Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 68-74 | Valur í undanúrslit og sendi Stjörnuna í sumarfrí Stefán Snær Ágústsson skrifar 14. apríl 2023 23:30 Frank Aron Booker veifar Valsfánanum í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals unnu mikilvægan sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Með sigrinum eru Valsmenn komnir áfram í undanúrslit keppninnar og er keppnistímabili Stjörnunnar lokið í ár. Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en gæðin í liði Vals skilaði þeim sigrinum í þeim seinni, lokatölur 68-74 og Stjarnan úr leik. Leikurinn hófst ekki beint með látum en skotnýting liðanna var döpur, sérstaklega framan af. Það tók flesta leikmenn vallarins smá tíma að hitna en þó ekki Armani T´Bori Moore, sem var greinilega búin að reima á sig skotskóna og setti fyrstu sjö stig heimamanna í fyrsta leikhluta. Góð barátta var á vellinum en það var skortur á gæðum við körfuna en Stjarnan var með 29% skotnýtingu gegn aðeins skárri 34% hjá Valsmönnum. Annar leikhluti spilaðist á svipuðum nótum og fyrri. Hvorugt liðið virtist hafa sérstakan áhuga á að byggja upp forskot og hélst leikurinn áfram í járnum, með liðin að skiptast á að leiða. Kári Jónsson með knöttinn.Vísir/Hulda Margrét Kári Jónsson hélt áfram að safna stigum hægt og rólega og Niels Gutenius byrjaði að hitna en enginn leikmaður tók yfir leikinn. Armani T´bori Moore hóf kælingarferli sem stóð yfir restina af leiknum og Frank Aron virtist gleyma að boltinn ætti að enda inn í hringnum og ekki framhjá honum er hann henti í tvö air-ball skot. Spennan á vellinum, á hliðarlínunni og í stúkunni var sjáanleg allstaðar en leikmenn virtust stressaðir og hræddir við að taka áhættu. Fjörugan en gæða lítill hálfleikur lauk og staðan nánast jöfn, 31-32 fyrir Val. Callum Lawson skýtur að körfu Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Í þriðja leikhluta byrjaði boltinn svo loksins að rúlla og voru það Valsmenn sem tóku yfir tempó og spilamennsku leiksins. Íslandsmeistararnir fóru upp um gír og voru ekki lengi að koma sér í tíu stiga forystu. Stjörnumenn misstu stjórn á gangi leiksins og virtist einbeitingin öll vera Vals megin. Kári Jónsson byrjaði að leikstýra og fann pláss fyrir sig og liðsfélaga sem skilaði sér á stigatöflunni. Þó var Stjarnan ekki úr leik en Júlíus Orri hélt lífi í einvíginu undir lok leikhlutans með góðan þrist og svo snöggri stoðsendingu á Dag Kár sem minnkaði muninn í fimm stig. Stjörnumenn voru svekktir að leik loknum.Vísir/Hulda Margrét Lokaleikahlutinn hófst og úrslitin voru alls ekki klár. Valur var búið að vera betra liðið í seinni hálfleik en óvíst var hvort sú velgengnii myndi haldast. Spennan var rafmögnuð og áhorfendur standandi í sætum sínum. Stjörnumenn voru að spila með krafti og vinnusemi en sást á leikmönnum að þeir vissu að þeir væru svo sannarlega að berjast fyrir lífi sínu í keppninni. Það varð þó allt að engu því Kári Jónsson ákvað að taka af allan vafa og taka yfir leikinn. Lykilmaðurinn tók málin í sínar hendur og skoraði níu stig í röð og gerði þar með út um vonir Stjörnunnar í leiknum og sendi Garðabæjarliðið í sumarfrí, lokatölur 74-68. Það var hart barist í Garðabænum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Þótt leikurinn hafi verið gæðalítill er Valur með nógu marga gæðaleikmenn til að gera gæfumuninn. Enginn í liði Stjörnunnar átti stjörnuleik og liðið hitti illa, eða úr 37% af skotum sínum. Þegar svona mjótt er milli liða þá eru það smáatriðin sem skipta máli og áttu Stjörnumenn til í að missa niður einbeitinguna á meðan Valsmenn voru miskunnarlausir. Litlu munaði að leikurinn færi öðruvísi en Valur er einfaldlega með betra lið og það sást. Hverjir stóðu upp úr? Í heimaliðinu átti Armani T´bori Moore prýðis byrjun en var svo ósýnilegur í seinni hálfleik að maður hélt hann væri farinn í pottinn í Ásgarðslaug. Niels Gutenius var þó alltaf stöðugur og hættulegur, en hann endaði með 24 stig og 10 stoðsendingar. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Í sigurliði Vals var það Kári Jónsson sem stal senunni. Landsliðsmaðurinn var besti leikmaður vallarins og skilaði 22 stigum, 4 stoðsendingum og 6 fráköstum. Honum til aðstoðar var Hjálmar Stefánsson sterkur með 14 fráköst og 10 stig. Hvað gekk illa? Nýtingin á vellinum var slæm og hafði það áhrif á gæði leiksins. Stjarnan var að nýta 37% og Valur 38% en þetta eru ekki tölur sem við viljum sjá í úrslitakeppniseinvígi. Liðin voru þreytt enda fjórði leikur þeirra á stuttum tíma og setti það verulega áhrif á leikinn. Hvað gerist næst? Stjörnumenn eru komnir í sumarfrí en munu fara frá borði sáttir með að hafa haldið í taum Vals, þó þeir telja sig hafa getað gert meira. Valur er hvergi nærri hættir en þeir halda áfram að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og spila í 4-liða úrslitum um næstu helgi. Finnur Freyr: „Gríðarlega ánægur með sigurinn“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét „Það eru engar töfralausnir. Þetta verða oft ljótir leikir svona seint í seríunum og þessi var mjög ljótur. Lítil hittni hjá báðum liðum, scrappy leikur.“ „Ég er gríðarlega ánægður að við náðum að loka betur vörninni. Mér fannst við vera gera full mikið af vitlausum í vörninni sérstaklega í byrjun. Um leið og við náðum að laga það og stýra þeim betur þá gerðum við vel.“ „Við gerðum vel að koma til baka og vera komin tíu stigum yfir. Ég er ánægður með styrkleikann í liðinu að standa af storminn og klára þetta.“ Kristófer Acox var frá vegna meiðsla í kvöld en fagnar hér með stuðningsmönnum Vals eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Finnur segir að engu máli skipti hvaða lið mætast í deildinni, allar viðureignir séu hörkuviðureignir. „Er alltaf bjartsýnn. Við vorum mjög slakir í fyrsta leik og það var það versta sem við gátum gert að koma svona flatir út. Mér fannst við gefa Stjörnunni full mikla trú í fyrsta leik. Stjarnan er hörku lið og deildin er það sterk að það skiptir ekki máli í hvaða sæti þú endar það verður bara hörkuviðureign.“ „Mér fannst við gera heilt yfir vel eftir það en það vantaði kannksi aðeins meira. Ég er ánægur að hafa klárað þetta hér í kvöld og sérstaklega í svona ljótum leik, við getum unnið þá líka.“ Subway-deild karla Stjarnan Valur
Íslandsmeistarar Vals unnu mikilvægan sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Með sigrinum eru Valsmenn komnir áfram í undanúrslit keppninnar og er keppnistímabili Stjörnunnar lokið í ár. Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en gæðin í liði Vals skilaði þeim sigrinum í þeim seinni, lokatölur 68-74 og Stjarnan úr leik. Leikurinn hófst ekki beint með látum en skotnýting liðanna var döpur, sérstaklega framan af. Það tók flesta leikmenn vallarins smá tíma að hitna en þó ekki Armani T´Bori Moore, sem var greinilega búin að reima á sig skotskóna og setti fyrstu sjö stig heimamanna í fyrsta leikhluta. Góð barátta var á vellinum en það var skortur á gæðum við körfuna en Stjarnan var með 29% skotnýtingu gegn aðeins skárri 34% hjá Valsmönnum. Annar leikhluti spilaðist á svipuðum nótum og fyrri. Hvorugt liðið virtist hafa sérstakan áhuga á að byggja upp forskot og hélst leikurinn áfram í járnum, með liðin að skiptast á að leiða. Kári Jónsson með knöttinn.Vísir/Hulda Margrét Kári Jónsson hélt áfram að safna stigum hægt og rólega og Niels Gutenius byrjaði að hitna en enginn leikmaður tók yfir leikinn. Armani T´bori Moore hóf kælingarferli sem stóð yfir restina af leiknum og Frank Aron virtist gleyma að boltinn ætti að enda inn í hringnum og ekki framhjá honum er hann henti í tvö air-ball skot. Spennan á vellinum, á hliðarlínunni og í stúkunni var sjáanleg allstaðar en leikmenn virtust stressaðir og hræddir við að taka áhættu. Fjörugan en gæða lítill hálfleikur lauk og staðan nánast jöfn, 31-32 fyrir Val. Callum Lawson skýtur að körfu Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Í þriðja leikhluta byrjaði boltinn svo loksins að rúlla og voru það Valsmenn sem tóku yfir tempó og spilamennsku leiksins. Íslandsmeistararnir fóru upp um gír og voru ekki lengi að koma sér í tíu stiga forystu. Stjörnumenn misstu stjórn á gangi leiksins og virtist einbeitingin öll vera Vals megin. Kári Jónsson byrjaði að leikstýra og fann pláss fyrir sig og liðsfélaga sem skilaði sér á stigatöflunni. Þó var Stjarnan ekki úr leik en Júlíus Orri hélt lífi í einvíginu undir lok leikhlutans með góðan þrist og svo snöggri stoðsendingu á Dag Kár sem minnkaði muninn í fimm stig. Stjörnumenn voru svekktir að leik loknum.Vísir/Hulda Margrét Lokaleikahlutinn hófst og úrslitin voru alls ekki klár. Valur var búið að vera betra liðið í seinni hálfleik en óvíst var hvort sú velgengnii myndi haldast. Spennan var rafmögnuð og áhorfendur standandi í sætum sínum. Stjörnumenn voru að spila með krafti og vinnusemi en sást á leikmönnum að þeir vissu að þeir væru svo sannarlega að berjast fyrir lífi sínu í keppninni. Það varð þó allt að engu því Kári Jónsson ákvað að taka af allan vafa og taka yfir leikinn. Lykilmaðurinn tók málin í sínar hendur og skoraði níu stig í röð og gerði þar með út um vonir Stjörnunnar í leiknum og sendi Garðabæjarliðið í sumarfrí, lokatölur 74-68. Það var hart barist í Garðabænum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Þótt leikurinn hafi verið gæðalítill er Valur með nógu marga gæðaleikmenn til að gera gæfumuninn. Enginn í liði Stjörnunnar átti stjörnuleik og liðið hitti illa, eða úr 37% af skotum sínum. Þegar svona mjótt er milli liða þá eru það smáatriðin sem skipta máli og áttu Stjörnumenn til í að missa niður einbeitinguna á meðan Valsmenn voru miskunnarlausir. Litlu munaði að leikurinn færi öðruvísi en Valur er einfaldlega með betra lið og það sást. Hverjir stóðu upp úr? Í heimaliðinu átti Armani T´bori Moore prýðis byrjun en var svo ósýnilegur í seinni hálfleik að maður hélt hann væri farinn í pottinn í Ásgarðslaug. Niels Gutenius var þó alltaf stöðugur og hættulegur, en hann endaði með 24 stig og 10 stoðsendingar. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Í sigurliði Vals var það Kári Jónsson sem stal senunni. Landsliðsmaðurinn var besti leikmaður vallarins og skilaði 22 stigum, 4 stoðsendingum og 6 fráköstum. Honum til aðstoðar var Hjálmar Stefánsson sterkur með 14 fráköst og 10 stig. Hvað gekk illa? Nýtingin á vellinum var slæm og hafði það áhrif á gæði leiksins. Stjarnan var að nýta 37% og Valur 38% en þetta eru ekki tölur sem við viljum sjá í úrslitakeppniseinvígi. Liðin voru þreytt enda fjórði leikur þeirra á stuttum tíma og setti það verulega áhrif á leikinn. Hvað gerist næst? Stjörnumenn eru komnir í sumarfrí en munu fara frá borði sáttir með að hafa haldið í taum Vals, þó þeir telja sig hafa getað gert meira. Valur er hvergi nærri hættir en þeir halda áfram að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og spila í 4-liða úrslitum um næstu helgi. Finnur Freyr: „Gríðarlega ánægur með sigurinn“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét „Það eru engar töfralausnir. Þetta verða oft ljótir leikir svona seint í seríunum og þessi var mjög ljótur. Lítil hittni hjá báðum liðum, scrappy leikur.“ „Ég er gríðarlega ánægður að við náðum að loka betur vörninni. Mér fannst við vera gera full mikið af vitlausum í vörninni sérstaklega í byrjun. Um leið og við náðum að laga það og stýra þeim betur þá gerðum við vel.“ „Við gerðum vel að koma til baka og vera komin tíu stigum yfir. Ég er ánægður með styrkleikann í liðinu að standa af storminn og klára þetta.“ Kristófer Acox var frá vegna meiðsla í kvöld en fagnar hér með stuðningsmönnum Vals eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Finnur segir að engu máli skipti hvaða lið mætast í deildinni, allar viðureignir séu hörkuviðureignir. „Er alltaf bjartsýnn. Við vorum mjög slakir í fyrsta leik og það var það versta sem við gátum gert að koma svona flatir út. Mér fannst við gefa Stjörnunni full mikla trú í fyrsta leik. Stjarnan er hörku lið og deildin er það sterk að það skiptir ekki máli í hvaða sæti þú endar það verður bara hörkuviðureign.“ „Mér fannst við gera heilt yfir vel eftir það en það vantaði kannksi aðeins meira. Ég er ánægur að hafa klárað þetta hér í kvöld og sérstaklega í svona ljótum leik, við getum unnið þá líka.“