Snjókoma í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2023 22:45 Veðurfræðingurinn telur að úrkoman verði ekki mikil, en einhver þó. Vísir/Vilhelm Sumarið er ekki komið enn og gert er ráð fyrir einhverri snjókomu víða um land í vikunni. Kalt verður í veðri en veðurfræðingur telur að úrkoman muni ekki valda vandræðum. Á fimmtudag má gera ráð fyrir lítils háttar snjókomu í höfuðborginni og á norðan- og austanverðu landinu. Hiti verður líklega á og yfir frostmarki víðast hvar. Svona lítur spáin út fyrir fimmtudaginn 27. apríl klukkan 15:00.Veðurstofan Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé einfaldlega staðan. „Það er nefnilega alveg séns á því. Næstu vika, tíu daga, verður svalara veður en oft á þessum árstíma. Það eru þessar norðan- og norðaustanáttir. En það er oft merkilegt að síðustu vikuna í apríl og fyrstu tvær í maí þá er stundum eins og það komi – eins og einn veðurfræðingur segir – fimmta árstíðin. Þá leggst oft í norðaustanáttir og er frekar kalt en þá yfirleitt bjart hérna suðvestanlands.“ Í þetta skipti virðast þó líkur vera á úrkomu, snjókomu, í höfuðborginni og víðar. „Ég á ekki von á því að þetta verði mikið eða að þetta muni valda einhverjum vandræðum. Það fer kólnandi hjá okkur þegar það kemur inn í vikuna. Og það er alveg útlit fyrir að það verði um frostmark einhverjar nætur í vikunni.“ Ef litið er á sjálfvirka spá Veðurstofunnar virðist ætla að snjóa hressilega á Vestfjörðum næstu helgi. Lægð gæti valdið töluverðri úrkomu á vestanverðu landinu.Veðurstofan Birta Líf segir að útlit sé fyrir að lægð Norður úr hafi muni valda hvassviðri og úrkomu á Vestfjörðum. Spáin geti þó hæglega breyst í vikunni. „Heilt yfir, þá er útlit fyrir kalda viku og möguleiki á að einhver úrkoma falli sem snjókoma,“ segir Birta Líf að lokum. Veður Tengdar fréttir Góðar líkur á að sumarið verði betra en „meðalsumar“ Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að allar líkur séu á því að sumarið í ár verði betra en „meðalsumar.“ 23. apríl 2023 15:16 Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 22. apríl 2023 11:03 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Á fimmtudag má gera ráð fyrir lítils háttar snjókomu í höfuðborginni og á norðan- og austanverðu landinu. Hiti verður líklega á og yfir frostmarki víðast hvar. Svona lítur spáin út fyrir fimmtudaginn 27. apríl klukkan 15:00.Veðurstofan Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé einfaldlega staðan. „Það er nefnilega alveg séns á því. Næstu vika, tíu daga, verður svalara veður en oft á þessum árstíma. Það eru þessar norðan- og norðaustanáttir. En það er oft merkilegt að síðustu vikuna í apríl og fyrstu tvær í maí þá er stundum eins og það komi – eins og einn veðurfræðingur segir – fimmta árstíðin. Þá leggst oft í norðaustanáttir og er frekar kalt en þá yfirleitt bjart hérna suðvestanlands.“ Í þetta skipti virðast þó líkur vera á úrkomu, snjókomu, í höfuðborginni og víðar. „Ég á ekki von á því að þetta verði mikið eða að þetta muni valda einhverjum vandræðum. Það fer kólnandi hjá okkur þegar það kemur inn í vikuna. Og það er alveg útlit fyrir að það verði um frostmark einhverjar nætur í vikunni.“ Ef litið er á sjálfvirka spá Veðurstofunnar virðist ætla að snjóa hressilega á Vestfjörðum næstu helgi. Lægð gæti valdið töluverðri úrkomu á vestanverðu landinu.Veðurstofan Birta Líf segir að útlit sé fyrir að lægð Norður úr hafi muni valda hvassviðri og úrkomu á Vestfjörðum. Spáin geti þó hæglega breyst í vikunni. „Heilt yfir, þá er útlit fyrir kalda viku og möguleiki á að einhver úrkoma falli sem snjókoma,“ segir Birta Líf að lokum.
Veður Tengdar fréttir Góðar líkur á að sumarið verði betra en „meðalsumar“ Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að allar líkur séu á því að sumarið í ár verði betra en „meðalsumar.“ 23. apríl 2023 15:16 Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 22. apríl 2023 11:03 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Góðar líkur á að sumarið verði betra en „meðalsumar“ Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að allar líkur séu á því að sumarið í ár verði betra en „meðalsumar.“ 23. apríl 2023 15:16
Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 22. apríl 2023 11:03