Dönsuðu í sex klukkutíma til að safna fyrir vatnsdælum Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2023 23:18 Það var mikið stuð og stemming hjá krökkunum í dansmaraþoninu. Aðsent Nemendur á miðstigi í Fossvogsskóla dönsuðu í sex klukkustundir til að safna fyrir vatnsdælum hjá Unicef. Börnin ætluðu upphaflega að safna fyrir þremur dælum en þau hafa nú safnað þrefalt hærri upphæð en þau ætluðu sér og það bætist enn í. Undanfarin tvö ár hefur Fossvogsskóli tekið þátt í alþjóðlegu Erasmus-verkefni sem er styrkt af Evrópusambandinu og snýr að vatni og ýmsum verkefnum tengdum því. Eftir verkefnavinnu og heimsóknir í samvinnuskóla erlendis komust börnin í Fossvogsskóla að þeirri niðurstöðu að aðgengi Íslendinga að vatni væri mjög gott og vatnið væri jafnframt sérstaklega hreint. Til að setja almennilegan endapunkt í verkefnið ákváðu nemendurnir í samráði við skólastjórnendur að safna fyrir þremur vatnsdælum hjá Unicef. Til að safna fyrir dælunum héldu börnin sex klukkustunda dansmaraþon með korters pásum á klukkutíma fresti og fengu aðstandendur og vini til að heita á sig. Útlitið dökkt í upphafi Fréttastofa hafði samband við Maríu Helen Eiðsdóttur, aðstoðarskólastjóra Fossvogsskóla, sem var nýkomin af dansgólfinu til að spyrja hana út í dansmaraþonið. Hún segir að hugmyndin að kaupum á vatnsdælum hafi sprottið í kjölfar Erasmus-verkefnisins. Hún hafi unnið þá hugmynd áfram með nemendaráði skólans og þau hafi endað með þá hugmynd „að hafa sex klukkutíma maraþon.“ Undir lok kvölds var kominn mikill svefngalsi í börnin.Aðsent „Krakkanir eru ellefu til þrettán ára, í fimmta til sjöunda bekk,“ segir María aðspurð um aldur barnanna sem dönsuðu í maraþoninu. Að sögn Maríu voru börnin orðin „þreytt og lúin en sjúklega glöð og ánægð og stolt af sjálfum sér“ þegar maraþoninu lauk. Þegar blaðamaður spurði hvort einhver hefði helst úr lestinni svaraði María neitandi en segir útlitið hafa verið dökkt í byrjun. „Þau héldu þetta út. Ég var pínulítið hrædd í byrjun af því þau fóru að dansa á fullri orku. Ég var hrædd um að þetta yrði búið klukkan átta og að þau myndu klára sig en þau stóðu sína plikt.“ „Eftir svona einn og hálfan tíma föttuðu þau að þau gætu ekki alveg verið á útopnu allan tímann. Þá fór aðeins að hægja á dansinum,“ segir María. Börnin hafi heldur ekki verið orðin úrvinda í lok kvölds heldur var miklu frekar svefngalsi í þeim. Safnað þrefalt meira en þau ætluðu sér „Við lögðum upp með að safna fyrir þremur dælum, alls 150 þúsund krónur. Vorum ekki viss hvað það myndu margir taka þátt,“ sagði María um upprunalegt markmið barnanna. Rétt fyrir lok dansmaraþonsins, klukkan hálf tíu, var hins vegar búið að safna 450 þúsundum, eða sem nemur níu dælum. Þegar María tilkynnti börnunum síðan um velgengnina ætlaði allt um koll að keyra segir hún. Börnin hafi öskrað af gleði og mörg þeirra fengið tár í augun. „Þetta var tilfinningarþrungin stund. Þau öskruðu af gleði,“ sagði María að lokum. Fólk má hafa samband við Fossvogsskóla og sérstaklega Maríu Helen í gegnum netfangið Maria.Helen.Eidsdottir@rvkskolar.is ef það vill styrkja verkefnið. Dans Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Krakkar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur Fossvogsskóli tekið þátt í alþjóðlegu Erasmus-verkefni sem er styrkt af Evrópusambandinu og snýr að vatni og ýmsum verkefnum tengdum því. Eftir verkefnavinnu og heimsóknir í samvinnuskóla erlendis komust börnin í Fossvogsskóla að þeirri niðurstöðu að aðgengi Íslendinga að vatni væri mjög gott og vatnið væri jafnframt sérstaklega hreint. Til að setja almennilegan endapunkt í verkefnið ákváðu nemendurnir í samráði við skólastjórnendur að safna fyrir þremur vatnsdælum hjá Unicef. Til að safna fyrir dælunum héldu börnin sex klukkustunda dansmaraþon með korters pásum á klukkutíma fresti og fengu aðstandendur og vini til að heita á sig. Útlitið dökkt í upphafi Fréttastofa hafði samband við Maríu Helen Eiðsdóttur, aðstoðarskólastjóra Fossvogsskóla, sem var nýkomin af dansgólfinu til að spyrja hana út í dansmaraþonið. Hún segir að hugmyndin að kaupum á vatnsdælum hafi sprottið í kjölfar Erasmus-verkefnisins. Hún hafi unnið þá hugmynd áfram með nemendaráði skólans og þau hafi endað með þá hugmynd „að hafa sex klukkutíma maraþon.“ Undir lok kvölds var kominn mikill svefngalsi í börnin.Aðsent „Krakkanir eru ellefu til þrettán ára, í fimmta til sjöunda bekk,“ segir María aðspurð um aldur barnanna sem dönsuðu í maraþoninu. Að sögn Maríu voru börnin orðin „þreytt og lúin en sjúklega glöð og ánægð og stolt af sjálfum sér“ þegar maraþoninu lauk. Þegar blaðamaður spurði hvort einhver hefði helst úr lestinni svaraði María neitandi en segir útlitið hafa verið dökkt í byrjun. „Þau héldu þetta út. Ég var pínulítið hrædd í byrjun af því þau fóru að dansa á fullri orku. Ég var hrædd um að þetta yrði búið klukkan átta og að þau myndu klára sig en þau stóðu sína plikt.“ „Eftir svona einn og hálfan tíma föttuðu þau að þau gætu ekki alveg verið á útopnu allan tímann. Þá fór aðeins að hægja á dansinum,“ segir María. Börnin hafi heldur ekki verið orðin úrvinda í lok kvölds heldur var miklu frekar svefngalsi í þeim. Safnað þrefalt meira en þau ætluðu sér „Við lögðum upp með að safna fyrir þremur dælum, alls 150 þúsund krónur. Vorum ekki viss hvað það myndu margir taka þátt,“ sagði María um upprunalegt markmið barnanna. Rétt fyrir lok dansmaraþonsins, klukkan hálf tíu, var hins vegar búið að safna 450 þúsundum, eða sem nemur níu dælum. Þegar María tilkynnti börnunum síðan um velgengnina ætlaði allt um koll að keyra segir hún. Börnin hafi öskrað af gleði og mörg þeirra fengið tár í augun. „Þetta var tilfinningarþrungin stund. Þau öskruðu af gleði,“ sagði María að lokum. Fólk má hafa samband við Fossvogsskóla og sérstaklega Maríu Helen í gegnum netfangið Maria.Helen.Eidsdottir@rvkskolar.is ef það vill styrkja verkefnið.
Dans Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Krakkar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels