Spá því að verðbólgan lækki um 0,3 prósentustig Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2023 10:37 Gangi spá Landsbankans eftir fer verðbólgan niður fyrir átta prósent í júlí. VÍSIR/VILHELM Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan lækki úr 9,8 prósentum í 9,5 prósent í aprílmánuði. Spáin næstu mánuði gerir ráð fyrir því að verðbólga lækki og fari niður fyrir átta prósent í júlí. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59 prósent milli mánaða í mars og dróst þá ársverðbólgan niður í 9,8 prósent. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans er því spáð að vísitalan hækki um eitt prósent milli mánaða en gangi það eftir mun ársverðbólga lækka í 9,5 prósent. Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er: Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu. Síðastliðið ár hefur verðið á kaffi, tei og kakói hækkað mest eða um 17,7 prósent. Næst kemur grænmeti í 17,5 prósentum og svo kjöt í 16,5 prósentum. Hagfræðideildin segir íbúðaverð hafa hækkað óvenjulega mikið milli mánaða í mars eða um 1,5 prósent. Það er mesta hækkunin síðan í júní í fyrra og mun hafa áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs. Spáir deildin því að verðbólgan muni halda áfram að lækka næstu mánuði og fara niður fyrir átta prósentin í júlí. Neytendur Fjármál heimilisins Landsbankinn Íslenskir bankar Verðlag Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59 prósent milli mánaða í mars og dróst þá ársverðbólgan niður í 9,8 prósent. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans er því spáð að vísitalan hækki um eitt prósent milli mánaða en gangi það eftir mun ársverðbólga lækka í 9,5 prósent. Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er: Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu. Síðastliðið ár hefur verðið á kaffi, tei og kakói hækkað mest eða um 17,7 prósent. Næst kemur grænmeti í 17,5 prósentum og svo kjöt í 16,5 prósentum. Hagfræðideildin segir íbúðaverð hafa hækkað óvenjulega mikið milli mánaða í mars eða um 1,5 prósent. Það er mesta hækkunin síðan í júní í fyrra og mun hafa áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs. Spáir deildin því að verðbólgan muni halda áfram að lækka næstu mánuði og fara niður fyrir átta prósentin í júlí.
Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er: Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu.
Neytendur Fjármál heimilisins Landsbankinn Íslenskir bankar Verðlag Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira