„Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Kári Mímisson skrifar 18. apríl 2023 21:14 Patrekur Jóhannesson var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Ég er stoltur af leikmönnunum mínum sem spiluðu hér í kvöld. Þrátt fyrir að ég sé svekktur þá er ég ánægður með hvernig við komum og hvernig við spiluðum alvöru leik og frábæra vörn. Auðvitað þegar leið á þá áttum við í vandræðum með að skora og fengum kannski ekki eins góð færi í seinni hálfleik og þá fjaraði aðeins undan þessu og mögulega voru Eyjamenn aðeins þéttari. Hvað á maður að segja, það vantar einhverja sjö leikmenn og svo þetta rauða spjald eins og í síðasta leik. Þetta var rangur dómur að mínu mati en þessir menn hljóta nú að vita þetta betur en ég. Þetta var auðvitað sjokk fyrir okkur en það sló okkur ekki út af laginu eins og spjaldið sem Hergeir fékk í Eyjum. Ég get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn og framlagið í dag. Í Eyjum tókum við ekki þátt í þessum barningi eins og þar er alltaf. Þar er alltaf hart tekist á og sumir krydda þetta meira en aðrir,“ sagði afar stoltur en á sama tíma svekktur Patrekur Jóhannesson eftir svekkjandi tap Stjörnunnar gegn ÍBV nú í kvöld. Patrekur gaf lítið upp hvernig næsta tímabil verður hjá liðinu. Mögulega nær hann að sannfæra einhverja lykilleikmenn að halda áfram. „Eins og alltaf verða einhverjar breytingar. Ég verð örugglega með gott lið á næsta ári. Einhverjir hætta og einhverjir halda áfram. Það kemur bara í ljós.“ Patrekur hefur nú stýrt liðinu í þrjú ár en þegar hann tók við liðinu þá talaði hann um þriggja ára plan. Hversu sáttur er þjálfarinn með þessi þrjú ár? „2007/2008 var held ég síðasti titillinn svo var Stjarnan í fyrstu deild og fór upp og alltaf aftur niður. Núna erum við í kringum 25 stigin. Okkar markmið var að vera í efstu fjórum sætunum og við vorum tveimur stigum frá því. Margt búið að gerast á þessum þremur árum. Margt sem hefur gengið upp en auðvitað hefði maður viljað aðeins meira. Eins og núna í dag þá hefði maður viljað fara til Eyja og það hefði orðið alveg rosalegur leikur. Svona í heildina þá erum við búnir að breyta miklu og Stjarnan er orðið miklu betra lið en það var fyrir þremur, fjórum árum. Þá var liðið varla að komast í úrslitakeppnina. “ Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
„Ég er stoltur af leikmönnunum mínum sem spiluðu hér í kvöld. Þrátt fyrir að ég sé svekktur þá er ég ánægður með hvernig við komum og hvernig við spiluðum alvöru leik og frábæra vörn. Auðvitað þegar leið á þá áttum við í vandræðum með að skora og fengum kannski ekki eins góð færi í seinni hálfleik og þá fjaraði aðeins undan þessu og mögulega voru Eyjamenn aðeins þéttari. Hvað á maður að segja, það vantar einhverja sjö leikmenn og svo þetta rauða spjald eins og í síðasta leik. Þetta var rangur dómur að mínu mati en þessir menn hljóta nú að vita þetta betur en ég. Þetta var auðvitað sjokk fyrir okkur en það sló okkur ekki út af laginu eins og spjaldið sem Hergeir fékk í Eyjum. Ég get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn og framlagið í dag. Í Eyjum tókum við ekki þátt í þessum barningi eins og þar er alltaf. Þar er alltaf hart tekist á og sumir krydda þetta meira en aðrir,“ sagði afar stoltur en á sama tíma svekktur Patrekur Jóhannesson eftir svekkjandi tap Stjörnunnar gegn ÍBV nú í kvöld. Patrekur gaf lítið upp hvernig næsta tímabil verður hjá liðinu. Mögulega nær hann að sannfæra einhverja lykilleikmenn að halda áfram. „Eins og alltaf verða einhverjar breytingar. Ég verð örugglega með gott lið á næsta ári. Einhverjir hætta og einhverjir halda áfram. Það kemur bara í ljós.“ Patrekur hefur nú stýrt liðinu í þrjú ár en þegar hann tók við liðinu þá talaði hann um þriggja ára plan. Hversu sáttur er þjálfarinn með þessi þrjú ár? „2007/2008 var held ég síðasti titillinn svo var Stjarnan í fyrstu deild og fór upp og alltaf aftur niður. Núna erum við í kringum 25 stigin. Okkar markmið var að vera í efstu fjórum sætunum og við vorum tveimur stigum frá því. Margt búið að gerast á þessum þremur árum. Margt sem hefur gengið upp en auðvitað hefði maður viljað aðeins meira. Eins og núna í dag þá hefði maður viljað fara til Eyja og það hefði orðið alveg rosalegur leikur. Svona í heildina þá erum við búnir að breyta miklu og Stjarnan er orðið miklu betra lið en það var fyrir þremur, fjórum árum. Þá var liðið varla að komast í úrslitakeppnina. “
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40