Bayern München þurfti kraftaverk til að komast áfram eftir 3-0 tap í fyrri leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það gekk ekki eftir en leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli.
Leikurinn var nokkuð hraður og skemmtilegur en ekki mikið um opin færi framan af. Dayot Upamecano var áfram í sviðsljósinu en hann var rekinn af velli í fyrri hálfleik. Það er þangað til myndbandsdómari leiksins skarst í leikinn og rauða spjaldið var dregið til baka vegna rangstöðu í aðdraganda þess.
Dayot Upamecano saved by the offside flag pic.twitter.com/Lp8yXzryvo
— B/R Football (@brfootball) April 19, 2023
Upamecano fékk einnig boltann í hendina innan vítateigs í fyrri hálfleik og vítaspyrna dæmd. Erling Braut Håland fór á vítapunktinn en þurfti að bíða dágóða stund með að taka spyrnuna. Virtist það fara í Norðmanninn sem negldi yfir og staðan markalaus í hálfleik.
Håland lét það ekki á sig fá og kom Man City yfir í síðari hálfleik þegar hann þrumaði boltanum í netið eftir að Upamecano renndi sér á rassinn í von um að stöðva framherjann. Þetta var 48. mark framherjans í aðeins 41 leik á tímabilinu.
Heimamenn fengu einnig vítaspyrnu undir lok leiks þegar boltinn fór í hendi varnarmanns Man City. Joshua Kimmich fór á punktinn og jafnaði metin í 1-1. Reyndust það lokatölur leiksins og Man City vinnur einvígið því 4-1.
3 - Manchester City are only the third English team to qualify for the UEFA Champions League semi-finals in three consecutive seasons, along with Chelsea and Manchester United (both 2006-07 to 2008-09). March. pic.twitter.com/4IgHA3ZG1c
— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2023
Lærisveinar Pep Guardiola eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð. Annað árið í röð mæta þeir Real Madríd. Nágrannaliðin AC Milan og Inter Milan mætast í hinum undanúrslitaleiknum.