Philadelphia sópaði Brooklyn í sumarfrí | Lakers og Heat með óvænta forystu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. apríl 2023 09:30 LaBron James skoraði 25 stig fyrir Lakers í nótt. Harry How/Getty Images Philadelphia 76ers tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta er liðið vann góðan átta stiga sigur gegn Brooklyn Nets, 96-88. Þá eru bæði Los Angeles Lakers og Miami Heat komin með óvænta forystu í sínum rimmum. Philadelphia-liðið var án síns besta manns í nótt því Joel Embiid þurfti að fylgjast með leiknum af hliðarlínunni, tognaður í hné. Gestirnir frá Philadelphia voru því sjö stigum undir að loknum fyrsta leikhluta og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 48-40. Brooklyn Nets í vil. Gestirnir snéru taflinu þó við snemma í síðari hálfleik og voru komnir með þriggja stiga forskot að þriðja leikhluta loknum. Þeir létu það forskot aldrei af hendi og unnu að lokum átta stiga sigur, 96-88, og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Tobias Harris var atkvæðamestur í liði gestanna og skoraði 25 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Í liði Brooklyn var Spencer Dinwiddie stigahæstur með 20 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀The @sixers picked up a Game 4 win in Brooklyn to advance to the Eastern Conference Semifinals!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/A4b9Q2S6Eb— NBA (@NBA) April 22, 2023 Þá eru bæði Los Angeles Lakers og Miami Heta komin með óvænta 2-1 forystu í sínum rimmum í átta liða úrslitum. Lakers-liðið sem endaði í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar vann tíu stiga sigur, 111-101, gegn Memphis Grizzlies sem endaði í öðru sæti og Miami Heat sem endaði í áttunda sæti Austurdeildarinnar vann 22 stiga sigur gegn efsta liði deildarinnar, Milwaukee Bucks, 121-99. Að lokum er Phoenix Suns með 3-1 forystu gegn Los Angeles Clippers eftir 12 stiga sigur í nótt, 112-100. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Philadelphia-liðið var án síns besta manns í nótt því Joel Embiid þurfti að fylgjast með leiknum af hliðarlínunni, tognaður í hné. Gestirnir frá Philadelphia voru því sjö stigum undir að loknum fyrsta leikhluta og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 48-40. Brooklyn Nets í vil. Gestirnir snéru taflinu þó við snemma í síðari hálfleik og voru komnir með þriggja stiga forskot að þriðja leikhluta loknum. Þeir létu það forskot aldrei af hendi og unnu að lokum átta stiga sigur, 96-88, og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Tobias Harris var atkvæðamestur í liði gestanna og skoraði 25 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Í liði Brooklyn var Spencer Dinwiddie stigahæstur með 20 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀The @sixers picked up a Game 4 win in Brooklyn to advance to the Eastern Conference Semifinals!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/A4b9Q2S6Eb— NBA (@NBA) April 22, 2023 Þá eru bæði Los Angeles Lakers og Miami Heta komin með óvænta 2-1 forystu í sínum rimmum í átta liða úrslitum. Lakers-liðið sem endaði í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar vann tíu stiga sigur, 111-101, gegn Memphis Grizzlies sem endaði í öðru sæti og Miami Heat sem endaði í áttunda sæti Austurdeildarinnar vann 22 stiga sigur gegn efsta liði deildarinnar, Milwaukee Bucks, 121-99. Að lokum er Phoenix Suns með 3-1 forystu gegn Los Angeles Clippers eftir 12 stiga sigur í nótt, 112-100.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira