Björn Leví sver af sér ásakanir um gerendameðvirkni Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2023 15:29 „Algerlega mér að kenna bara,“ segir þingmaðurinn. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur í þrígang þurft að uppfæra færslu um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem hann birti á Facebook í gærkvöldi, eftir að fjöldi fólks sakaði hann um gerendameðvirka orðræðu. „Það er alveg ótrúlegt að það taki svona langan tíma að komast að því að það sé ekkert athugavert í þessu máli. Þvílíkt rugl. Miðað við endurtekningarnar í þessu var erfitt að álykta annað en að þau væru með öflugt mál en svo gerist ekkert. Þvílíkt mannorðsmorð sem þetta er miðað við þessa niðurstöðu,“ þetta sagði Björn Leví á Facebooksíðu sinni klukkan 18 í gærkvöldi. Svo virðist sem færslan hafi farið öfugt ofan í ansa marga vini Björns Levís á Facebook, en þegar fréttin er skrifuð hafa 130 athugasemdir verið ritaðar við færsluna. Þá hafa flokkssystkini hans fjallað um færsluna í Pírataspjallinu á Facebook. Þar virðast flestir ósammála Birni varðandi það að málsmeðferðartíminn sé lengri en gengur og gerist og að óheppilegt sé að segja að ekkert athugavert væri í máli Gylfa. Síðan hann birti færsluna hefur hann uppfært hana þrisvar sinnum, klukkan 22:18, 23:13 og loks 23:42. Síðasta uppfærslan hljóðar svo: „UPPFÆRSLA. Til að hafa það alveg kristaltært þá þýðir það ekki að „ekkert athugavert“ hafi gerst þegar lögregla lætur mál falla niður. Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki notað nærgætnara orðalag - ég bjóst við því að „þvílíkt rugl“ gerði meiningu mína skýra gagnvart þessari niðurstöðu lögreglunnar. Augljóslega var það rangt metið hjá mér. Algerlega mér að kenna bara,“ segir Björn Leví. Færslu Björns Levís og athugasemdir við hana má sjá hér að neðan: Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Erlend sakamál Tengdar fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Það er alveg ótrúlegt að það taki svona langan tíma að komast að því að það sé ekkert athugavert í þessu máli. Þvílíkt rugl. Miðað við endurtekningarnar í þessu var erfitt að álykta annað en að þau væru með öflugt mál en svo gerist ekkert. Þvílíkt mannorðsmorð sem þetta er miðað við þessa niðurstöðu,“ þetta sagði Björn Leví á Facebooksíðu sinni klukkan 18 í gærkvöldi. Svo virðist sem færslan hafi farið öfugt ofan í ansa marga vini Björns Levís á Facebook, en þegar fréttin er skrifuð hafa 130 athugasemdir verið ritaðar við færsluna. Þá hafa flokkssystkini hans fjallað um færsluna í Pírataspjallinu á Facebook. Þar virðast flestir ósammála Birni varðandi það að málsmeðferðartíminn sé lengri en gengur og gerist og að óheppilegt sé að segja að ekkert athugavert væri í máli Gylfa. Síðan hann birti færsluna hefur hann uppfært hana þrisvar sinnum, klukkan 22:18, 23:13 og loks 23:42. Síðasta uppfærslan hljóðar svo: „UPPFÆRSLA. Til að hafa það alveg kristaltært þá þýðir það ekki að „ekkert athugavert“ hafi gerst þegar lögregla lætur mál falla niður. Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki notað nærgætnara orðalag - ég bjóst við því að „þvílíkt rugl“ gerði meiningu mína skýra gagnvart þessari niðurstöðu lögreglunnar. Augljóslega var það rangt metið hjá mér. Algerlega mér að kenna bara,“ segir Björn Leví. Færslu Björns Levís og athugasemdir við hana má sjá hér að neðan:
Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Erlend sakamál Tengdar fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29
Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04