Aron og kærastan hans, Erna María Björnsdóttir, eignuðust dreng 3. apríl síðastliðinn.
Óhætt er að segja að Aron hafi verið spenntur fyrir föðurhlutverkinu þar sem hann birti stærðarinnar sónarmynd á breiðtjaldi á afmælistónleikum sínum í Hörpu í nóvember í fyrra, ásamt því að birta reglulega óléttumyndir af Ernu á Instagram.

Aron hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og var hann valinn söngvari ársins 2022 á Hlustendaverðlaununum
Saman rekur parið veitingastaðinn Stund sem staðsett er í Veru mathöll í Grósku í Vatnsmýri. Þau reka staðinn með parinu Aroni Már Ólafssyni leikara, betur þekktur sem Aron Mola, og unnustu hans, Hildi Skúladóttur.