Háskólinn glímir við gervigreindina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2023 20:39 Stefán segir að í gervigreind séu fólgin tækifæri, ekki síður en áskoranir. Samsett Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri. Ríkisútvarpið hefur það eftir Sigurði Magnúsi Garðarssyni, forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, að mál nemendanna séu nú í ferli. Þau séu litin sömu augum og annað svindl. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafn Jónsson, forseti Félagsvísindasviðs, að slík mál hafi ekki komið upp innan sviðsins. Þó sé starfsfólk vel meðvitað um þann möguleika að svo verði. „Við erum aðeins að byrja að glíma við þá áskorun sem felst í þessari tækni. Á miðvikudaginn verðum við með þing þar sem við fáum erindi sem fjalla um þetta. Bæði þær áskoranir sem felast í þessu en það eru auðvitað líka tækifæri í þessu. Við erum að stíga fyrstu sporin í þessu," segir Stefán Hrafn. Góð í sumu, ekki öðru Hann segir mikilvægt að ná utan um það hvers gervigreind er megnug í dag. Sjá hvað hún getur og hvað hún getur ekki. „Ég hef verið að prófa mig aðeins áfram í þessu. Þetta virðist geta gert sumt vel, en annað verr,“ segir Stefán og vísar þar til ChatGPT, sem er eitt vinsælasta gervigreindarforrit á vefnum í dag. „Þetta er að einhverju leyti eltingaleikur. Hvort kemur á undan, vörnin eða vörn gegn vörninni. Það er til búnaður sem greinir hvort texti sé úr svona forriti eða ekki, og svo eru til leiðir til að komast fram hjá því,“ útskýrir Stefán. Fer gegn grunnreglum Hann segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig farið yrði með verkefni sem nemendur skila inn sem sínum eigin en hafa verið unnin af gervigreind, að hluta eða í heild sinni. Þó sé margt í slíkum tilfellum sem líkist svindli eða ritstuldi. „Þetta er að einhverju leyti svipað. Ef þú ert með texta sem þú skrifar ekki sjálfur en segir að séu þín skrif, þá fer það að einhverju leyti gegn reglum um meðferð heimilda.“ Gervigreind Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00 ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 31. mars 2023 16:54 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur það eftir Sigurði Magnúsi Garðarssyni, forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, að mál nemendanna séu nú í ferli. Þau séu litin sömu augum og annað svindl. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafn Jónsson, forseti Félagsvísindasviðs, að slík mál hafi ekki komið upp innan sviðsins. Þó sé starfsfólk vel meðvitað um þann möguleika að svo verði. „Við erum aðeins að byrja að glíma við þá áskorun sem felst í þessari tækni. Á miðvikudaginn verðum við með þing þar sem við fáum erindi sem fjalla um þetta. Bæði þær áskoranir sem felast í þessu en það eru auðvitað líka tækifæri í þessu. Við erum að stíga fyrstu sporin í þessu," segir Stefán Hrafn. Góð í sumu, ekki öðru Hann segir mikilvægt að ná utan um það hvers gervigreind er megnug í dag. Sjá hvað hún getur og hvað hún getur ekki. „Ég hef verið að prófa mig aðeins áfram í þessu. Þetta virðist geta gert sumt vel, en annað verr,“ segir Stefán og vísar þar til ChatGPT, sem er eitt vinsælasta gervigreindarforrit á vefnum í dag. „Þetta er að einhverju leyti eltingaleikur. Hvort kemur á undan, vörnin eða vörn gegn vörninni. Það er til búnaður sem greinir hvort texti sé úr svona forriti eða ekki, og svo eru til leiðir til að komast fram hjá því,“ útskýrir Stefán. Fer gegn grunnreglum Hann segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig farið yrði með verkefni sem nemendur skila inn sem sínum eigin en hafa verið unnin af gervigreind, að hluta eða í heild sinni. Þó sé margt í slíkum tilfellum sem líkist svindli eða ritstuldi. „Þetta er að einhverju leyti svipað. Ef þú ert með texta sem þú skrifar ekki sjálfur en segir að séu þín skrif, þá fer það að einhverju leyti gegn reglum um meðferð heimilda.“
Gervigreind Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00 ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 31. mars 2023 16:54 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00
ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 31. mars 2023 16:54
Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?