Tjáningarfrelsið og málefni trans barna og ungmenna Helgi Áss Grétarsson skrifar 22. apríl 2023 10:00 Það má tjá skoðanir á hver sé þróun málefna trans barna og ungmenna hér á landi. Margir veigra sér þó við því. Hvers vegna? Væntanlega er ein ástæða þess að sú hætta er raunveruleg að sá sem tjái skoðanir sínar um málaflokkinn verði í framhaldinu brennimerktur á opinberum vettvangi, svo sem dæmi eru um. Þessi tilhneiging til skautunar í opinberri umræðu um málefni trans fólks er ekki einskorðuð við Ísland, sbr. t.d. skýrslu norskrar sérfræðingarnefndar um tjáningarfrelsið sem kom út 15. ágúst 2022 (NOU 2022:09, bls. 204). Eru áhrif kynhormónabælandi meðferða afturkræf? Þriðjudaginn 18. apríl sl. var birt í Morgunblaðinu grein eftir formann Trans Íslands og verkefnastjóra hjá samtökunum ’78 um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Um margt er greinin fróðleg og málefnaleg en í henni var m.a. eftirfarandi fullyrt: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Þótt ég sé ekki menntaður í læknavísindum er ástæða til að staldra hér við þar eð við könnun á nýlegum og traustum heimildum má efast um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar að áhrif kynhormónabælandi meðferða við þessar aðstæður sé afturkræf. Á hverju eru efasemdirnar reistar? Svo sem rakið er í grein minni í Morgunblaðinu 7. júlí 2022 var talið í skýrslu sænskra sérfræðinga frá febrúar 2022 að áhættan af notkun kynhormónabælandi meðferða í tilviki ungmenna væri meiri en mögulegur ávinningur af slíkri meðferð. Þessi skýrsla kom út á vegum opinbers rannsóknarráðs í málefnum tengd heilsu og velferð (s. Socialstyrelsen) og sambærileg stofnun í Noregi (n. Ukom), birti skýrslu 9. mars sl. þar sem niðurstaðan um sama álitaefni var sambærileg og í sænsku skýrslunni. Mælt var með því í norsku skýrslunni (n. Pasientsikkerhet for barn og unge með kjønnsinkongruens) að hormónameðferð við þessar aðstæður væri skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf (n. utprøvende behandling). Í febrúar 2022 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld í hendur bráðabirgðaskýrslu Dr. Cass (e. The Cass Review) þar sem m.a. var lagt til að hormónabælandi meðferð fyrir börn undir 16 ára yrði skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf. Ensk heilbrigðisyfirvöld hafa á grundvelli athugasemda Dr. Cass unnið að breyttu verklagi. Lokaorð Það er fyllsta ástæða hér á landi að tryggja vandaða umgjörð um málefni transfólks. Á hinn bóginn er mikilvægt að raddir efasemda fái að komast að, ekki síst þegar kemur að viðurhlutamiklum læknisfræðilegum inngripum í líf barna og ungmenna, svo sem þeirra sem felast í notkun hormónabælandi lyfja til að halda aftur af kynþroska. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Börn og uppeldi Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Það má tjá skoðanir á hver sé þróun málefna trans barna og ungmenna hér á landi. Margir veigra sér þó við því. Hvers vegna? Væntanlega er ein ástæða þess að sú hætta er raunveruleg að sá sem tjái skoðanir sínar um málaflokkinn verði í framhaldinu brennimerktur á opinberum vettvangi, svo sem dæmi eru um. Þessi tilhneiging til skautunar í opinberri umræðu um málefni trans fólks er ekki einskorðuð við Ísland, sbr. t.d. skýrslu norskrar sérfræðingarnefndar um tjáningarfrelsið sem kom út 15. ágúst 2022 (NOU 2022:09, bls. 204). Eru áhrif kynhormónabælandi meðferða afturkræf? Þriðjudaginn 18. apríl sl. var birt í Morgunblaðinu grein eftir formann Trans Íslands og verkefnastjóra hjá samtökunum ’78 um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Um margt er greinin fróðleg og málefnaleg en í henni var m.a. eftirfarandi fullyrt: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Þótt ég sé ekki menntaður í læknavísindum er ástæða til að staldra hér við þar eð við könnun á nýlegum og traustum heimildum má efast um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar að áhrif kynhormónabælandi meðferða við þessar aðstæður sé afturkræf. Á hverju eru efasemdirnar reistar? Svo sem rakið er í grein minni í Morgunblaðinu 7. júlí 2022 var talið í skýrslu sænskra sérfræðinga frá febrúar 2022 að áhættan af notkun kynhormónabælandi meðferða í tilviki ungmenna væri meiri en mögulegur ávinningur af slíkri meðferð. Þessi skýrsla kom út á vegum opinbers rannsóknarráðs í málefnum tengd heilsu og velferð (s. Socialstyrelsen) og sambærileg stofnun í Noregi (n. Ukom), birti skýrslu 9. mars sl. þar sem niðurstaðan um sama álitaefni var sambærileg og í sænsku skýrslunni. Mælt var með því í norsku skýrslunni (n. Pasientsikkerhet for barn og unge með kjønnsinkongruens) að hormónameðferð við þessar aðstæður væri skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf (n. utprøvende behandling). Í febrúar 2022 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld í hendur bráðabirgðaskýrslu Dr. Cass (e. The Cass Review) þar sem m.a. var lagt til að hormónabælandi meðferð fyrir börn undir 16 ára yrði skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf. Ensk heilbrigðisyfirvöld hafa á grundvelli athugasemda Dr. Cass unnið að breyttu verklagi. Lokaorð Það er fyllsta ástæða hér á landi að tryggja vandaða umgjörð um málefni transfólks. Á hinn bóginn er mikilvægt að raddir efasemda fái að komast að, ekki síst þegar kemur að viðurhlutamiklum læknisfræðilegum inngripum í líf barna og ungmenna, svo sem þeirra sem felast í notkun hormónabælandi lyfja til að halda aftur af kynþroska. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar