Handbolti

Ný­liðar sænsku úr­vals­deildarinnar séu á eftir þremur Ís­lendingum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Birgir Steinn Jónsson er sagður vera undir smásjánni hjá sænska verðandi úrvalsdeildarliðinu Amo.
Birgir Steinn Jónsson er sagður vera undir smásjánni hjá sænska verðandi úrvalsdeildarliðinu Amo. Vísir/Hulda Margrét

Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir frá því á Twitter-síðu sinni í dag að Amo Handboll, nýliðar sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta á næsta tímabili, sé á höttunum eftir þremur íslenskum leikmönnum.

Arnar segir að liðið geri nú allt sem í þeirra valdi stendur til að fá þá Arnar Birkir Hálfdánarson og Birgi Stein Jónsson, auk þess sem félagið sé í viðræðum við þriðja Íslendingin.

Birgir Steinn hefur verið lykilmaður í liði Gróttu í Olís-deild karla undanfarin ár, en Arnar Birkir Hálfdánarson er á mála hjá danska liðinu Ribe-Esbjerg. 

Arnar Daði segir auk þess frá því að Birgir Steinn sé orðaður við sænska úrvalsdeildarliðið Skövde, en Jónatan Magnússon tekur við þjálfun liðsins í sumar. Þá fullyrðir hann einnig að Arnar Birkir hafi um val á milli Amo og ÍBV eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×