Miami Heat og Minnesota Timberwolves í úrslitakeppnina Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 09:30 Jimmy Butler og Coby White heilsast að leik loknum í nótt. Vísir/Getty Miami Heat og Minnesota Timberwolves tryggðu sér síðustu sætin í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með sigrum í umspili í nótt. Síðustu leikir umspilsins um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt en úrslitakeppni deildarinnar hefst í kvöld. Miami Heat tryggði sér síðasta sætið í Austurdeild og Minnesota Timberwolves í Vesturdeild. Miami Heat endaði deildakeppnina í sjöunda sæti og hafði beðið lægri hlut gegn Atlanta Hawks í fyrri umspilsleiknum en Bulls hafði tryggt sér sæti í leiknum gegn Miami Heat með því að slá Toronto Raptors úr leik. JIMMY BUCKETS 31 points4 rebounds3 assistsMiami moves on to battle the Bucks in Round 1 of the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel : Sunday | 5:30pm/et | TNT pic.twitter.com/j9VSDcArVW— NBA (@NBA) April 15, 2023 Leikurinn í nótt var jafn og spennandi. Miami hafði yfirhöndina framan af og leiddi 49-44 í hálfleik. Góður kafli Bulls í þriðja leikhluta kom þeim í forystuna og þeir náðu mest sex stiga forskoti í lokafjórðungnum. Þá tók Jimmy Butler til sinna mála. Hann kom Miami Heat aftur á beinu brautina en hann skoraði 22 stig í síðari hálfleiknum. Þriggja stiga karfa frá Max Strus kom Miami fimm stigum yfir þegar lítið var eftir og það var of mikið fyrir lið Chicago. Miami Heat vann að lokum 102-91 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitunum þar sem þeir mæta liði Milwaukee Bucks. Max Strus dropped 31 PTS and 7 3PM to help Miami secure the must-win W! This shot from deep in crunchtime is tonight's X-Factor moment #HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/fnnHCFA3Cq— NBA (@NBA) April 15, 2023 Jimmy Butler og Max Strus voru stigahæstir hjá Miami Heat með 31 stig en DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls sem eru komnir í sumarfrí. Í hinum leik umspilsins tók Minnesota Timberwolves á móti Oklahoma City Thunder. Timberwolves höfðu tapað fyrir Los Angeles Lakers í fyrri leik umspilskeppninnar en Oklahoma slegið út lið New Orleans Pelicans. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en undir lok hans náði Minnesota Timberwolves ágætu áhlaupi og leiddi með tíu stigum í hálfleik, staðan þá 57-47. Þeir héldu síðan frumkvæðinu eftir hlé, voru komnir sautján stigum yfir fyrir lokafjórðunginn þar sem þeir síðan gengu frá leiknum. KAT showed out as the Timberwolves secured the West's #8 seed 28 PTS11 REB3 AST3 BLKMinnesota will face Denver in Round 1 : Game 1 | Sunday | 10:30pm/et | TNT pic.twitter.com/WNrDhRbTFn— NBA (@NBA) April 15, 2023 Lokatölur 120-95 og Timberwolves mætir liði Denver Nuggets í úrslitakeppninni en Nuggets varð meistari Vesturdeildarinnar. Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir Timberwolves í nótt en Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur hjá Oklahoma City Thunder með 22 stig. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en í kvöld verður leikur Boston Celtics og Atlanta Hawks sýndur beint klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport 3. NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira
Síðustu leikir umspilsins um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt en úrslitakeppni deildarinnar hefst í kvöld. Miami Heat tryggði sér síðasta sætið í Austurdeild og Minnesota Timberwolves í Vesturdeild. Miami Heat endaði deildakeppnina í sjöunda sæti og hafði beðið lægri hlut gegn Atlanta Hawks í fyrri umspilsleiknum en Bulls hafði tryggt sér sæti í leiknum gegn Miami Heat með því að slá Toronto Raptors úr leik. JIMMY BUCKETS 31 points4 rebounds3 assistsMiami moves on to battle the Bucks in Round 1 of the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel : Sunday | 5:30pm/et | TNT pic.twitter.com/j9VSDcArVW— NBA (@NBA) April 15, 2023 Leikurinn í nótt var jafn og spennandi. Miami hafði yfirhöndina framan af og leiddi 49-44 í hálfleik. Góður kafli Bulls í þriðja leikhluta kom þeim í forystuna og þeir náðu mest sex stiga forskoti í lokafjórðungnum. Þá tók Jimmy Butler til sinna mála. Hann kom Miami Heat aftur á beinu brautina en hann skoraði 22 stig í síðari hálfleiknum. Þriggja stiga karfa frá Max Strus kom Miami fimm stigum yfir þegar lítið var eftir og það var of mikið fyrir lið Chicago. Miami Heat vann að lokum 102-91 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitunum þar sem þeir mæta liði Milwaukee Bucks. Max Strus dropped 31 PTS and 7 3PM to help Miami secure the must-win W! This shot from deep in crunchtime is tonight's X-Factor moment #HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/fnnHCFA3Cq— NBA (@NBA) April 15, 2023 Jimmy Butler og Max Strus voru stigahæstir hjá Miami Heat með 31 stig en DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls sem eru komnir í sumarfrí. Í hinum leik umspilsins tók Minnesota Timberwolves á móti Oklahoma City Thunder. Timberwolves höfðu tapað fyrir Los Angeles Lakers í fyrri leik umspilskeppninnar en Oklahoma slegið út lið New Orleans Pelicans. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en undir lok hans náði Minnesota Timberwolves ágætu áhlaupi og leiddi með tíu stigum í hálfleik, staðan þá 57-47. Þeir héldu síðan frumkvæðinu eftir hlé, voru komnir sautján stigum yfir fyrir lokafjórðunginn þar sem þeir síðan gengu frá leiknum. KAT showed out as the Timberwolves secured the West's #8 seed 28 PTS11 REB3 AST3 BLKMinnesota will face Denver in Round 1 : Game 1 | Sunday | 10:30pm/et | TNT pic.twitter.com/WNrDhRbTFn— NBA (@NBA) April 15, 2023 Lokatölur 120-95 og Timberwolves mætir liði Denver Nuggets í úrslitakeppninni en Nuggets varð meistari Vesturdeildarinnar. Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir Timberwolves í nótt en Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur hjá Oklahoma City Thunder með 22 stig. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en í kvöld verður leikur Boston Celtics og Atlanta Hawks sýndur beint klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport 3.
NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira