Furðar sig á að úrskurðurinn birtist þremur árum eftir að hann féll Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. apríl 2023 19:03 Laufey Guðjónsdóttir var forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar í tuttugu ár og lét af embætti í febrúar síðastliðnum. Hún var meðal átján umsækjenda sem sóttu um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Kvikmyndamiðstöð Fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar furðar sig á birtingu úrskurðar menningarmálaráðuneytisins sem tengdist styrkveitingu miðstöðvarinnar. Úrskurðurinn féll fyrir þremur árum en var ekki birtur fyrr en í síðustu viku. Vísir fjallaði í gær um úrskurð vegna eftirvinnslustyrks úr Kvikmyndasjóði sem féll 19. maí 2020 en birtist á vef Stjórnarráðsins 4. apríl síðastliðinn, tæpum þremur árum síðar. Þar úrskurðaði menningarmálaráðuneytið kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins, Laufey Guðjónsdóttir, hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi fyrir synjuninni. Nokkrum tímum eftir að fréttin var skrifuð í gær birti Stjórnarráðið lista yfir þá átján umsækjendur sem sóttu um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Meðal umsækjendanna var Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Sjá frétt um umsækjendur: Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Staðan hafði verið auglýst 17. mars síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út um síðustu mánaðamót en þriggja manna hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda. Óvenjuleg tímasetning birtingar úrskurðarins er því líka óheppileg í ljósi þessara tíðinda. Birtingin hafi komið henni á óvart Blaðamaður hafði samband við Laufeyju í kjölfar birtingar fréttarinnar. Fyrstu viðbrögð hennar voru að sér fyndist þetta mjög sérstakt og það hefði komið sér mjög á óvart „að þetta hafi verið birt núna.“ Hún sagði að eins og hefði komið fram í fréttum hefði þetta verið mál sem Kvikmyndamiðstöð fjallaði fyrst um 2018 og síðan aftur 2019. Hún segir að miðstöðin hefði farið eftir því sem ráðuneytið úrskurðaði og í kjölfarið breytt öllum sínum verkferlum. „Af hverju þetta er birt núna hef ég ekki hugmynd,“ bætti hún við. Blaðamaður minntist þá á að samsæriskenningasmiðir væru þegar farnir að tengja saman birtingu úrskurðarins og birtingu listans yfir umsækjendur um skrifstofustjórastöðuna hjá ráðuneytinu. Laufey sagðist ekki vilja trúa því að birtingin væri hluti af umsóknarferlinu ef blaðamaður væri að ýja að því. Hins vegar nefndi hún að það væri sérkennilegt að það hafi ekki fleiri sambærilegir úrskurðir komið nýlega inn á vefinn. Blaðamaður sendi fyrirspurn á ráðuneytisstjóra viðskipta- og menningarmálaráðuneytisins, Sigrúnu Brynju Einarsdóttir, vegna úrskurðarins til að forvitnast fyrir um birtingu úrskurðarins og þennan langa biðtíma. Svar við fyrirspurninni hefur ekki enn borist. Stjórnsýsla Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. 12. apríl 2023 14:57 Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Vísir fjallaði í gær um úrskurð vegna eftirvinnslustyrks úr Kvikmyndasjóði sem féll 19. maí 2020 en birtist á vef Stjórnarráðsins 4. apríl síðastliðinn, tæpum þremur árum síðar. Þar úrskurðaði menningarmálaráðuneytið kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins, Laufey Guðjónsdóttir, hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi fyrir synjuninni. Nokkrum tímum eftir að fréttin var skrifuð í gær birti Stjórnarráðið lista yfir þá átján umsækjendur sem sóttu um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Meðal umsækjendanna var Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Sjá frétt um umsækjendur: Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Staðan hafði verið auglýst 17. mars síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út um síðustu mánaðamót en þriggja manna hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda. Óvenjuleg tímasetning birtingar úrskurðarins er því líka óheppileg í ljósi þessara tíðinda. Birtingin hafi komið henni á óvart Blaðamaður hafði samband við Laufeyju í kjölfar birtingar fréttarinnar. Fyrstu viðbrögð hennar voru að sér fyndist þetta mjög sérstakt og það hefði komið sér mjög á óvart „að þetta hafi verið birt núna.“ Hún sagði að eins og hefði komið fram í fréttum hefði þetta verið mál sem Kvikmyndamiðstöð fjallaði fyrst um 2018 og síðan aftur 2019. Hún segir að miðstöðin hefði farið eftir því sem ráðuneytið úrskurðaði og í kjölfarið breytt öllum sínum verkferlum. „Af hverju þetta er birt núna hef ég ekki hugmynd,“ bætti hún við. Blaðamaður minntist þá á að samsæriskenningasmiðir væru þegar farnir að tengja saman birtingu úrskurðarins og birtingu listans yfir umsækjendur um skrifstofustjórastöðuna hjá ráðuneytinu. Laufey sagðist ekki vilja trúa því að birtingin væri hluti af umsóknarferlinu ef blaðamaður væri að ýja að því. Hins vegar nefndi hún að það væri sérkennilegt að það hafi ekki fleiri sambærilegir úrskurðir komið nýlega inn á vefinn. Blaðamaður sendi fyrirspurn á ráðuneytisstjóra viðskipta- og menningarmálaráðuneytisins, Sigrúnu Brynju Einarsdóttir, vegna úrskurðarins til að forvitnast fyrir um birtingu úrskurðarins og þennan langa biðtíma. Svar við fyrirspurninni hefur ekki enn borist.
Stjórnsýsla Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. 12. apríl 2023 14:57 Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. 12. apríl 2023 14:57
Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14