Jennifer Coolidge ein áhrifamesta manneskja heims Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. apríl 2023 11:31 Leikkonan Jennifer Coolidge var valin ein af hundrað áhrifamestu manneskjum heims af tímaritinu Time. getty/Frazer Harrison Bandaríska tímaritið Time hefur birt árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Leikkonan vinsæla Jennifer Coolidge er ein af þeim sem nefnd er á listanum í ár og prýðir hún forsíðu blaðsins. Hin 61 árs gamla Coolidge hefur slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus. Hún á að baki sér langan feril í leiklistinni og hefur farið með fjölmörg aukahlutverk í kvikmyndum á borð við A Cinderella Story,American Pie og Legally Blonde. Ferill hennar náði þó nýjum hæðum í kjölfar White Lotus þáttanna, en hún hefur leikið í þeim tveimur seríum sem komnar eru út. Hún hefur hlotið fleiri verðlaun síðasta árið fyrir frammistöðu sína í White Lotus, heldur en hún hefur hlotið samanlagt yfir allan sinn 30 ára feril sem leikkona. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) „Mér líður eins og ég sé Þyrnirós og ég hafi verið lokuð í kassa undir rúmi eða eitthvað álíka. Og nú er ég komin út og hugsa: Hrikalega er ég glöð að mér hafi verið hleypt út, því þetta er miklu betra svona,“ segir Coolidge í viðtali við Time. Coolidge hélt tilfinningaþrungna og eftirminnilega ræðu þegar hún tók á móti Golden Globe verðlaununum og hlaut hún standandi lófaklapp fyrir. Í ræðunni mátti heyra að líf hennar í Hollywood hefði ekki verið auðvelt og að það geti verið erfitt að vera með breitt bak í hörðum heimi skemmtanabransans. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) Elon Musk, Beyoncé og Messi einnig á lista Það er leikkonan Mia Farrow sem skrifar umsögn um Coolidge vegna útgáfu listans. „Svo mikið af þeim eiginleikum sem fá alla til þess að falla fyrir henni eru ófyrirsjáanlegir og fyrir utan hið hefðbundna box,“ skrifar hún. Þá segir hún Coolidge vera samkvæma sjálfri sér og heiðarleikinn og góðmennskan uppmáluð. Aðrir einstaklingar á listanum í ár eru meðal annars auðkýfingurinn Elon Musk, tónlistarkonan Beyoncé, leikkonan Angela Bassett, fótboltamaðurinn Lionel Messi, rithöfundurinn Colleen Hoover, leikarinn Michael B. Jordan og viðskiptajöfurinn Bob Iger. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00 Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fleiri fréttir Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Sjá meira
Hin 61 árs gamla Coolidge hefur slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus. Hún á að baki sér langan feril í leiklistinni og hefur farið með fjölmörg aukahlutverk í kvikmyndum á borð við A Cinderella Story,American Pie og Legally Blonde. Ferill hennar náði þó nýjum hæðum í kjölfar White Lotus þáttanna, en hún hefur leikið í þeim tveimur seríum sem komnar eru út. Hún hefur hlotið fleiri verðlaun síðasta árið fyrir frammistöðu sína í White Lotus, heldur en hún hefur hlotið samanlagt yfir allan sinn 30 ára feril sem leikkona. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) „Mér líður eins og ég sé Þyrnirós og ég hafi verið lokuð í kassa undir rúmi eða eitthvað álíka. Og nú er ég komin út og hugsa: Hrikalega er ég glöð að mér hafi verið hleypt út, því þetta er miklu betra svona,“ segir Coolidge í viðtali við Time. Coolidge hélt tilfinningaþrungna og eftirminnilega ræðu þegar hún tók á móti Golden Globe verðlaununum og hlaut hún standandi lófaklapp fyrir. Í ræðunni mátti heyra að líf hennar í Hollywood hefði ekki verið auðvelt og að það geti verið erfitt að vera með breitt bak í hörðum heimi skemmtanabransans. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) Elon Musk, Beyoncé og Messi einnig á lista Það er leikkonan Mia Farrow sem skrifar umsögn um Coolidge vegna útgáfu listans. „Svo mikið af þeim eiginleikum sem fá alla til þess að falla fyrir henni eru ófyrirsjáanlegir og fyrir utan hið hefðbundna box,“ skrifar hún. Þá segir hún Coolidge vera samkvæma sjálfri sér og heiðarleikinn og góðmennskan uppmáluð. Aðrir einstaklingar á listanum í ár eru meðal annars auðkýfingurinn Elon Musk, tónlistarkonan Beyoncé, leikkonan Angela Bassett, fótboltamaðurinn Lionel Messi, rithöfundurinn Colleen Hoover, leikarinn Michael B. Jordan og viðskiptajöfurinn Bob Iger.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00 Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fleiri fréttir Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Sjá meira
Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00