Færslurnar leiðréttar og korthafar þurfi ekki að hafa áhyggjur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 12:55 Hefur það verið gagnrýnt að breyting Mastercard hafi verið gerð um helgi. Allar röngu færslurnar sem fóru í gegnum kerfi Rapyd um helgina hafa verið leiðréttar en bankarnir geta verið mislengi að lesa inn leiðréttinguna hjá viðskiptavinum. Jónína Ingvadóttir, markaðsstjóri Rapyd segir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af fjármunum sínum. „Engin vandamál eða villur tengt þessu atviki hafa komið upp í framhaldinu hjá Rapyd,“ segir Jónína. En Rapyd hefur umsjón með sölu og viðskiptatengslum við innlenda útgefendur greiðslukorta og annast umsýslu með útgáfu korta fyrir þeirra hönd. Eins og Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá setti niðurfelling aura í greiðslukortakerfum færslur í uppnám, bæði fyrir og eftir helgi. Vandamál komu upp hjá VISA korthöfum á föstudag þegar færslur í Danmörku hundraðfölduðust. Það sama gerðist hjá Mastercard korthöfum á mánudag, eftir að aurarnir voru felldir niður í því kerfi á laugardag. En þá var vandinn ekki bundinn við Danmörku og villan gekk í báðar áttir. Það er að færslur annað hvort hundraðfölduðust eða deildust með hundrað. Réðu ekki tímasetningunni „Breytingin hafði lítil sem engin áhrif hjá Rapyd vegna færslna frá VISA og Amex,“ segir Jónína. „Þegar villa kom í ljós að morgni 17. apríl vegna Mastercard færslna sendi Rapyd leiðréttingarskrár sem voru mótteknar af MasterCard klukkan 10:01. Þar með var málið leiðrétt gagnvart Mastercard.“ Það sé svo undir hverjum útgáfubanka að lesa inn leiðréttinguna og getur sú meðhöndlun tekið mislangan tíma. Jónína segir að Rapyd harmi þau óþægindi sem villurnar höfðu í för með sér. Rapyd hafi ekki haft neina aðkomu að ákvarðanatöku um niðurfellingu aurana heldur kortafyrirtækin sjálf. Heldur ekki tímasetninguna á breytingunni. En það hefur verið gagnrýnt að breytingin hafi verið gerð um helgi. Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun Villur hafa komið upp á Mastercard greiðslukortum Íslandsbanka eftir aurarnir voru felldir niður á laugardag. Villurnar eru hins vegar að koma fram núna í morgun. Dæmi eru um að færslur séu að hundraðfaldast, en einnig eru villur í hina áttina. 17. apríl 2023 11:27 Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Sjá meira
„Engin vandamál eða villur tengt þessu atviki hafa komið upp í framhaldinu hjá Rapyd,“ segir Jónína. En Rapyd hefur umsjón með sölu og viðskiptatengslum við innlenda útgefendur greiðslukorta og annast umsýslu með útgáfu korta fyrir þeirra hönd. Eins og Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá setti niðurfelling aura í greiðslukortakerfum færslur í uppnám, bæði fyrir og eftir helgi. Vandamál komu upp hjá VISA korthöfum á föstudag þegar færslur í Danmörku hundraðfölduðust. Það sama gerðist hjá Mastercard korthöfum á mánudag, eftir að aurarnir voru felldir niður í því kerfi á laugardag. En þá var vandinn ekki bundinn við Danmörku og villan gekk í báðar áttir. Það er að færslur annað hvort hundraðfölduðust eða deildust með hundrað. Réðu ekki tímasetningunni „Breytingin hafði lítil sem engin áhrif hjá Rapyd vegna færslna frá VISA og Amex,“ segir Jónína. „Þegar villa kom í ljós að morgni 17. apríl vegna Mastercard færslna sendi Rapyd leiðréttingarskrár sem voru mótteknar af MasterCard klukkan 10:01. Þar með var málið leiðrétt gagnvart Mastercard.“ Það sé svo undir hverjum útgáfubanka að lesa inn leiðréttinguna og getur sú meðhöndlun tekið mislangan tíma. Jónína segir að Rapyd harmi þau óþægindi sem villurnar höfðu í för með sér. Rapyd hafi ekki haft neina aðkomu að ákvarðanatöku um niðurfellingu aurana heldur kortafyrirtækin sjálf. Heldur ekki tímasetninguna á breytingunni. En það hefur verið gagnrýnt að breytingin hafi verið gerð um helgi.
Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun Villur hafa komið upp á Mastercard greiðslukortum Íslandsbanka eftir aurarnir voru felldir niður á laugardag. Villurnar eru hins vegar að koma fram núna í morgun. Dæmi eru um að færslur séu að hundraðfaldast, en einnig eru villur í hina áttina. 17. apríl 2023 11:27 Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Sjá meira
Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun Villur hafa komið upp á Mastercard greiðslukortum Íslandsbanka eftir aurarnir voru felldir niður á laugardag. Villurnar eru hins vegar að koma fram núna í morgun. Dæmi eru um að færslur séu að hundraðfaldast, en einnig eru villur í hina áttina. 17. apríl 2023 11:27
Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22
Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25
Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10