Mikil ánægja með hælisleitendur á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2023 13:06 Fólkið býr, um 60 manns í heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni þar sem vel fer um það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá heimamönnum á Laugarvatni með þá sextíu hælisleitendur, sem dvelja nú tímabundið á heimavist á Laugarvatni. Sumt af fólkinu er farið að vinna sjálfboðavinnu á staðnum eða láta gott af sér leiða á annan hátt á meðan það bíður niðurstöðu sinna mála. Margir urðu hissa þegar Vinnumálastofnun greip til þess ráðs um síðustu áramót að taka gömlu heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni undir hælisleitendur, alls um 60 manns, fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi en bíður þess að á fá svar á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. Um 200 manns búa á Laugarvatni og höfðu íbúar áhyggjur af svona stórum hóp í litið samfélag. En það er öðru nær, allt hefur gengið eins og í sögu og ekkert óvænt komið upp á. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Við fengum góðan hóp af ungu og spræku fólki, sem er bara að bíða eftir afgreiðslu sinna mála og njóta þess að vera á Laugarvatni á meðan það bíður,“ segir Ásta. En hvað er fólkið að gera allan daginn? „Það er nú misjafnt. Sumir hafa verið að bjóða sig fram í sjálfboðastörf í samfélaginu og aðrir eru að taka þátt í námskeiðum og fræðslu, sem er í boði fyrir hópinn. Svo er nokkuð mikið um að þau sé að fara í íþróttaaðstöðuna hérna, sund og íþróttasalinn og nota þá aðstöðu, sem er í boði.“ Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem segist ekki heyra annað en að íbúar á Laugarvatni séu ánægðir með hælisleitendurna, sem búa tímabundið á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að ungt fólk sé um að ræða, mikið um barnlaus pör og konur, sem eru einar á ferð. „Þannig að það hafa ekki komið börn til okkar enn þá þannig að það hefur ekki reynt á þjónustu leik- eða grunnskóla. Við vitum ekki hvað fólkið verður lengi á Laugarvatni, það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Ásta. Bláskógabyggð Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Margir urðu hissa þegar Vinnumálastofnun greip til þess ráðs um síðustu áramót að taka gömlu heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni undir hælisleitendur, alls um 60 manns, fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi en bíður þess að á fá svar á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. Um 200 manns búa á Laugarvatni og höfðu íbúar áhyggjur af svona stórum hóp í litið samfélag. En það er öðru nær, allt hefur gengið eins og í sögu og ekkert óvænt komið upp á. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Við fengum góðan hóp af ungu og spræku fólki, sem er bara að bíða eftir afgreiðslu sinna mála og njóta þess að vera á Laugarvatni á meðan það bíður,“ segir Ásta. En hvað er fólkið að gera allan daginn? „Það er nú misjafnt. Sumir hafa verið að bjóða sig fram í sjálfboðastörf í samfélaginu og aðrir eru að taka þátt í námskeiðum og fræðslu, sem er í boði fyrir hópinn. Svo er nokkuð mikið um að þau sé að fara í íþróttaaðstöðuna hérna, sund og íþróttasalinn og nota þá aðstöðu, sem er í boði.“ Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem segist ekki heyra annað en að íbúar á Laugarvatni séu ánægðir með hælisleitendurna, sem búa tímabundið á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að ungt fólk sé um að ræða, mikið um barnlaus pör og konur, sem eru einar á ferð. „Þannig að það hafa ekki komið börn til okkar enn þá þannig að það hefur ekki reynt á þjónustu leik- eða grunnskóla. Við vitum ekki hvað fólkið verður lengi á Laugarvatni, það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Ásta.
Bláskógabyggð Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira