Magdeburg vann Lemgo með tveggja marka mun í undanúrslitum í dag, lokatölur 33-31. Gísli Þorgeir Kristjánsson var hreint út sagt magnaður í liði Magdeburg. Hann skoraði 9 mörk og gaf 4 stoðsendingar. Enginn kom að jafn mörgum mörkum í sigurliðinu.
Í hinum undanúrslitaleiknum vann Löwen sjö marka sigur á Flensburg, 38-31. Ýmir Örn Gíslason stóð vaktina í vörn Löwen en komst ekki á blað sóknarlega. Teitur Örn Einarsson leikur með Flensborg og gaf eina stoðsendingu í leiknum.
Úrslitaleikurinn milli Magdeburg og Löwen fer fram á morgun, sunnudag, í Lanxes-Arena í Köln.