Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 16:53 Sverrir Einar Eiríksson eigandi Nýju Vínbúðarinnar. Skjáskot Stöð 2 Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. „55 Mayfair Online ltd., 57 Berkeley Square, London, Englandi, rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar, hefur brotið gegn 10. gr., sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga, nr. 16/2016, um neytendasamninga, með því að veita neytendum ekki upplýsingar um rétt neytenda til að falla frá samningi,“ segir í ákvörðunarorðum stofnunarinnar frá 19. maí síðastliðnum, sem birt voru í dag. Beinir Neytendastofa því til Nýju Vínbúðarinnar að koma upplýsingum um rétt neytenda til að falla frá samningi í viðunandi horf. Úrskurðar stofan einnig að verslunin hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt til að skila vörum keyptum á vefsíðu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Nýju Vínbúðinni að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í úrskurðinum. Faxe og Viking gylltur Jólabjóradagatalið vakti talsverða athygli. Eins og Vísir greindi frá 2. desember síðastliðinn kostaði bjórinn um helmingi minna í stykkjatali en í dagatalinu. Þá var einungis helmingur bjórdósanna jólabjór en hinn helmingurinn var með ódýrari bjórnum sem fæst á landinu. Meðal þeirra bjóra sem voru í dagatalinu voru Saku, Faxe, Boli og Viking Gylltur. Dósirnar sem komu upp úr dagatalinu. Ósáttur kaupandi reiknaði það út að hann hefði getað sparað sér um ellefu þúsund krónur á að kaupa bjórana hjá ÁTVR. Hann borgaði 19.800 krónur fyrir dagatalið en í vefverslun ÁTVR hafi verið hægt að fá bjórdósirnar á 8.529 krónur. Hefði mátt ætla að dagatalið innihéldi aðeins jólabjór Neytendastofa féllst ekki á þau sjónarmið að sala á jólabjóradagatali fæli í sér sölu á vöru sem úreldist eða rýrnar hratt. Endingartími bjórs sé lengri en fjórtán dagar sé hann seldur í lokuðum umbúðum. Þá taldi stofnunin það engu breyta að varan væri markaðssett sem jólavara. Endingartíminn væri ekki tengdur við jólin og kaupendur hefðu getað neytt bjórsins á öðrum tíma. „Þá taldi stofnunin að félagið hafi með réttu átt að birta sérstaklega upplýsingar um það að í jólabjóradagatalinu væru ekki einungis jólabjórar,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. „Markaðssetningu dagatalanna hafi verið þannig háttað að neytendur hafi með réttu mátt halda að dagatalið innihéldi aðeins jólabjóra. Þar af leiðandi hafi félagið haldið upplýsingum frá neytendum sem almennt mætti telja mikilvægt fyrir þá.“ Neytendur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
„55 Mayfair Online ltd., 57 Berkeley Square, London, Englandi, rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar, hefur brotið gegn 10. gr., sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga, nr. 16/2016, um neytendasamninga, með því að veita neytendum ekki upplýsingar um rétt neytenda til að falla frá samningi,“ segir í ákvörðunarorðum stofnunarinnar frá 19. maí síðastliðnum, sem birt voru í dag. Beinir Neytendastofa því til Nýju Vínbúðarinnar að koma upplýsingum um rétt neytenda til að falla frá samningi í viðunandi horf. Úrskurðar stofan einnig að verslunin hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt til að skila vörum keyptum á vefsíðu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Nýju Vínbúðinni að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í úrskurðinum. Faxe og Viking gylltur Jólabjóradagatalið vakti talsverða athygli. Eins og Vísir greindi frá 2. desember síðastliðinn kostaði bjórinn um helmingi minna í stykkjatali en í dagatalinu. Þá var einungis helmingur bjórdósanna jólabjór en hinn helmingurinn var með ódýrari bjórnum sem fæst á landinu. Meðal þeirra bjóra sem voru í dagatalinu voru Saku, Faxe, Boli og Viking Gylltur. Dósirnar sem komu upp úr dagatalinu. Ósáttur kaupandi reiknaði það út að hann hefði getað sparað sér um ellefu þúsund krónur á að kaupa bjórana hjá ÁTVR. Hann borgaði 19.800 krónur fyrir dagatalið en í vefverslun ÁTVR hafi verið hægt að fá bjórdósirnar á 8.529 krónur. Hefði mátt ætla að dagatalið innihéldi aðeins jólabjór Neytendastofa féllst ekki á þau sjónarmið að sala á jólabjóradagatali fæli í sér sölu á vöru sem úreldist eða rýrnar hratt. Endingartími bjórs sé lengri en fjórtán dagar sé hann seldur í lokuðum umbúðum. Þá taldi stofnunin það engu breyta að varan væri markaðssett sem jólavara. Endingartíminn væri ekki tengdur við jólin og kaupendur hefðu getað neytt bjórsins á öðrum tíma. „Þá taldi stofnunin að félagið hafi með réttu átt að birta sérstaklega upplýsingar um það að í jólabjóradagatalinu væru ekki einungis jólabjórar,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. „Markaðssetningu dagatalanna hafi verið þannig háttað að neytendur hafi með réttu mátt halda að dagatalið innihéldi aðeins jólabjóra. Þar af leiðandi hafi félagið haldið upplýsingum frá neytendum sem almennt mætti telja mikilvægt fyrir þá.“
Neytendur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent