Innlent

Fyrsti kið­lingurinn ein­stakur vor­boði

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mjög vel hefur gengið, að sögn Ástu Jórunnar.
Mjög vel hefur gengið, að sögn Ástu Jórunnar. fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Fyrsti kiðlingurinn þetta árið fæddist í Húsdýragarðinum á mánudag. Þeir eru núna orðnir fimm og beðið er í ofvæni eftir þeim sjötta og síðasta.

Ásta Jórunn Smáradóttir, dýrahirðir í fjölskyldu- og húsdýragarðinum, er ánægð með framvinduna.

„Það gekk ótrúlega vel. Svo kom þessi í gær, sem er þarna lengra, og svo komu þessi í morgun. Rosalega hress og fín og það gekk ótrúlega vel hjá þeim,“ segir Ásta Jórunn og bendir á kiðlingana sem sjá má í frétt Stöðvar 2 hér að neðan.

Hún segir að margir sæki garðinn á ári hverju til að sjá kiðlingana nýfæddu: „Bara fyrir þetta – einstakur vorboði – og uppáhalds tími hjá mjög mörgum í garðinum.“

Eins og fyrr segir er beðið eftir sjötta og síðasta kiðlingnum en Ásta Jórunn telur að styttast fari í hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×