttindi eða færri,“ sagði Biden í þriggja mínútna myndbandi sem hann birti í morgun. Every generation has a moment where they have had to stand up for democracy. To stand up for their fundamental freedoms. I believe this is ours.That s why I m running for reelection as President of the United States. Join us. Let s finish the job. https://t.co/V9Mzpw8Sqy pic.twitter.com/Y4NXR6B8ly— Joe Biden (@JoeBiden) April 25, 2023 Biden er elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Nái hann endurkjöri árið 2024 yrði hann 86 ára gamall við lok seinna kjörtímabils síns. Hann hefur sagt áhyggjur kjósenda Demókrataflokksins af aldri sínum algerlega lögmætar. Hann ræddi aldur sinn þó ekki í framboðsmyndbandinu. AP-fréttastofan segir að framboð Biden ætli að leggja áherslu á afrek hans í embætti. Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á fyrstu tvö ár hans í embætti en hann hefur komið í gegn nokkrum stórum málum. Þar á meðal er meiriháttar innviðauppbygging sem þingmenn beggja flokka greiddu atkvæði með og umfangsmestu loftslagsaðgerðir sem Bandaríkjastjórn hefur ráðist í. Forsetinn kemst ekki lengra með meiriháttar stefnumál það sem eftir er kjörtímabilinu þar sem repúblikanar fara nú með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Á öðru kjörtímabili vill Biden koma í gegn fleiri málum, þar á meðal banni við árásarrifflum, verðlækkun á lyfsseðilsskyldum lyfjum og lögfestingu á rétti til þungunarrofs. Þröng staða í könnunum en óvenjugóður árangur í þingkosningum Biden vann góðan sigur á Donald Trump í forsetakosningunum árið 2020. Hann varð meðal annars fyrsti demókratinn til þess að vinna sigur í Georgíu í 28 ár og í Arizona í 24 ár. Á kjörtímabilinu hefur stuðningur við Biden þó verið sambærilegur við Trump. Um þessar mundir hafa rúm 42 prósent velþóknun á störfum hans en tæp 53 prósent vanþóknun samkvæmt kosningaspásíðunni Five Thirty Eight. Þrátt fyrir það kom Demókrataflokkurinn mun betur út úr þingkosningum á miðju kjörtímabilinu í haust en búist var við. Þekkt lögmál bandarískra stjórnmála er að flokkur forseta tapi í slíkum kosningum, oft stórt. Repúblikanar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en mun þrengri en lengi var útlit fyrir. Demókratar bættu við sig þingmönnum í öldungadeildinni. Margir stjórnmálaskýrendur röktu það til áframhaldandi samsæriskenninga Donalds Trump og bandamanna hans um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur gegn Biden árið 2020. Stór hluti frambjóðenda repúblikana í þingkosningunum í fyrra hélt slíkum málflutningi á lofti. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
„Ég sagði að við værum í baráttu um sál Bandaríkjanna og við erum það ennþá. Spurning sem við stöndum frammi fyrir er hvort við höfum meira eða minna frelsi á næstu árum. Fleiri réttindi eða færri,“ sagði Biden í þriggja mínútna myndbandi sem hann birti í morgun. Every generation has a moment where they have had to stand up for democracy. To stand up for their fundamental freedoms. I believe this is ours.That s why I m running for reelection as President of the United States. Join us. Let s finish the job. https://t.co/V9Mzpw8Sqy pic.twitter.com/Y4NXR6B8ly— Joe Biden (@JoeBiden) April 25, 2023 Biden er elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Nái hann endurkjöri árið 2024 yrði hann 86 ára gamall við lok seinna kjörtímabils síns. Hann hefur sagt áhyggjur kjósenda Demókrataflokksins af aldri sínum algerlega lögmætar. Hann ræddi aldur sinn þó ekki í framboðsmyndbandinu. AP-fréttastofan segir að framboð Biden ætli að leggja áherslu á afrek hans í embætti. Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á fyrstu tvö ár hans í embætti en hann hefur komið í gegn nokkrum stórum málum. Þar á meðal er meiriháttar innviðauppbygging sem þingmenn beggja flokka greiddu atkvæði með og umfangsmestu loftslagsaðgerðir sem Bandaríkjastjórn hefur ráðist í. Forsetinn kemst ekki lengra með meiriháttar stefnumál það sem eftir er kjörtímabilinu þar sem repúblikanar fara nú með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Á öðru kjörtímabili vill Biden koma í gegn fleiri málum, þar á meðal banni við árásarrifflum, verðlækkun á lyfsseðilsskyldum lyfjum og lögfestingu á rétti til þungunarrofs. Þröng staða í könnunum en óvenjugóður árangur í þingkosningum Biden vann góðan sigur á Donald Trump í forsetakosningunum árið 2020. Hann varð meðal annars fyrsti demókratinn til þess að vinna sigur í Georgíu í 28 ár og í Arizona í 24 ár. Á kjörtímabilinu hefur stuðningur við Biden þó verið sambærilegur við Trump. Um þessar mundir hafa rúm 42 prósent velþóknun á störfum hans en tæp 53 prósent vanþóknun samkvæmt kosningaspásíðunni Five Thirty Eight. Þrátt fyrir það kom Demókrataflokkurinn mun betur út úr þingkosningum á miðju kjörtímabilinu í haust en búist var við. Þekkt lögmál bandarískra stjórnmála er að flokkur forseta tapi í slíkum kosningum, oft stórt. Repúblikanar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en mun þrengri en lengi var útlit fyrir. Demókratar bættu við sig þingmönnum í öldungadeildinni. Margir stjórnmálaskýrendur röktu það til áframhaldandi samsæriskenninga Donalds Trump og bandamanna hans um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur gegn Biden árið 2020. Stór hluti frambjóðenda repúblikana í þingkosningunum í fyrra hélt slíkum málflutningi á lofti.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira