Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2023 16:10 Ari Edwald, Hreggviður og Þórður stigu allir til hliðar úr áberandi stöðum sínum þegar ásakanirnar komu fram. Vísir Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. Vítalía hefur sakað mennina þrjá, sem þá voru áberandi með einum eða öðrum hætti í íslensku viðskiptalífi, um kynferðisbrot í sumarbústaðaferð í desember 2020. Hún var þá í sambandi við líkamsræktarþjálfaranum Arnari Grant. Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir niðurstöðuna við fréttastofu RÚV. Hún segir að við rannsókn málsins hafi ekki verið rætt við öll vitni í málinu auk þess sem sakargögn vanti. Þremenningarnir kærðu Vítalíu og Arnar fyrir fjárkúgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það mál enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljósið í janúar 2021 með viðtali við Vítalíu í hlaðvarpsþætti Eddu Falak, Eigin konur. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Vertias Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía segði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Sama kvöld fór fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sömuleiðis í tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá útvarpsstöðinni K100, en hann var sömuleiðis bendlaður við aðra frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum af meintu kynferðisofbeldi. Mál Vítalíu Lazarevu Lögreglumál MeToo Tengdar fréttir Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50 Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40 Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26 Arnar snýr ekki aftur í World Class Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp. 30. júní 2022 10:43 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vítalía hefur sakað mennina þrjá, sem þá voru áberandi með einum eða öðrum hætti í íslensku viðskiptalífi, um kynferðisbrot í sumarbústaðaferð í desember 2020. Hún var þá í sambandi við líkamsræktarþjálfaranum Arnari Grant. Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir niðurstöðuna við fréttastofu RÚV. Hún segir að við rannsókn málsins hafi ekki verið rætt við öll vitni í málinu auk þess sem sakargögn vanti. Þremenningarnir kærðu Vítalíu og Arnar fyrir fjárkúgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það mál enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljósið í janúar 2021 með viðtali við Vítalíu í hlaðvarpsþætti Eddu Falak, Eigin konur. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Vertias Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía segði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Sama kvöld fór fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sömuleiðis í tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá útvarpsstöðinni K100, en hann var sömuleiðis bendlaður við aðra frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum af meintu kynferðisofbeldi.
Mál Vítalíu Lazarevu Lögreglumál MeToo Tengdar fréttir Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50 Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40 Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26 Arnar snýr ekki aftur í World Class Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp. 30. júní 2022 10:43 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50
Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40
Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26
Arnar snýr ekki aftur í World Class Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp. 30. júní 2022 10:43