Breytum vörn í sókn! Trausti Hjálmarsson skrifar 13. apríl 2023 07:01 Riða (e. scrapie) í sauðfé er talin hafa borist hingað til lands árið 1878. Útbreiðsla hennar jókst hægt og bítandi og á árabilinu 1968-1978 var hún komin í mörg af helstu sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Frá árinu 1982 hefur allt fé á bæjum þar sem riða hefur greinst verið skorið niður og eftir atvikum hefur fé í nálægð við viðkomandi bæi verið skorið niður til að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Sú aðferð að útrýma riðu með niðurskurði er gríðarlega íþyngjandi fyrir þá sem fyrir verða. Hún var þó byggð á bestu vísindalegu þekkingu og reynslan hefur sýnt að dregið hefur verulega úr riðutilfellum. Það ber jafnframt að hafa í huga að um kvalafullan og langvinnan sjúkdóm er að ræða sem alltaf endar með dauða og smitleiðir ekki að fullu þekktar. Baráttan hefur verið hörð og víða hefur hún skilið eftir sig sár í sveitum landsins. Fyrir rúmu ári urðu þó straumhvörf í baráttu gegn riðu á Íslandi. Hin svokallaða ARR arfgerð fannst í níu kindum á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Hennar hafði áður verið leitað í íslensku fé en ekki fundist. ARR er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð sem notuð hefur verið í rúm 20 ár erlendis til að útrýma riðu með góðum árangri. Það fé sem ber arfgerðina veikist ekki. Fundur hennar veitir okkur möguleika á að byggja upp riðuþolinn sauðfjárstofn hérlendis og þar með breyta um aðferðafræði í baráttunni, ljósið í myrkrinu! Bændur hafa ekki látið sitt eftir liggja og sýnt innleiðingu ARR arfgerðarinnar mikinn áhuga. Sl. haust voru þrír hrútar teknir til notkunar á Sauðfjársæðingarstöðvunum sem bera hana. Það má áætla að í vor fæðist í kringum 2.900 lömb undan þeim og skv. grunnreglum Mendelskar erfðafræði muni helmingur þeirra bera ARR. Það er því mikilvægt að lömbin verði arfgerðargreind í vor svo að hægt sé að skera úr hver þeirra beri ARR. Á árunum 2018 -2021 fóru 851 milljónir króna í varnir gegn dýrasjúkdómum eða að jafnaði rúmar 212 milljónir á ári. Langstærstur hluti þessara fjármuna eru útgjöld vegna niðurskurðar gegn riðu. Skilvirkast leiðin til hefta útbreiðslu riðu er að koma í veg fyrir að hún berist á hrein svæði og þar gegna sauðfjárveikivarnargirðingar mikilvægu hlutverki. Á þessu ári er gert ráð fyrir 35 milljónum í viðhald og endurnýjun sauðfjárveikivarnagirðinga og er það sambærileg upphæð og undanfarin ár. Betur má ef duga skal! Þær fregnir bárust rétt fyrir páska að riða hefði greinst í Miðfjarðarhólfi sem fram að því hafði verið hreint hólf. Það er mikið reiðarslag. Ég ætla ekki að reyna að setja mig í spor þeirra sem lenda í slíku áfalli að missa ævistarfið í einum vettvangi og geta ekkert gert annað en að reyna að sætta sig við orðinn hlut. Auk þess bíða aðrir bændur milli vonar og ótta því enginn veit ennþá hver útbreiðsla riðu er í hólfinu og vonandi er hún ekki meiri. Ég votta öllum sem hlut eiga að máli samúð mína. Það er kominn tími til að við breytum vörn í sókn í baráttu okkar við riðu í sauðfé á Íslandi! Við eigum að setja fjármuni í arfgerðargreiningar, líkt og fordæmi eru fyrir erlendis, til að flýta fyrir ræktun á riðuþolnum sauðfjárstofni því þá getur þessi vágestur heyrt sögunni til eftir 15-20 ár. Á meðan á því átaki stendur er mikilvægt að viðhalda sauðfjárveikivarnargirðingum til að hefta útbreiðslu riðu. Þessar aðgerðir munu í framtíðinni spara mikla fjármuni og koma í veg fyrir atburði af því tagi sem nú eiga sér stað í Miðfjarðarhólfi. Bændur eru byrjaðir að gera sitt og nú þarf hið opinbera að leggjast á árarnar með okkur svo við náum landi fyrr! Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Trausti Hjálmarsson Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Riða (e. scrapie) í sauðfé er talin hafa borist hingað til lands árið 1878. Útbreiðsla hennar jókst hægt og bítandi og á árabilinu 1968-1978 var hún komin í mörg af helstu sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Frá árinu 1982 hefur allt fé á bæjum þar sem riða hefur greinst verið skorið niður og eftir atvikum hefur fé í nálægð við viðkomandi bæi verið skorið niður til að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Sú aðferð að útrýma riðu með niðurskurði er gríðarlega íþyngjandi fyrir þá sem fyrir verða. Hún var þó byggð á bestu vísindalegu þekkingu og reynslan hefur sýnt að dregið hefur verulega úr riðutilfellum. Það ber jafnframt að hafa í huga að um kvalafullan og langvinnan sjúkdóm er að ræða sem alltaf endar með dauða og smitleiðir ekki að fullu þekktar. Baráttan hefur verið hörð og víða hefur hún skilið eftir sig sár í sveitum landsins. Fyrir rúmu ári urðu þó straumhvörf í baráttu gegn riðu á Íslandi. Hin svokallaða ARR arfgerð fannst í níu kindum á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Hennar hafði áður verið leitað í íslensku fé en ekki fundist. ARR er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð sem notuð hefur verið í rúm 20 ár erlendis til að útrýma riðu með góðum árangri. Það fé sem ber arfgerðina veikist ekki. Fundur hennar veitir okkur möguleika á að byggja upp riðuþolinn sauðfjárstofn hérlendis og þar með breyta um aðferðafræði í baráttunni, ljósið í myrkrinu! Bændur hafa ekki látið sitt eftir liggja og sýnt innleiðingu ARR arfgerðarinnar mikinn áhuga. Sl. haust voru þrír hrútar teknir til notkunar á Sauðfjársæðingarstöðvunum sem bera hana. Það má áætla að í vor fæðist í kringum 2.900 lömb undan þeim og skv. grunnreglum Mendelskar erfðafræði muni helmingur þeirra bera ARR. Það er því mikilvægt að lömbin verði arfgerðargreind í vor svo að hægt sé að skera úr hver þeirra beri ARR. Á árunum 2018 -2021 fóru 851 milljónir króna í varnir gegn dýrasjúkdómum eða að jafnaði rúmar 212 milljónir á ári. Langstærstur hluti þessara fjármuna eru útgjöld vegna niðurskurðar gegn riðu. Skilvirkast leiðin til hefta útbreiðslu riðu er að koma í veg fyrir að hún berist á hrein svæði og þar gegna sauðfjárveikivarnargirðingar mikilvægu hlutverki. Á þessu ári er gert ráð fyrir 35 milljónum í viðhald og endurnýjun sauðfjárveikivarnagirðinga og er það sambærileg upphæð og undanfarin ár. Betur má ef duga skal! Þær fregnir bárust rétt fyrir páska að riða hefði greinst í Miðfjarðarhólfi sem fram að því hafði verið hreint hólf. Það er mikið reiðarslag. Ég ætla ekki að reyna að setja mig í spor þeirra sem lenda í slíku áfalli að missa ævistarfið í einum vettvangi og geta ekkert gert annað en að reyna að sætta sig við orðinn hlut. Auk þess bíða aðrir bændur milli vonar og ótta því enginn veit ennþá hver útbreiðsla riðu er í hólfinu og vonandi er hún ekki meiri. Ég votta öllum sem hlut eiga að máli samúð mína. Það er kominn tími til að við breytum vörn í sókn í baráttu okkar við riðu í sauðfé á Íslandi! Við eigum að setja fjármuni í arfgerðargreiningar, líkt og fordæmi eru fyrir erlendis, til að flýta fyrir ræktun á riðuþolnum sauðfjárstofni því þá getur þessi vágestur heyrt sögunni til eftir 15-20 ár. Á meðan á því átaki stendur er mikilvægt að viðhalda sauðfjárveikivarnargirðingum til að hefta útbreiðslu riðu. Þessar aðgerðir munu í framtíðinni spara mikla fjármuni og koma í veg fyrir atburði af því tagi sem nú eiga sér stað í Miðfjarðarhólfi. Bændur eru byrjaðir að gera sitt og nú þarf hið opinbera að leggjast á árarnar með okkur svo við náum landi fyrr! Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun