„Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Kári Mímisson skrifar 18. apríl 2023 21:14 Patrekur Jóhannesson var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Ég er stoltur af leikmönnunum mínum sem spiluðu hér í kvöld. Þrátt fyrir að ég sé svekktur þá er ég ánægður með hvernig við komum og hvernig við spiluðum alvöru leik og frábæra vörn. Auðvitað þegar leið á þá áttum við í vandræðum með að skora og fengum kannski ekki eins góð færi í seinni hálfleik og þá fjaraði aðeins undan þessu og mögulega voru Eyjamenn aðeins þéttari. Hvað á maður að segja, það vantar einhverja sjö leikmenn og svo þetta rauða spjald eins og í síðasta leik. Þetta var rangur dómur að mínu mati en þessir menn hljóta nú að vita þetta betur en ég. Þetta var auðvitað sjokk fyrir okkur en það sló okkur ekki út af laginu eins og spjaldið sem Hergeir fékk í Eyjum. Ég get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn og framlagið í dag. Í Eyjum tókum við ekki þátt í þessum barningi eins og þar er alltaf. Þar er alltaf hart tekist á og sumir krydda þetta meira en aðrir,“ sagði afar stoltur en á sama tíma svekktur Patrekur Jóhannesson eftir svekkjandi tap Stjörnunnar gegn ÍBV nú í kvöld. Patrekur gaf lítið upp hvernig næsta tímabil verður hjá liðinu. Mögulega nær hann að sannfæra einhverja lykilleikmenn að halda áfram. „Eins og alltaf verða einhverjar breytingar. Ég verð örugglega með gott lið á næsta ári. Einhverjir hætta og einhverjir halda áfram. Það kemur bara í ljós.“ Patrekur hefur nú stýrt liðinu í þrjú ár en þegar hann tók við liðinu þá talaði hann um þriggja ára plan. Hversu sáttur er þjálfarinn með þessi þrjú ár? „2007/2008 var held ég síðasti titillinn svo var Stjarnan í fyrstu deild og fór upp og alltaf aftur niður. Núna erum við í kringum 25 stigin. Okkar markmið var að vera í efstu fjórum sætunum og við vorum tveimur stigum frá því. Margt búið að gerast á þessum þremur árum. Margt sem hefur gengið upp en auðvitað hefði maður viljað aðeins meira. Eins og núna í dag þá hefði maður viljað fara til Eyja og það hefði orðið alveg rosalegur leikur. Svona í heildina þá erum við búnir að breyta miklu og Stjarnan er orðið miklu betra lið en það var fyrir þremur, fjórum árum. Þá var liðið varla að komast í úrslitakeppnina. “ Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
„Ég er stoltur af leikmönnunum mínum sem spiluðu hér í kvöld. Þrátt fyrir að ég sé svekktur þá er ég ánægður með hvernig við komum og hvernig við spiluðum alvöru leik og frábæra vörn. Auðvitað þegar leið á þá áttum við í vandræðum með að skora og fengum kannski ekki eins góð færi í seinni hálfleik og þá fjaraði aðeins undan þessu og mögulega voru Eyjamenn aðeins þéttari. Hvað á maður að segja, það vantar einhverja sjö leikmenn og svo þetta rauða spjald eins og í síðasta leik. Þetta var rangur dómur að mínu mati en þessir menn hljóta nú að vita þetta betur en ég. Þetta var auðvitað sjokk fyrir okkur en það sló okkur ekki út af laginu eins og spjaldið sem Hergeir fékk í Eyjum. Ég get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn og framlagið í dag. Í Eyjum tókum við ekki þátt í þessum barningi eins og þar er alltaf. Þar er alltaf hart tekist á og sumir krydda þetta meira en aðrir,“ sagði afar stoltur en á sama tíma svekktur Patrekur Jóhannesson eftir svekkjandi tap Stjörnunnar gegn ÍBV nú í kvöld. Patrekur gaf lítið upp hvernig næsta tímabil verður hjá liðinu. Mögulega nær hann að sannfæra einhverja lykilleikmenn að halda áfram. „Eins og alltaf verða einhverjar breytingar. Ég verð örugglega með gott lið á næsta ári. Einhverjir hætta og einhverjir halda áfram. Það kemur bara í ljós.“ Patrekur hefur nú stýrt liðinu í þrjú ár en þegar hann tók við liðinu þá talaði hann um þriggja ára plan. Hversu sáttur er þjálfarinn með þessi þrjú ár? „2007/2008 var held ég síðasti titillinn svo var Stjarnan í fyrstu deild og fór upp og alltaf aftur niður. Núna erum við í kringum 25 stigin. Okkar markmið var að vera í efstu fjórum sætunum og við vorum tveimur stigum frá því. Margt búið að gerast á þessum þremur árum. Margt sem hefur gengið upp en auðvitað hefði maður viljað aðeins meira. Eins og núna í dag þá hefði maður viljað fara til Eyja og það hefði orðið alveg rosalegur leikur. Svona í heildina þá erum við búnir að breyta miklu og Stjarnan er orðið miklu betra lið en það var fyrir þremur, fjórum árum. Þá var liðið varla að komast í úrslitakeppnina. “
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40