Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 16:53 Sverrir Einar Eiríksson eigandi Nýju Vínbúðarinnar. Skjáskot Stöð 2 Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. „55 Mayfair Online ltd., 57 Berkeley Square, London, Englandi, rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar, hefur brotið gegn 10. gr., sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga, nr. 16/2016, um neytendasamninga, með því að veita neytendum ekki upplýsingar um rétt neytenda til að falla frá samningi,“ segir í ákvörðunarorðum stofnunarinnar frá 19. maí síðastliðnum, sem birt voru í dag. Beinir Neytendastofa því til Nýju Vínbúðarinnar að koma upplýsingum um rétt neytenda til að falla frá samningi í viðunandi horf. Úrskurðar stofan einnig að verslunin hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt til að skila vörum keyptum á vefsíðu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Nýju Vínbúðinni að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í úrskurðinum. Faxe og Viking gylltur Jólabjóradagatalið vakti talsverða athygli. Eins og Vísir greindi frá 2. desember síðastliðinn kostaði bjórinn um helmingi minna í stykkjatali en í dagatalinu. Þá var einungis helmingur bjórdósanna jólabjór en hinn helmingurinn var með ódýrari bjórnum sem fæst á landinu. Meðal þeirra bjóra sem voru í dagatalinu voru Saku, Faxe, Boli og Viking Gylltur. Dósirnar sem komu upp úr dagatalinu. Ósáttur kaupandi reiknaði það út að hann hefði getað sparað sér um ellefu þúsund krónur á að kaupa bjórana hjá ÁTVR. Hann borgaði 19.800 krónur fyrir dagatalið en í vefverslun ÁTVR hafi verið hægt að fá bjórdósirnar á 8.529 krónur. Hefði mátt ætla að dagatalið innihéldi aðeins jólabjór Neytendastofa féllst ekki á þau sjónarmið að sala á jólabjóradagatali fæli í sér sölu á vöru sem úreldist eða rýrnar hratt. Endingartími bjórs sé lengri en fjórtán dagar sé hann seldur í lokuðum umbúðum. Þá taldi stofnunin það engu breyta að varan væri markaðssett sem jólavara. Endingartíminn væri ekki tengdur við jólin og kaupendur hefðu getað neytt bjórsins á öðrum tíma. „Þá taldi stofnunin að félagið hafi með réttu átt að birta sérstaklega upplýsingar um það að í jólabjóradagatalinu væru ekki einungis jólabjórar,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. „Markaðssetningu dagatalanna hafi verið þannig háttað að neytendur hafi með réttu mátt halda að dagatalið innihéldi aðeins jólabjóra. Þar af leiðandi hafi félagið haldið upplýsingum frá neytendum sem almennt mætti telja mikilvægt fyrir þá.“ Neytendur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
„55 Mayfair Online ltd., 57 Berkeley Square, London, Englandi, rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar, hefur brotið gegn 10. gr., sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga, nr. 16/2016, um neytendasamninga, með því að veita neytendum ekki upplýsingar um rétt neytenda til að falla frá samningi,“ segir í ákvörðunarorðum stofnunarinnar frá 19. maí síðastliðnum, sem birt voru í dag. Beinir Neytendastofa því til Nýju Vínbúðarinnar að koma upplýsingum um rétt neytenda til að falla frá samningi í viðunandi horf. Úrskurðar stofan einnig að verslunin hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt til að skila vörum keyptum á vefsíðu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Nýju Vínbúðinni að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í úrskurðinum. Faxe og Viking gylltur Jólabjóradagatalið vakti talsverða athygli. Eins og Vísir greindi frá 2. desember síðastliðinn kostaði bjórinn um helmingi minna í stykkjatali en í dagatalinu. Þá var einungis helmingur bjórdósanna jólabjór en hinn helmingurinn var með ódýrari bjórnum sem fæst á landinu. Meðal þeirra bjóra sem voru í dagatalinu voru Saku, Faxe, Boli og Viking Gylltur. Dósirnar sem komu upp úr dagatalinu. Ósáttur kaupandi reiknaði það út að hann hefði getað sparað sér um ellefu þúsund krónur á að kaupa bjórana hjá ÁTVR. Hann borgaði 19.800 krónur fyrir dagatalið en í vefverslun ÁTVR hafi verið hægt að fá bjórdósirnar á 8.529 krónur. Hefði mátt ætla að dagatalið innihéldi aðeins jólabjór Neytendastofa féllst ekki á þau sjónarmið að sala á jólabjóradagatali fæli í sér sölu á vöru sem úreldist eða rýrnar hratt. Endingartími bjórs sé lengri en fjórtán dagar sé hann seldur í lokuðum umbúðum. Þá taldi stofnunin það engu breyta að varan væri markaðssett sem jólavara. Endingartíminn væri ekki tengdur við jólin og kaupendur hefðu getað neytt bjórsins á öðrum tíma. „Þá taldi stofnunin að félagið hafi með réttu átt að birta sérstaklega upplýsingar um það að í jólabjóradagatalinu væru ekki einungis jólabjórar,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. „Markaðssetningu dagatalanna hafi verið þannig háttað að neytendur hafi með réttu mátt halda að dagatalið innihéldi aðeins jólabjóra. Þar af leiðandi hafi félagið haldið upplýsingum frá neytendum sem almennt mætti telja mikilvægt fyrir þá.“
Neytendur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35