„Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Hinrik Wöhler skrifar 20. apríl 2023 17:28 Sigurreif. Vísir/Hulda Margrét Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. Haukar sigruðu Framkonur í annað sinn í þessari viku og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. „Ég er náttúrulega bara orðlaus og stolt af mínu liði. Raggi [Ragnar Hermannsson] á náttúrulega fullt í þessu. Hann sá um leiðinlegu hlutina í vetur, að koma þeim í form og ákveður svo að stíga út og setja þetta í hendurnar á mér. Ég fæ frábæran mann með mér, Dóra [Halldór Ingólfsson], þannig Raggi á mikið í þessu. Ég er alveg orðlaus og búin á því,“ sagði Díana eftir leikinn á Ásvöllum í dag. Það voru ekki margir sem bjuggust við 2-0 sigri Hauka í einvíginu en þær höfðu tapað öllum þremur leikjunum í deildinni á móti Fram en Díana hafði trú á liðinu fyrir úrslitakeppnina. „Það er búið að æfa vel í vetur, við fórum í undanúrslit í bikar og það gekk ekki nógu vel. Ég er með ungt og efnilegt lið sem er hungrað og margar búnar að vera hérna lengi. Það var talað um að það væri gaman að gera eitthvað óvænt í úrslitakeppninni.“ Framkonur fóru þó mun betur af stað í leiknum og leiddu bróðurpart fyrri hálfleiks áður en Haukakonur komust inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. „Mér finnst við alltof soft varnarlega og vorum að fá ódýr mörk á okkur í byrjun. Það er ósköp eðlilegt þegar þú ert með svona lið að endurstilla spennustigið og ná betri þéttleika. Við töldum okkur þurfa það strax og sem betur fer heppnaðist það,“ sagði Díana þegar hún var spurð um leikhléið sem hún tók eftir sjö mínútna leik. Ljóst er að þær mæta deildarmeisturum ÍBV í undanúrslitum og er fyrsti leikurinn í Vestmannaeyjum. „Ég elska Vestmannaeyjar, þetta leggst rosalega vel í mig. Þær eru náttúrulega liðið og þetta verður verðugt verkefni. Okkur hlakkar bara til, svona er boltinn. Því lengra sem ég fer með þetta unga lið, því meiri reynslu fær það. Við erum að byggja um flott lið hjá Haukum á Ásvöllum.“ „Það er allt hægt, þú veist ekkert hvað gerist. Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar,“ sagði Díana að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Haukar sigruðu Framkonur í annað sinn í þessari viku og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. „Ég er náttúrulega bara orðlaus og stolt af mínu liði. Raggi [Ragnar Hermannsson] á náttúrulega fullt í þessu. Hann sá um leiðinlegu hlutina í vetur, að koma þeim í form og ákveður svo að stíga út og setja þetta í hendurnar á mér. Ég fæ frábæran mann með mér, Dóra [Halldór Ingólfsson], þannig Raggi á mikið í þessu. Ég er alveg orðlaus og búin á því,“ sagði Díana eftir leikinn á Ásvöllum í dag. Það voru ekki margir sem bjuggust við 2-0 sigri Hauka í einvíginu en þær höfðu tapað öllum þremur leikjunum í deildinni á móti Fram en Díana hafði trú á liðinu fyrir úrslitakeppnina. „Það er búið að æfa vel í vetur, við fórum í undanúrslit í bikar og það gekk ekki nógu vel. Ég er með ungt og efnilegt lið sem er hungrað og margar búnar að vera hérna lengi. Það var talað um að það væri gaman að gera eitthvað óvænt í úrslitakeppninni.“ Framkonur fóru þó mun betur af stað í leiknum og leiddu bróðurpart fyrri hálfleiks áður en Haukakonur komust inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. „Mér finnst við alltof soft varnarlega og vorum að fá ódýr mörk á okkur í byrjun. Það er ósköp eðlilegt þegar þú ert með svona lið að endurstilla spennustigið og ná betri þéttleika. Við töldum okkur þurfa það strax og sem betur fer heppnaðist það,“ sagði Díana þegar hún var spurð um leikhléið sem hún tók eftir sjö mínútna leik. Ljóst er að þær mæta deildarmeisturum ÍBV í undanúrslitum og er fyrsti leikurinn í Vestmannaeyjum. „Ég elska Vestmannaeyjar, þetta leggst rosalega vel í mig. Þær eru náttúrulega liðið og þetta verður verðugt verkefni. Okkur hlakkar bara til, svona er boltinn. Því lengra sem ég fer með þetta unga lið, því meiri reynslu fær það. Við erum að byggja um flott lið hjá Haukum á Ásvöllum.“ „Það er allt hægt, þú veist ekkert hvað gerist. Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar,“ sagði Díana að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00