Fótspor mannvirkja Ragnar Ómarsson skrifar 20. apríl 2023 17:32 Á árinu 2022 var gefinn út vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð á Íslandi og markar útgáfan tímamót í sjálfbærniþróun mannvirkja. Í fyrsta sinn hafa Íslensk stjórnvöld og aðilar mannvirkjageirans fengið í hendurnar yfirlit yfir umhverfisáhrif mannvirkja á Íslandi sem gerir kleift að setja viðmið og markmið í átt að aukinni sjálfbærni. Í vegvísinum er einnig að finna 74 aðgerðir sem eiga að draga úr loftslagsáhrifum mannvirkja. Í dag er mannvirkjagerð ábyrg fyrir 37% af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og 50% af allri hráefnanotkun. Mannvirkjagerð er langtímaframkvæmd og áhrifa hennar á umhverfið gætir áratugum og öldum saman. Aðgerðir til að sporna við neikvæðum umhverfisáhrifum mannvirkjageirans þurfa að taka mið af þessu. Um leið og nauðsynlegt er að byggja ný mannvirki úr endurnýtanlegum hráefnum sem hafa lágmarksáhrif á umhverfið, þarf að hlúa vel að þeim mannvirkjum sem nú þegar hafa verið reist til þess að koma í veg fyrir hráefnasóun og til þess að draga úr orkunotkun. Hráefnavinnsla úr náttúruauðlindum (kol, olíuvinnsla, málmvinnsla ofl.) á sér endanleg takmörk. Ágangur í þessar auðlindir ógnar nú lífi og heilsu mannkynsins og skammt er þess að bíða að vinnsla og verslun með kolefnislosandi orkugjafa verði talinn heilsuógn líkt og framleiðsla á spilli- og eiturefnum og meðferð þeirra verði takmörkum sett líkt og gert er með heilsuspillandi neysluvörur eins og tóbak og eiturlyf. Þegar til kastanna kemur er líf, heilsa og vellíðan fólks mikilvægara en efnahagur þjóða. Þetta hefur mannkynið staðfest í viðbrögðum sínum við heimsfaraldrinum sem enn geisar í flestum löndum heims. Stjórnvöld þjóðríkja gripu inn í daglegt líf almennings og settu hegðun þeirra ákveðnar skorður til þess að lágmarka skaðann sem faraldrinum fylgir, á meðan að vísindamenn reyndu að finna varanlegri lausn í formi bóluefnis. Þegar faraldurinn stóð sem hæst, varð merkjanlegur samdráttur í hráefnavinnslu, framleiðslu og viðskiptum sem leiddi til þess að mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda stóð í stað, en mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda er mesti ógnvaldur við líf, heilsu og vellíðan mannkynsins í nánustu framtíð. Fyrir þjóðir heims er lífsnauðsynlegt að ná tökum á þessum vanda því ef ekki verður spornað við þróuninni, mun hún bitna á lífi og heilsu milljóna manna og hafa varanleg áhrif á vellíðan alls mannkyns. Von okkar allra er sú að mannkyninu beri sú gæfa að grípa til þeirra aðgerða sem komið geta í veg fyrir loftslagsvandann, jafnvel þótt slíkar aðgerðir hefðu í för með sér samdrátt í efnahag og lífskjörum núverandi kynslóða, ef slíkt yrði til þess að vernda möguleika komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum og stuðla að því að þjóðin búi við heilbrigð og góð lífsskilyrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á árinu 2022 var gefinn út vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð á Íslandi og markar útgáfan tímamót í sjálfbærniþróun mannvirkja. Í fyrsta sinn hafa Íslensk stjórnvöld og aðilar mannvirkjageirans fengið í hendurnar yfirlit yfir umhverfisáhrif mannvirkja á Íslandi sem gerir kleift að setja viðmið og markmið í átt að aukinni sjálfbærni. Í vegvísinum er einnig að finna 74 aðgerðir sem eiga að draga úr loftslagsáhrifum mannvirkja. Í dag er mannvirkjagerð ábyrg fyrir 37% af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og 50% af allri hráefnanotkun. Mannvirkjagerð er langtímaframkvæmd og áhrifa hennar á umhverfið gætir áratugum og öldum saman. Aðgerðir til að sporna við neikvæðum umhverfisáhrifum mannvirkjageirans þurfa að taka mið af þessu. Um leið og nauðsynlegt er að byggja ný mannvirki úr endurnýtanlegum hráefnum sem hafa lágmarksáhrif á umhverfið, þarf að hlúa vel að þeim mannvirkjum sem nú þegar hafa verið reist til þess að koma í veg fyrir hráefnasóun og til þess að draga úr orkunotkun. Hráefnavinnsla úr náttúruauðlindum (kol, olíuvinnsla, málmvinnsla ofl.) á sér endanleg takmörk. Ágangur í þessar auðlindir ógnar nú lífi og heilsu mannkynsins og skammt er þess að bíða að vinnsla og verslun með kolefnislosandi orkugjafa verði talinn heilsuógn líkt og framleiðsla á spilli- og eiturefnum og meðferð þeirra verði takmörkum sett líkt og gert er með heilsuspillandi neysluvörur eins og tóbak og eiturlyf. Þegar til kastanna kemur er líf, heilsa og vellíðan fólks mikilvægara en efnahagur þjóða. Þetta hefur mannkynið staðfest í viðbrögðum sínum við heimsfaraldrinum sem enn geisar í flestum löndum heims. Stjórnvöld þjóðríkja gripu inn í daglegt líf almennings og settu hegðun þeirra ákveðnar skorður til þess að lágmarka skaðann sem faraldrinum fylgir, á meðan að vísindamenn reyndu að finna varanlegri lausn í formi bóluefnis. Þegar faraldurinn stóð sem hæst, varð merkjanlegur samdráttur í hráefnavinnslu, framleiðslu og viðskiptum sem leiddi til þess að mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda stóð í stað, en mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda er mesti ógnvaldur við líf, heilsu og vellíðan mannkynsins í nánustu framtíð. Fyrir þjóðir heims er lífsnauðsynlegt að ná tökum á þessum vanda því ef ekki verður spornað við þróuninni, mun hún bitna á lífi og heilsu milljóna manna og hafa varanleg áhrif á vellíðan alls mannkyns. Von okkar allra er sú að mannkyninu beri sú gæfa að grípa til þeirra aðgerða sem komið geta í veg fyrir loftslagsvandann, jafnvel þótt slíkar aðgerðir hefðu í för með sér samdrátt í efnahag og lífskjörum núverandi kynslóða, ef slíkt yrði til þess að vernda möguleika komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum og stuðla að því að þjóðin búi við heilbrigð og góð lífsskilyrði.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun