Hildur Björnsdóttir oddviti minnihlutans í borgarstjórn Reykjavík ræðir fjármál borgarinnar og gagnrýnir meirihlutann fyrir fjármálastjórn sína.
Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur reyndar að forysta flokksins og þingflokkur eigi að segja sig úr flokkum, skiptist á skoðunum við Helgu Völu Helgadóttur alþingismann um bókun 35 við EES samninginn - forgangsákvæði ESB réttar - sem hann telur að skerði fullveldi Íslands en fyrir liggur breyting á þessu ákvæði af hálfu utanríkisráðherra. Umdeild skoðun hjá Arnari að venju.
Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar gerir grein fyrir harkalegri gagnrýni samtakanna á nýja skýrslu Boston Consulting fyrir matvælaráðuneytið um lagareldi.