Hætt við geimskot JUICE vegna eldingahættu Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2023 11:32 Ariana 5 eldflaug verður notuð til að koma JUICE út í geim og af stað til Júpíters. ESA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) ætla í dag að skjóta geimfarinu JUICE af stað til Júpíters. Þar á geimfarið að kanna reikistjörnuna og þrjú stór ístungl Júpíters, sem heita Ganýmedes, Kallistó og Evrópa. Vegna stærðar JUICE mun ferðalagið þó taka átta ár. UPPFÆRT: Geimskotinu hefur verið frestað til morguns, vegna hættu á eldingum. Reyna á aftur klukkan 12:14 á morgun. Eftir að JUICE verður skotið á loft líður þriggja mánaða tímabil þar sem ganga á úr skugga um að vísindabúnaður geimfarsins virkar. Það verður svo í ágúst á næsta ári sem geimfarið á að nýta þyngdarafl tunglsins og jarðarinnar til að auka hraða sinn. Geimfarið mun einnig nýta þyngdarafl Venusar og fara svo annan hring um jörðina til að auka hraða sinn og ná til Júpíters. Vonast er til þess að ferðinni ljúki í júlí 2031. Þá á rannsóknarvinnan að standa yfir í minnst fjögur ár. Hér má sjá upplýsingar um langt ferðalag JUICE til Júpíters.ESA JUICE verður skotið á loft frá Frönsku- Gvæjana í Suður-Ameríku og á geimskotið að eiga sér stað klukkan 12:15 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér að neðan en útsendingin hefst 11:45. Næstu daga eftir geimskotið, fari það eins og vonast er, munu vísindamenn ESA vinna að því að koma sólarsellum og loftnetum JUICE í gagnið. JUICE er meðal annars búið nákvæmum myndavélum og skynjurum og geta áhugasamir fundið frekari upplýsingar um búnað geimfarsins hér á vef ESA. Mikil áhersla lögð á Ganýmedes Þegar JUICE nær til Júpíters vonast vísindamenn til þess að geta fundið vísbendingar um það hvort mögulegt sé að líf megi finna á tunglum Júpíters, þar sem talið er að finna megi vatn í miklu magni undir ísilögðu yfirborðinu. Talið er að á Ganýmedes, Kallistó og Evrópu megin finna allt að sex sinnum meira vatn en á jörðinni. Geimfarið verður notað til að greina þessi tungl og gægja undir yfirborðið svo auka megi skilning vísindamanna á því hvernig tunglin mynduðust á sporbraut um gasrisan Júpíter og hvort þar megi finna jarðvirkni. Mikil áhersla verður lögð á Ganýmedes en tunglið er það eina í sólkerfinu sem talið er vera með eigin segulsvið. Annars eru einungis jörðin og Merkúr með segulsvið sem meðal annars verndar reikistjörnurnar gegn skaðlegri geislun frá sólinni. Frekari upplýsingar um helstu markmið JUICE má finna hér á vef ESA. Áhugasamir munu geta fylgst með ferðalagi JUICE á samfélagsmiðlum eins og hér að neðan. 0 Good morning on #ESAJuice launch day!How to follow https://t.co/WoeO7VSwWQKey moments (time=cest): 13:45 Live launch programme starts at esawebtv 14:15 Launch 14:51 Aquistion signal (earliest) 15:55 Solar array deployment ( time may vary)Questions? #AskESA! pic.twitter.com/oaV77pV5iz— ESA's Juice mission (@ESA_JUICE) April 13, 2023 Geimurinn Franska Gvæjana Vísindi Júpíter Venus Tunglið Tengdar fréttir Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
UPPFÆRT: Geimskotinu hefur verið frestað til morguns, vegna hættu á eldingum. Reyna á aftur klukkan 12:14 á morgun. Eftir að JUICE verður skotið á loft líður þriggja mánaða tímabil þar sem ganga á úr skugga um að vísindabúnaður geimfarsins virkar. Það verður svo í ágúst á næsta ári sem geimfarið á að nýta þyngdarafl tunglsins og jarðarinnar til að auka hraða sinn. Geimfarið mun einnig nýta þyngdarafl Venusar og fara svo annan hring um jörðina til að auka hraða sinn og ná til Júpíters. Vonast er til þess að ferðinni ljúki í júlí 2031. Þá á rannsóknarvinnan að standa yfir í minnst fjögur ár. Hér má sjá upplýsingar um langt ferðalag JUICE til Júpíters.ESA JUICE verður skotið á loft frá Frönsku- Gvæjana í Suður-Ameríku og á geimskotið að eiga sér stað klukkan 12:15 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér að neðan en útsendingin hefst 11:45. Næstu daga eftir geimskotið, fari það eins og vonast er, munu vísindamenn ESA vinna að því að koma sólarsellum og loftnetum JUICE í gagnið. JUICE er meðal annars búið nákvæmum myndavélum og skynjurum og geta áhugasamir fundið frekari upplýsingar um búnað geimfarsins hér á vef ESA. Mikil áhersla lögð á Ganýmedes Þegar JUICE nær til Júpíters vonast vísindamenn til þess að geta fundið vísbendingar um það hvort mögulegt sé að líf megi finna á tunglum Júpíters, þar sem talið er að finna megi vatn í miklu magni undir ísilögðu yfirborðinu. Talið er að á Ganýmedes, Kallistó og Evrópu megin finna allt að sex sinnum meira vatn en á jörðinni. Geimfarið verður notað til að greina þessi tungl og gægja undir yfirborðið svo auka megi skilning vísindamanna á því hvernig tunglin mynduðust á sporbraut um gasrisan Júpíter og hvort þar megi finna jarðvirkni. Mikil áhersla verður lögð á Ganýmedes en tunglið er það eina í sólkerfinu sem talið er vera með eigin segulsvið. Annars eru einungis jörðin og Merkúr með segulsvið sem meðal annars verndar reikistjörnurnar gegn skaðlegri geislun frá sólinni. Frekari upplýsingar um helstu markmið JUICE má finna hér á vef ESA. Áhugasamir munu geta fylgst með ferðalagi JUICE á samfélagsmiðlum eins og hér að neðan. 0 Good morning on #ESAJuice launch day!How to follow https://t.co/WoeO7VSwWQKey moments (time=cest): 13:45 Live launch programme starts at esawebtv 14:15 Launch 14:51 Aquistion signal (earliest) 15:55 Solar array deployment ( time may vary)Questions? #AskESA! pic.twitter.com/oaV77pV5iz— ESA's Juice mission (@ESA_JUICE) April 13, 2023
Geimurinn Franska Gvæjana Vísindi Júpíter Venus Tunglið Tengdar fréttir Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00