85 milljóna króna gjaldþrot Fellabakarís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2023 12:17 Fellabakarí var starfrækt um árabil í félaginu Fellabakstur ehf. Visit Austurland Engar eignir fundust í þrotabúi Fellabaksturs ehf. sem rak Fellabakarí á Egilsstöðum. Kröfur í búið námu tæplega 85 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag en félagið var úrskurðað gjaldþrota í janúar. Bakaríið var það langstærsta á Austurlandi um árabil og seldi verslunum á Austfjörðum brauð auk þess að halda úti hefðbundinni bakarísstarfsemi. Ljóst var að reksturinn var í molum þegar viðskiptavinir komu að lokuðum dyrum í upphafi árs. Mánuðurinn var rétt hálfnaður þegar búið var að úrskurða félagið gjaldþrota. Það var stofnað árið 1968 en Þráinn Lárusson, veitingamaður á Héraði, keypti reksturinn árið 2021. Þráinn sagði í viðtali við Austurfrétt í janúar hafa verið meðvitaður um rekstrarvandann við kaupin. Endursala á vörum til verslana hefði reynst sérstaklega erfiður. Myllan og bakarí Gæðabaksturs standi lang best og nánast undir öllu brauði sem selt sé í verslunum. Þeir aðilar séu miklu tæknivæddari. Ég hef prófað ýmislegt í mínum rekstri og stundum þegar gengur vel telur maður sig ósnertanlegan. Við töldum að með öðrum rekstri, sem notar mikið brauð, væri hægt að reka bakaríið. Við vorum með matvælaframleiðslu sem við færðum inn í bakaríið til að samnýta ferðir og tæki. Þar vonuðum við að heimafólk keypti okkar vöru ef hún væri aðeins vandaðri frekar en það sem flutt væri að. Við hættum þessari framleiðslu nú í febrúar þegar við sáum að hún gengi ekki upp. Kannski var maður eins og Don Kíkóti að berjast við vindmyllurnar – að taka við deygjandi stétt til að reyna að blása í hana lífi,“ sagði Þráinn í viðtali við Austurfrétt í janúar. Um var að ræða eina bakaríið á Héraði. Eignir félagsins voru auglýstar til sölu í janúar en enginn kaupandi fannst. Múlaþing Bakarí Gjaldþrot Tengdar fréttir Reykjandi bakarinn á Hróarskeldu rekur vinsælasta bakarí landsins Bakarinn Ágúst Einþórsson rekur Brauð & Co sem er samkvæmt TripAdvisor vinsælasta bakarí landsins. Ágúst hélt fyrirlestur á opnum fundi Félags atvinnurekenda. 17. febrúar 2019 07:45 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Bakaríið var það langstærsta á Austurlandi um árabil og seldi verslunum á Austfjörðum brauð auk þess að halda úti hefðbundinni bakarísstarfsemi. Ljóst var að reksturinn var í molum þegar viðskiptavinir komu að lokuðum dyrum í upphafi árs. Mánuðurinn var rétt hálfnaður þegar búið var að úrskurða félagið gjaldþrota. Það var stofnað árið 1968 en Þráinn Lárusson, veitingamaður á Héraði, keypti reksturinn árið 2021. Þráinn sagði í viðtali við Austurfrétt í janúar hafa verið meðvitaður um rekstrarvandann við kaupin. Endursala á vörum til verslana hefði reynst sérstaklega erfiður. Myllan og bakarí Gæðabaksturs standi lang best og nánast undir öllu brauði sem selt sé í verslunum. Þeir aðilar séu miklu tæknivæddari. Ég hef prófað ýmislegt í mínum rekstri og stundum þegar gengur vel telur maður sig ósnertanlegan. Við töldum að með öðrum rekstri, sem notar mikið brauð, væri hægt að reka bakaríið. Við vorum með matvælaframleiðslu sem við færðum inn í bakaríið til að samnýta ferðir og tæki. Þar vonuðum við að heimafólk keypti okkar vöru ef hún væri aðeins vandaðri frekar en það sem flutt væri að. Við hættum þessari framleiðslu nú í febrúar þegar við sáum að hún gengi ekki upp. Kannski var maður eins og Don Kíkóti að berjast við vindmyllurnar – að taka við deygjandi stétt til að reyna að blása í hana lífi,“ sagði Þráinn í viðtali við Austurfrétt í janúar. Um var að ræða eina bakaríið á Héraði. Eignir félagsins voru auglýstar til sölu í janúar en enginn kaupandi fannst.
Múlaþing Bakarí Gjaldþrot Tengdar fréttir Reykjandi bakarinn á Hróarskeldu rekur vinsælasta bakarí landsins Bakarinn Ágúst Einþórsson rekur Brauð & Co sem er samkvæmt TripAdvisor vinsælasta bakarí landsins. Ágúst hélt fyrirlestur á opnum fundi Félags atvinnurekenda. 17. febrúar 2019 07:45 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Reykjandi bakarinn á Hróarskeldu rekur vinsælasta bakarí landsins Bakarinn Ágúst Einþórsson rekur Brauð & Co sem er samkvæmt TripAdvisor vinsælasta bakarí landsins. Ágúst hélt fyrirlestur á opnum fundi Félags atvinnurekenda. 17. febrúar 2019 07:45