Lífið

Simone Biles og Jonathan Owens gengin í það heilaga

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Parið er nú loksins búið að ganga í það heilaga eftir að hafa tilkynnt trúlofunina í febrúar í fyrra.
Parið er nú loksins búið að ganga í það heilaga eftir að hafa tilkynnt trúlofunina í febrúar í fyrra. Twitter/Simone Biles

Bandaríska fimleikagoðsögnin og heimsmeistarinn Simon Biles er gengin í það heilaga ásamt NFL leikmanninum Jonathan Owens.

Þetta tilkynntu þau bæði á samfélagsmiðlum og þá hefur Simone jafnframt tekið upp eftirnafn ruðningskappans. Owens leikur með Houston Texas en hann skellti sér á skeljarnar í febrúar í fyrra.

„Manneskjan mín, að eilífu!“ skrifar Owens um Simone sem nú ber nafnið Simone Biles Owens og hefur breytt því á samfélagsmiðlum.

Parið fór að stinga saman nefjum í ágúst 2020. Hin 25 ára gamla fimleikastjarna er sú sigursælasta í sögunni og hefur unnið nítján gullverðlaun á HM og þó nokkur gullverðlaun á Ólympíuleikum svo eitthvað sé nefnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.