Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í fréttatímanum verður fjallað um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að heimila kjarnorkuknúnum kafbátum að hafa viðkomu hér við land.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem barst í morgun en við heyrum í forsætisráðherra um málið að loknum ríkisstjórnarfundi sem nú stendur yfir. 

Þá fjöllum við um aukna ásókn í styrktarsjóði félagsins en formaður VR segir ásóknina hafa aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn tók enda. 

Einnig fjöllum við um nýjar tölur frá Hagstofunni þar sem kemur fram að fjórtán prósent nemenda við grunnskóla landsins hafa erlent móðurmál en þeim hefur fjölgað mikið á milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×