Fótbolti

Kol­beinn Birgir skoraði þegar Lyng­by missti niður tveggja marka for­ystu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kolbeinn Birgir kom Lyngby 2-0 yfir í kvöld. Því miður dugði það ekki til sigurs.
Kolbeinn Birgir kom Lyngby 2-0 yfir í kvöld. Því miður dugði það ekki til sigurs. Lyngby

Íslendingalið Lyngby gerði 2-2 jafntefli við OB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lyngby komst tvívegis yfir í leiknum.

Heimamenn í OB komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Petur Knudsen kom Lyngby yfir tíu mínútum síðar, reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Kolbeinn Birgir Finnsson kom Lyngby 2-0 yfir snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Sævars Atla Magnússonar. Því miður fyrir Frey Alexandersson og lærisveina hans í Lyngby skoruðu leikmenn OB tvívegis eftir það. 

Heimamenn hefðu getað unnið leikinn en vítaspyrna fór forgörðum þegar tuttugu mínútur voru eftir. Lokatölur í kvöld 2-2 og Lyngby fimm stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir.

Kolbeinn Birgir og Sævar Atli spiluðu allan leikinn í liði Lyngby á meðan Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum hjá OB í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×