Tap hjá Golden State í fyrsta leik úrslitakeppninnar Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2023 09:30 Steph Curry ósáttur með dóm gegn Sacramento Kings í nótt og fær að heyra það frá stuðningsmönnum heimaliðsins. Vísir/Getty Meistarar Golden State Warriors töpuðu gegn nágrönnum sínum í Sacramento Kings þegar liðin mættust í fyrsta leik einvígis liðanna í Vesturdeildinni í nótt. Boston Celtics og Philadelphia 76´ers unnu þægilega sigra. Golden State Warriors hefur sýnt misjafnar frammistöður í vetur og enduðu í sjötta sæti Vesturdeildarinnar en deildakeppni NBA-deildarinnar lauk í vikunni. Sacramento Kings hafa hins vegar verið flottir í vetur og náðu þriðja sætinu og eiga því heimaleikjaréttinn gegn Warriors. Leikur liðanna í nótt var jafn og spennandi. Golden State leiddi 61-55 í hálfleik og náðu mest tíu stiga forskoti í þriðja leikhluta. Lið Sacramento kom hins vegar til baka og í fjórða leikhluta skiptust liðin á að hafa forystuna. Heimamenn komust sex stigum yfir í stöðunni 122-116 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en karfa frá Steph Curry sá til þess að aðeins munaði einu stigi með 47,9 sekúndur á klukkunni. Only words... #PLAYOFFMODE 2.9 left in Game 1.Warriors ball.GET TO ABC. pic.twitter.com/W8FxNkU44V— NBA (@NBA) April 16, 2023 Andrew Wiggins klikkaði síðan á galopnu þriggja stiga skoti þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Warriors neyddust til að senda Malik Monk á vítalínuna þar sem hann kom Sacramento þremur stigum yfir með tæpar þrjár sekúndur eftir. Það var ekki nóg fyrir Warriors til að jafna þrátt fyrir ágætt tækifæri fyrir Curry og Sacramento fagnaði góðum sigri og forystunni í einvíginu. De´Aron Fox og Malik Monk voru allt í öllu í sóknarleik Sacramento í nótt. Fox skoraði 38 stig og Monk 32. Hjá Golden State skoraði Steph Curry 30 stig og Klay Thompson skoraði 21. JALEN BRUNSON.CLUTCH.He puts the Knicks up 4 with 35.4 left in Game 1 on ESPN!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/4yUGJ2yCnn— NBA (@NBA) April 16, 2023 New York Knicks hóf úrslitakeppnina á sigri en liðið vann góðan útisigur á Cleveland Cavaliers 101-97. Jalen Brunson skoraði 27 stig fyrir Knicks og þar af 21 í seinni hálfleik en Donovan Mitchell var magnaður hjá Clevland með 38 stig, 8 stoðsendingar og 4 fráköst. Quentin Grimes ísaði leikinn af vítalínunni með örfáar sekúndur eftir og kom þá Knicks fjórum stigum yfir sem var of mikið fyrir Cleveland. Þægilegt hjá Boston og 76´ers Í Boston unnu heimamenn nokkuð þægilegan 112-99 sigur á Atlanta Hawks sem komst í úrslitakeppnina í gegnum umspil. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stiga- og frákastahæstir í liði Boston sem lenti í öðru sæti Austurdeildarinnar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta sem saknaði meira framlags frá stjörnuleikmanni sínum Trae Young en hann hitti aðeins úr fimm af átján skotum sínum í leiknum. DENIED BY JOEL EMBIID!4Q of 76ers/Nets underway on ESPN pic.twitter.com/8KOufscRVe— NBA (@NBA) April 15, 2023 Þá vann Philadelphia 76´ers tuttugu stiga sigur á Brooklyn Nets en liðin lentu í þriðja og sjötta sæti Austurdeildarinnar. Philadelphia var með þægilega forystu allan fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með níu stigum í hálfleik. Lokatölur 121-101 og það var að sjálfsögðu Joel Embiid sem var stigahæstur hjá 76´ers með 26 stig og James Harden kom næstur með 23 stig. Mikal Bridges var langstigahæstur hjá Brooklym með 30 stig. NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Golden State Warriors hefur sýnt misjafnar frammistöður í vetur og enduðu í sjötta sæti Vesturdeildarinnar en deildakeppni NBA-deildarinnar lauk í vikunni. Sacramento Kings hafa hins vegar verið flottir í vetur og náðu þriðja sætinu og eiga því heimaleikjaréttinn gegn Warriors. Leikur liðanna í nótt var jafn og spennandi. Golden State leiddi 61-55 í hálfleik og náðu mest tíu stiga forskoti í þriðja leikhluta. Lið Sacramento kom hins vegar til baka og í fjórða leikhluta skiptust liðin á að hafa forystuna. Heimamenn komust sex stigum yfir í stöðunni 122-116 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en karfa frá Steph Curry sá til þess að aðeins munaði einu stigi með 47,9 sekúndur á klukkunni. Only words... #PLAYOFFMODE 2.9 left in Game 1.Warriors ball.GET TO ABC. pic.twitter.com/W8FxNkU44V— NBA (@NBA) April 16, 2023 Andrew Wiggins klikkaði síðan á galopnu þriggja stiga skoti þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Warriors neyddust til að senda Malik Monk á vítalínuna þar sem hann kom Sacramento þremur stigum yfir með tæpar þrjár sekúndur eftir. Það var ekki nóg fyrir Warriors til að jafna þrátt fyrir ágætt tækifæri fyrir Curry og Sacramento fagnaði góðum sigri og forystunni í einvíginu. De´Aron Fox og Malik Monk voru allt í öllu í sóknarleik Sacramento í nótt. Fox skoraði 38 stig og Monk 32. Hjá Golden State skoraði Steph Curry 30 stig og Klay Thompson skoraði 21. JALEN BRUNSON.CLUTCH.He puts the Knicks up 4 with 35.4 left in Game 1 on ESPN!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/4yUGJ2yCnn— NBA (@NBA) April 16, 2023 New York Knicks hóf úrslitakeppnina á sigri en liðið vann góðan útisigur á Cleveland Cavaliers 101-97. Jalen Brunson skoraði 27 stig fyrir Knicks og þar af 21 í seinni hálfleik en Donovan Mitchell var magnaður hjá Clevland með 38 stig, 8 stoðsendingar og 4 fráköst. Quentin Grimes ísaði leikinn af vítalínunni með örfáar sekúndur eftir og kom þá Knicks fjórum stigum yfir sem var of mikið fyrir Cleveland. Þægilegt hjá Boston og 76´ers Í Boston unnu heimamenn nokkuð þægilegan 112-99 sigur á Atlanta Hawks sem komst í úrslitakeppnina í gegnum umspil. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stiga- og frákastahæstir í liði Boston sem lenti í öðru sæti Austurdeildarinnar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta sem saknaði meira framlags frá stjörnuleikmanni sínum Trae Young en hann hitti aðeins úr fimm af átján skotum sínum í leiknum. DENIED BY JOEL EMBIID!4Q of 76ers/Nets underway on ESPN pic.twitter.com/8KOufscRVe— NBA (@NBA) April 15, 2023 Þá vann Philadelphia 76´ers tuttugu stiga sigur á Brooklyn Nets en liðin lentu í þriðja og sjötta sæti Austurdeildarinnar. Philadelphia var með þægilega forystu allan fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með níu stigum í hálfleik. Lokatölur 121-101 og það var að sjálfsögðu Joel Embiid sem var stigahæstur hjá 76´ers með 26 stig og James Harden kom næstur með 23 stig. Mikal Bridges var langstigahæstur hjá Brooklym með 30 stig.
NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira