Varamaðurinn Rui hetja Lakers | Giannis meiddist á baki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 09:30 Lakers vann fyrsta leikinn gegn Memphis. Justin Ford/Getty Images Los Angeles Lakers byrjar úrslitakeppni NBA-deildarinnar af krafti en liðið vann 16 stiga sigur á Memphis Grizzlies í gærkvöld. Varamaðurinn Rui Hachimura nýtti mínúturnar sínar heldur betur vel. Milwaukee Bucks tapaði fyrir Miami Heat eftir að Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn í fyrsta leikhluta vegna meiðsla. Alls fóru fjórir leikir fram í úrslitakeppninni í nótt. Ásamt leikjunum nefndum hér að ofan þá vann Los Angeles Clippers góðan sigur á Phoenix Suns ásamt því að Denver Nuggets valtaði yfir Minnesota Timberwolves. Lakers hélt til Memphis og hóf seríuna á frábærum sigri. Lakers byrjuðu af krafti og leiddu með fimm stigum eftir 1. leikhluta. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en liðin skiptust á að taka nokkurra stiga skorpur en þegar flautað var til hálfleiks var Memphis komið sex stigum yfir. AD went to the locker room with a right arm injury after a collision with Jaren Jackson Jr. pic.twitter.com/cKpck1Agji— Bleacher Report (@BleacherReport) April 16, 2023 Undir lok fyrri hálfleiks virtist Anthony Davis meiðast illa en hann sneri til baka í síðari hálfleik, sem betur fer fyrir Lakers. Það var jafnt á nærri öllum tölum í síðari hálfleik en undir lok leiks meiddist Ja Morant og svo hrundi leikur Grizzlies eins og spilaborg í blálokin. Lakers skoraði síðustu 15 stig leiksins og unnu fyrsta leik seríunnar með 16 stigum, lokatölur 112-128. Jaren Jackson Jr. var stigahæstur í liði Memphis með 31 stig, Desmbond Bane skoraði 22 og Ja Morant 18 stig. Hjá Lakers var Hachimura stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka 6 fráköst. Hann varð með því stigahæsti varamaður í sögu Lakers. RUI. HACHIMURA.29 PTS, 6 REB, 5 3PM, 11/14 FG Lakers take Game 1 in Memphis. pic.twitter.com/kocNoHj1X1— NBA (@NBA) April 16, 2023 Þar á eftir kom Austin Reaves með 23 stig, Anthony Davis skoraði 22 stig og tók 12 fráköst á meðan LeBron James skoraði 21 stig og tók 11 fráköst. BIG TIME showing by Austin Reaves (23 PTS, 3 REB, 4 AST) as the Lakers take Game 1 in Memphis He dropped 14 PTS in Q4 and didn't miss a shot in the 2nd half. pic.twitter.com/OCEJvfdQj8— NBA (@NBA) April 16, 2023 Kevin Durant tapaði loks í treyju Phoenix Suns. Kawhi Leonard, Russell Westbrook og félagar í Clippers sáu til þess. Segja má að frábær byrjun hafi lagt grunninn að sigri Clippers. Á meðan Suns skoruðu aðeins 18 stig í fyrsta leikhluta settu leikmenn Clippers niður 30 og komust í forskot sem Suns voru lengi að saxa niður. KAWHI WENT OFF 38 points5 rebounds5 assistsClippers win a thrilling Game 1 in Phoenix. pic.twitter.com/G1rQPOOjHe— NBA (@NBA) April 17, 2023 Kawhi Leonard fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 38 stig í liði Clippers ásamt því að taka 5 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Ivica Zubab skoraði 12 stig og tók 15 fráköst á meðan Russell Westbrook tók 10 fráköst, skoraði 9 stig og gaf 8 stoðsendingar. Westbrook var einnig frábær varnarlega undir lok leiks. BlocksBoardsStealsDefenseRuss' hustle was on in the Game 1 win. pic.twitter.com/3YJSx4IN5M— NBA (@NBA) April 17, 2023 Hjá Suns var Durant með 27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Devin Booker skorðai 26 stig. Miami Heat nýtti sér meiðsli Giannis og vann Milwaukee Bucks 130-117. Giannis spilaði aðeins 11 mínútur áður en hann meiddist á baki, munar um minna og Bucks gátu ekki kreist fram sigur án hans. Giannis with a scary fall Fortunately, he's ok pic.twitter.com/QaShNkKoUi— Bleacher Report (@BleacherReport) April 16, 2023 Jimmy Butler skoraði 35 stig í liði Miami ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. Bam Adebayo kom þar á eftir með 22 stig en alls skoruðu 7 leikmenn Miami 12 stig eða meira í nótt. Hjá Bucks var Khris Middleton stigahæstur með 33 stig á meðan Bobby Portis skoraði 21 stig. We don't call him "Jimmy G Buckets" for nothing pic.twitter.com/nH7Kd6lw7i— Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 17, 2023 Að lokum vann Denver Nuggets þægilegan 109-80 sigur á Minnesota Timberwolves. Jamal Murray var óvænt stigahæstur hjá Denver með 24 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Nikola Jokic skoraði 13 stig, tók 14 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Timberwolves var Anthony Edwards stigahæstur með 18 stig. Körfubolti NBA Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í úrslitakeppninni í nótt. Ásamt leikjunum nefndum hér að ofan þá vann Los Angeles Clippers góðan sigur á Phoenix Suns ásamt því að Denver Nuggets valtaði yfir Minnesota Timberwolves. Lakers hélt til Memphis og hóf seríuna á frábærum sigri. Lakers byrjuðu af krafti og leiddu með fimm stigum eftir 1. leikhluta. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en liðin skiptust á að taka nokkurra stiga skorpur en þegar flautað var til hálfleiks var Memphis komið sex stigum yfir. AD went to the locker room with a right arm injury after a collision with Jaren Jackson Jr. pic.twitter.com/cKpck1Agji— Bleacher Report (@BleacherReport) April 16, 2023 Undir lok fyrri hálfleiks virtist Anthony Davis meiðast illa en hann sneri til baka í síðari hálfleik, sem betur fer fyrir Lakers. Það var jafnt á nærri öllum tölum í síðari hálfleik en undir lok leiks meiddist Ja Morant og svo hrundi leikur Grizzlies eins og spilaborg í blálokin. Lakers skoraði síðustu 15 stig leiksins og unnu fyrsta leik seríunnar með 16 stigum, lokatölur 112-128. Jaren Jackson Jr. var stigahæstur í liði Memphis með 31 stig, Desmbond Bane skoraði 22 og Ja Morant 18 stig. Hjá Lakers var Hachimura stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka 6 fráköst. Hann varð með því stigahæsti varamaður í sögu Lakers. RUI. HACHIMURA.29 PTS, 6 REB, 5 3PM, 11/14 FG Lakers take Game 1 in Memphis. pic.twitter.com/kocNoHj1X1— NBA (@NBA) April 16, 2023 Þar á eftir kom Austin Reaves með 23 stig, Anthony Davis skoraði 22 stig og tók 12 fráköst á meðan LeBron James skoraði 21 stig og tók 11 fráköst. BIG TIME showing by Austin Reaves (23 PTS, 3 REB, 4 AST) as the Lakers take Game 1 in Memphis He dropped 14 PTS in Q4 and didn't miss a shot in the 2nd half. pic.twitter.com/OCEJvfdQj8— NBA (@NBA) April 16, 2023 Kevin Durant tapaði loks í treyju Phoenix Suns. Kawhi Leonard, Russell Westbrook og félagar í Clippers sáu til þess. Segja má að frábær byrjun hafi lagt grunninn að sigri Clippers. Á meðan Suns skoruðu aðeins 18 stig í fyrsta leikhluta settu leikmenn Clippers niður 30 og komust í forskot sem Suns voru lengi að saxa niður. KAWHI WENT OFF 38 points5 rebounds5 assistsClippers win a thrilling Game 1 in Phoenix. pic.twitter.com/G1rQPOOjHe— NBA (@NBA) April 17, 2023 Kawhi Leonard fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 38 stig í liði Clippers ásamt því að taka 5 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Ivica Zubab skoraði 12 stig og tók 15 fráköst á meðan Russell Westbrook tók 10 fráköst, skoraði 9 stig og gaf 8 stoðsendingar. Westbrook var einnig frábær varnarlega undir lok leiks. BlocksBoardsStealsDefenseRuss' hustle was on in the Game 1 win. pic.twitter.com/3YJSx4IN5M— NBA (@NBA) April 17, 2023 Hjá Suns var Durant með 27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Devin Booker skorðai 26 stig. Miami Heat nýtti sér meiðsli Giannis og vann Milwaukee Bucks 130-117. Giannis spilaði aðeins 11 mínútur áður en hann meiddist á baki, munar um minna og Bucks gátu ekki kreist fram sigur án hans. Giannis with a scary fall Fortunately, he's ok pic.twitter.com/QaShNkKoUi— Bleacher Report (@BleacherReport) April 16, 2023 Jimmy Butler skoraði 35 stig í liði Miami ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. Bam Adebayo kom þar á eftir með 22 stig en alls skoruðu 7 leikmenn Miami 12 stig eða meira í nótt. Hjá Bucks var Khris Middleton stigahæstur með 33 stig á meðan Bobby Portis skoraði 21 stig. We don't call him "Jimmy G Buckets" for nothing pic.twitter.com/nH7Kd6lw7i— Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 17, 2023 Að lokum vann Denver Nuggets þægilegan 109-80 sigur á Minnesota Timberwolves. Jamal Murray var óvænt stigahæstur hjá Denver með 24 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Nikola Jokic skoraði 13 stig, tók 14 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Timberwolves var Anthony Edwards stigahæstur með 18 stig.
Körfubolti NBA Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira