„Við vorum í verulegri hættu“ Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar 23. apríl 2023 07:01 Sovéskir hermenn hvíla sig við vegatálma. RAX Árið 1990 lýstu Eystrasaltsríkin yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og í janúar 1991 hélt Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, utan til þess að viðurkenna sjálfstæði þeirra fyrir hönd Íslands, fyrst ríkja heims. RAX fylgdi honum út ásamt öðru fjölmiðlafólki. Sovéskar hersveitir voru á þessum tíma staðsettar í Eystrasaltsríkjunum til þess að berja niður þessa sjálfstæðistilburði og um það leyti sem íslenska föruneytið kom til Eystrasaltsins höfðu átökin harðnað verulega. „Það var búið að keyra yfir fólk á skriðdrekum.“ RAX myndaði ástandið á götum höfuðborganna en fólk flykktist út á göturnar í því óvissuástandi sem ríkti og kveikti varðelda og reisti vegatálma til að hefta för sovésku hermannanna. „Ég vissi eiginlega ekki hvað byssa er, þó ég viti hvað það er, en óttaðist þær ekki.“ RAX áttaði sig ekki á hættunni sem föruneytið var í og var hársbreidd frá því að flækjast inn í atburði sem hefur verið lýst sem þeim blóðugustu í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. Um sama leyti var stríð að brjótast út í Persaflóa og augu heimsins beindust þangað, og að auki gaus Hekla rétt fyrir brottför föruneytisins. Vegna þess hafa flestar af þessum ljósmyndum hvergi birst áður og birtast nú í fyrsta skipti í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan. Klippa: RAX augnablik - Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. RAX hefur áður verið á slóðum þar sem hætta vofir yfir. Um aldamótin fór hann til Suður-Afríku og Mósambík til þess að mynda ástandið í miklum eyðni faraldri sem geisaði í syðri hluta álfunnar. Tilgangurinn var að hefja söfnun til þess að fræða fólk á þessu svæði um sjúkdóminn en óvíst var hvort að fólkið sem hann myndaði yrði enn á lífi þegar myndirnar birtust. Klippa: RAX Augnablik - Eyðni í Afríku RAX fór líka til Síberíu til að mynda líf hreindýrahirðingja á síberísku túndrunni. Nútíminn með allri sinni tækni og þægindum er ekki einn um að ógna þessum lifnaðarháttum því með hlýnandi veðurfari bráðnar sífrerinn sífellt meir og óvíst er hvaða óværur hafa leynst þar frosnar í hundruð eða jafnvel þúsund ára. Klippa: RAX Augnablik - Hreindýrahirðingjarnir á túndrunni Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. RAX Ljósmyndun Sovétríkin Tengdar fréttir „Hann fór tvisvar til útlanda, bæði skiptin í draumi“ Hvernig er að búa sem einbúi á afskekktum stað með einungis dýr og skepnur sér til félagsskapar? RAX hefur hitt nokkra einbúa sem margir hverjir hafa fullt að segja en heyrist sjaldan í, eins og RAX kemst að orði. 16. apríl 2023 07:00 „Þetta var stórkostleg björgun“ Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt. 9. apríl 2023 07:00 Fólk ætti að vera sent til Færeyja í stað heilsuhælis „Þetta er eins og að fara aftur í tímann.“ Svona lýsir Ragnar Axelsson ljósmyndari litlu þorpi í Færeyjum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 4. desember 2022 07:00 „Ef Katla gýs þá er þetta það fyrsta sem hverfur“ „Ég er með jöklaáhuga, alveg svakalegan. Ég flýg reglulega yfir þá og mynda allt sem ég get og ætla að gera það eins lengi og ég get,“ segir ljósmyndarinn og flugmaðurinn Ragnar Axelsson. 20. nóvember 2022 07:00 RAX Augnablik: „Hann er með níu líf og er búinn með sautján“ „Ég hef svo gaman af týpum, það er svo mikið af flottum týpum úti um allt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 6. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Sovéskar hersveitir voru á þessum tíma staðsettar í Eystrasaltsríkjunum til þess að berja niður þessa sjálfstæðistilburði og um það leyti sem íslenska föruneytið kom til Eystrasaltsins höfðu átökin harðnað verulega. „Það var búið að keyra yfir fólk á skriðdrekum.“ RAX myndaði ástandið á götum höfuðborganna en fólk flykktist út á göturnar í því óvissuástandi sem ríkti og kveikti varðelda og reisti vegatálma til að hefta för sovésku hermannanna. „Ég vissi eiginlega ekki hvað byssa er, þó ég viti hvað það er, en óttaðist þær ekki.“ RAX áttaði sig ekki á hættunni sem föruneytið var í og var hársbreidd frá því að flækjast inn í atburði sem hefur verið lýst sem þeim blóðugustu í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. Um sama leyti var stríð að brjótast út í Persaflóa og augu heimsins beindust þangað, og að auki gaus Hekla rétt fyrir brottför föruneytisins. Vegna þess hafa flestar af þessum ljósmyndum hvergi birst áður og birtast nú í fyrsta skipti í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan. Klippa: RAX augnablik - Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. RAX hefur áður verið á slóðum þar sem hætta vofir yfir. Um aldamótin fór hann til Suður-Afríku og Mósambík til þess að mynda ástandið í miklum eyðni faraldri sem geisaði í syðri hluta álfunnar. Tilgangurinn var að hefja söfnun til þess að fræða fólk á þessu svæði um sjúkdóminn en óvíst var hvort að fólkið sem hann myndaði yrði enn á lífi þegar myndirnar birtust. Klippa: RAX Augnablik - Eyðni í Afríku RAX fór líka til Síberíu til að mynda líf hreindýrahirðingja á síberísku túndrunni. Nútíminn með allri sinni tækni og þægindum er ekki einn um að ógna þessum lifnaðarháttum því með hlýnandi veðurfari bráðnar sífrerinn sífellt meir og óvíst er hvaða óværur hafa leynst þar frosnar í hundruð eða jafnvel þúsund ára. Klippa: RAX Augnablik - Hreindýrahirðingjarnir á túndrunni Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
RAX Ljósmyndun Sovétríkin Tengdar fréttir „Hann fór tvisvar til útlanda, bæði skiptin í draumi“ Hvernig er að búa sem einbúi á afskekktum stað með einungis dýr og skepnur sér til félagsskapar? RAX hefur hitt nokkra einbúa sem margir hverjir hafa fullt að segja en heyrist sjaldan í, eins og RAX kemst að orði. 16. apríl 2023 07:00 „Þetta var stórkostleg björgun“ Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt. 9. apríl 2023 07:00 Fólk ætti að vera sent til Færeyja í stað heilsuhælis „Þetta er eins og að fara aftur í tímann.“ Svona lýsir Ragnar Axelsson ljósmyndari litlu þorpi í Færeyjum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 4. desember 2022 07:00 „Ef Katla gýs þá er þetta það fyrsta sem hverfur“ „Ég er með jöklaáhuga, alveg svakalegan. Ég flýg reglulega yfir þá og mynda allt sem ég get og ætla að gera það eins lengi og ég get,“ segir ljósmyndarinn og flugmaðurinn Ragnar Axelsson. 20. nóvember 2022 07:00 RAX Augnablik: „Hann er með níu líf og er búinn með sautján“ „Ég hef svo gaman af týpum, það er svo mikið af flottum týpum úti um allt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 6. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Hann fór tvisvar til útlanda, bæði skiptin í draumi“ Hvernig er að búa sem einbúi á afskekktum stað með einungis dýr og skepnur sér til félagsskapar? RAX hefur hitt nokkra einbúa sem margir hverjir hafa fullt að segja en heyrist sjaldan í, eins og RAX kemst að orði. 16. apríl 2023 07:00
„Þetta var stórkostleg björgun“ Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt. 9. apríl 2023 07:00
Fólk ætti að vera sent til Færeyja í stað heilsuhælis „Þetta er eins og að fara aftur í tímann.“ Svona lýsir Ragnar Axelsson ljósmyndari litlu þorpi í Færeyjum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 4. desember 2022 07:00
„Ef Katla gýs þá er þetta það fyrsta sem hverfur“ „Ég er með jöklaáhuga, alveg svakalegan. Ég flýg reglulega yfir þá og mynda allt sem ég get og ætla að gera það eins lengi og ég get,“ segir ljósmyndarinn og flugmaðurinn Ragnar Axelsson. 20. nóvember 2022 07:00
RAX Augnablik: „Hann er með níu líf og er búinn með sautján“ „Ég hef svo gaman af týpum, það er svo mikið af flottum týpum úti um allt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 6. nóvember 2022 07:00