Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við afbrotafræðing, sem segir hugmyndafræði um að vopnaburður sé eðlilegur hafi náð fótfestu hjá hópum ungmenna hér á landi. Þörf sé á átaki til að bregðast við vandanum.

Þá er rætt við sérfræðing í málum barna með ADHD og einhverfu innan skólakerfisins. Mennta- og barnamálaráðuneytið úrskurðaði nýlega að brotið hafi verið á barni sem var gegn vilja sínum lokað inni í svokölluðu einveruherbergi í Hafnarfirði. 

Strákasveitin Backstreet Boys, sem skaust upp á stjörnuhimininn snemma á tíunda áratugnum, er á leið hingað til lands til að halda tónleika. Einn meðlimur sveitarinnar segist gríðarlega spenntur að skoða landið.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×