Biden sagður munu tilkynna um framboð sitt á þriðjudag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2023 07:16 Biden er sagður munu tilkynna á þriðjudag að hann sækist eftir endurkjöri. AP/Patrick Semansky Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður stefna á að tilkynna það á þriðjudag að hann muni sækjast eftir endurkjöri. Fjögur ár verða þá liðinn frá því að hann tilkynnti um framboð sitt fyrir forsetakosningarnar 2020. New York Times segir Biden munu dvelja í Camp David um helgina, með nánustu fjölskyldu og ráðgjöfum. Unnið er að áætlunum um framboðstilkynninguna en forsetinn ku ekki enn hafa lagt blessun sína yfir fyrirætlanirnar. Fjölmiðlafulltrúi forsetans, Karine Jean-Pierre, neitaði að tjá sig í samskiptum við New York Times í gær en hafði fyrr um daginn látið þau orð falla á blaðamannafundi að tilkynningin myndi ekki koma frá fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins. Biden er 80 ára gamall og nú þegar elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þá verður hann 86 ára þegar næsta kjörtímabili lýkur. Aldur Biden hefur valdið efasemdum um skynsemi þess að forsetinn sækist eftir endurkjöri en auknar líkur á því að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikanaflokksins eru sagðar hafa fylkt ólíkum hópum innan Demókrataflokksins á bak við forsetann. Ef Biden fer fram þykir nokkuð öruggt að hann sigri forval flokksins örugglega. Fjárframlög til Trump hafa stóraukist eftir að ákæra var gefin út á hendur honum í New York í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels og Biden er nú sagður hafa stefnt mögulegum fjárhagslegum stuðningsmönnum sínum til Washington í næstu viku. Talið er að kostnaður við kosningabaráttuna muni nema yfir milljarði Bandaríkjadala. Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
New York Times segir Biden munu dvelja í Camp David um helgina, með nánustu fjölskyldu og ráðgjöfum. Unnið er að áætlunum um framboðstilkynninguna en forsetinn ku ekki enn hafa lagt blessun sína yfir fyrirætlanirnar. Fjölmiðlafulltrúi forsetans, Karine Jean-Pierre, neitaði að tjá sig í samskiptum við New York Times í gær en hafði fyrr um daginn látið þau orð falla á blaðamannafundi að tilkynningin myndi ekki koma frá fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins. Biden er 80 ára gamall og nú þegar elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þá verður hann 86 ára þegar næsta kjörtímabili lýkur. Aldur Biden hefur valdið efasemdum um skynsemi þess að forsetinn sækist eftir endurkjöri en auknar líkur á því að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikanaflokksins eru sagðar hafa fylkt ólíkum hópum innan Demókrataflokksins á bak við forsetann. Ef Biden fer fram þykir nokkuð öruggt að hann sigri forval flokksins örugglega. Fjárframlög til Trump hafa stóraukist eftir að ákæra var gefin út á hendur honum í New York í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels og Biden er nú sagður hafa stefnt mögulegum fjárhagslegum stuðningsmönnum sínum til Washington í næstu viku. Talið er að kostnaður við kosningabaráttuna muni nema yfir milljarði Bandaríkjadala. Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira