Íslenska leiðin og arður orkulinda Valur Ægisson skrifar 18. apríl 2023 10:00 Stórnotendur raforku greiddu á síðasta ári $43 fyrir hverja MWst, sem er það hæsta í sögu Landsvirkjunar. Sú tala jafngildir 5,8 kr. á kWst. Heildsölumarkaðurinn greiddi á sama tíma að meðaltali 4,6 kr. á kWst, eða 1,20 krónum minna, fyrir grunnorku sem er sambærileg vara og stórnotendur kaupa. Þegar fullyrt er að fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni sé afar slakur og það rakið til þess að stórnotendur greiði allt of lágt verð fyrir orkuna þá er það beinlínis rangt. Meðalverð Landsvirkjunar til stórnotenda og heildsölumarkaðarins er nú sambærilegt, eftir góðan árangur í endursamningum við stærstu viðskiptavini okkar. Undanfarin misseri hefur heildsölumarkaðurinn greitt lægra verð en stóriðjan fyrir sambærilega vöru. Nú er svo komið að hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Villandi útúrsnúningar Framkvæmdastjóra Landverndar á að vera vel kunnugt um hver verðþróun til stóriðju hefur verið en fer þó mikinn í grein sem ber fyrirsögnina Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu. Tölurnar sem vísað er til í greininni eru í besta falli villandi, til dæmis kýs framkvæmdastjórinn að styðjast við ársreikning Landvirkjunar fyrir árið 2020 og var þó ársreikningur síðasta árs og allra ára þar á milli löngu kominn út þegar greinin birtist. Umfjöllun um margra ára gamlar úreltar tölur er undarlegur grunnur gagnrýni. En ef réttra upplýsinga hefði verið aflað hefðu fullyrðingar um tugmilljarða króna meðgjöf til stóriðjunnar auðvitað fallið dauðar. Það verð, sem hér er rætt um þegar talað er um stórnotendur og heildsölumarkað, er að sjálfsögðu verðið sem Landsvirkjun selur orkuna á. Stórnotendur fá orkuna afhenta beint en á heildsölumarkaði taka sölufyrirtæki við og þjónusta almennan markað. Ofan á raforkuverðið á heildsölumarkaði leggst álagning sölufyrirtækja, kostnaður við flutning og dreifingu. Þegar rafmagnið sem Landsvirkjun selur er komið í innstungur heimila rennur um fjórðungur verðsins til Landsvirkjunar, þrír fjórðu er annar kostnaður. Tugmilljarða arðgreiðslur Við lýstum því yfir á sínum tíma að þörf væri á að endurskoða samninga við stórnotendur enda væri afsláttur vegna magnkaupa of mikill og tímabært að stórfyrirtækin borguðu hér sambærilegt raforkuverð og önnur slík fyrirtæki gera í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Nú hefur þetta gengið eftir. Landsvirkjun hefur endursamið við alla stærstu viðskiptavini sína, að Alcoa undanskildu, en þar styttist í endurskoðun samninga. Eins og lesa má úr ársreikningum, sem aðgengilegir eru hverjum sem er á heimasíðu Landsvirkjunar, hafa tekjur fyrirtækisins aukist um tugi milljarða með endursamningum við stóriðjuna, sem hefur svo leitt til stórhækkaðra arðgreiðslna til eigenda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar. Afkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og vænta má að aðalfundur þess samþykki síðar í þessum mánuði tillögu stjórnar um 20 milljarða kr. arð til ríkissjóðs. Hvergi í heiminum myndi slíkt teljast met í lélegri frammistöðu. Við hjá Landsvirkjun tökum allri umræðu um starfsemi fyrirtækisins fagnandi, enda erum við vel meðvituð um þá skyldu orkufyrirtækis þjóðarinnar að veita góðar og skýrar upplýsingar um hvaðeina sem snertir reksturinn. Hlutverk okkar er sem fyrr að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Fullyrðingar um að þjóðin beri skarðan hlut frá borði vegna orkusölu Landsvirkjunar eiga sér engan stuðning í raunveruleikanum. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Valur Ægisson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stórnotendur raforku greiddu á síðasta ári $43 fyrir hverja MWst, sem er það hæsta í sögu Landsvirkjunar. Sú tala jafngildir 5,8 kr. á kWst. Heildsölumarkaðurinn greiddi á sama tíma að meðaltali 4,6 kr. á kWst, eða 1,20 krónum minna, fyrir grunnorku sem er sambærileg vara og stórnotendur kaupa. Þegar fullyrt er að fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni sé afar slakur og það rakið til þess að stórnotendur greiði allt of lágt verð fyrir orkuna þá er það beinlínis rangt. Meðalverð Landsvirkjunar til stórnotenda og heildsölumarkaðarins er nú sambærilegt, eftir góðan árangur í endursamningum við stærstu viðskiptavini okkar. Undanfarin misseri hefur heildsölumarkaðurinn greitt lægra verð en stóriðjan fyrir sambærilega vöru. Nú er svo komið að hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Villandi útúrsnúningar Framkvæmdastjóra Landverndar á að vera vel kunnugt um hver verðþróun til stóriðju hefur verið en fer þó mikinn í grein sem ber fyrirsögnina Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu. Tölurnar sem vísað er til í greininni eru í besta falli villandi, til dæmis kýs framkvæmdastjórinn að styðjast við ársreikning Landvirkjunar fyrir árið 2020 og var þó ársreikningur síðasta árs og allra ára þar á milli löngu kominn út þegar greinin birtist. Umfjöllun um margra ára gamlar úreltar tölur er undarlegur grunnur gagnrýni. En ef réttra upplýsinga hefði verið aflað hefðu fullyrðingar um tugmilljarða króna meðgjöf til stóriðjunnar auðvitað fallið dauðar. Það verð, sem hér er rætt um þegar talað er um stórnotendur og heildsölumarkað, er að sjálfsögðu verðið sem Landsvirkjun selur orkuna á. Stórnotendur fá orkuna afhenta beint en á heildsölumarkaði taka sölufyrirtæki við og þjónusta almennan markað. Ofan á raforkuverðið á heildsölumarkaði leggst álagning sölufyrirtækja, kostnaður við flutning og dreifingu. Þegar rafmagnið sem Landsvirkjun selur er komið í innstungur heimila rennur um fjórðungur verðsins til Landsvirkjunar, þrír fjórðu er annar kostnaður. Tugmilljarða arðgreiðslur Við lýstum því yfir á sínum tíma að þörf væri á að endurskoða samninga við stórnotendur enda væri afsláttur vegna magnkaupa of mikill og tímabært að stórfyrirtækin borguðu hér sambærilegt raforkuverð og önnur slík fyrirtæki gera í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Nú hefur þetta gengið eftir. Landsvirkjun hefur endursamið við alla stærstu viðskiptavini sína, að Alcoa undanskildu, en þar styttist í endurskoðun samninga. Eins og lesa má úr ársreikningum, sem aðgengilegir eru hverjum sem er á heimasíðu Landsvirkjunar, hafa tekjur fyrirtækisins aukist um tugi milljarða með endursamningum við stóriðjuna, sem hefur svo leitt til stórhækkaðra arðgreiðslna til eigenda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar. Afkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og vænta má að aðalfundur þess samþykki síðar í þessum mánuði tillögu stjórnar um 20 milljarða kr. arð til ríkissjóðs. Hvergi í heiminum myndi slíkt teljast met í lélegri frammistöðu. Við hjá Landsvirkjun tökum allri umræðu um starfsemi fyrirtækisins fagnandi, enda erum við vel meðvituð um þá skyldu orkufyrirtækis þjóðarinnar að veita góðar og skýrar upplýsingar um hvaðeina sem snertir reksturinn. Hlutverk okkar er sem fyrr að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Fullyrðingar um að þjóðin beri skarðan hlut frá borði vegna orkusölu Landsvirkjunar eiga sér engan stuðning í raunveruleikanum. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun