Fór einhleyp í brúðkaupsferð til Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. apríl 2023 09:01 Lacie naut lífsins á Íslandi eftir að unnusti hennar yfirgaf hana nánast korter í brúðkaup. Instagram Lacie Gooch er ung kona frá Nebraska sem varð fyrir áfalli þegar unnusti hennar sagði henni upp, degi fyrir brúðkaupið. Parið hafði ráðgert að fara í brúðkaupsferð til Íslands, sem fyrrum tengdaforeldrar Lacie höfðu greitt fyrir. Lacie stóð nú uppi ein, en ákvað að taka til sinna ráða. Í myndskeiði á TikTok, sem fengið hefur yfir 10 milljón áhorf, rekur Lacie sögu sína. Greinir hún frá því að hún og unnusti hennar fyrrverandi hafi verið á leiðinni upp að altarinu eftir að hafa verið par í fimm ár. „Deginum áður en ætluðum að gifta okkur komst minn fyrrverandi að þeirri niðurstöðu að hann elskaði mig ekki lengur og vildi ekki lengur giftast mér. En það var í fínu lagi. Það sem ég gerði var að ég fór í brúðkaupsferðina, sem foreldrar hans höfðu greitt fyrir, og ég tók mömmu mína með mér,“ segir Lacie og bætir við að þær mæðgur hafi átt yndislegar stundir saman á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) En hún lét þó ekki þar við sitja. Þegar hún var komin aftur heim til Bandaríkjanna tók hún trúlofunarhringinn og giftingarhringinn sem unnustinn fyrrverandi hafði keypt handa henni, fór með þá til skartgripasala og fékk nánast fulla endurgreiðslu. Í ljós kom að hringarnir höfðu kostað umtalsvert minna en unnustinn hélt fram. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) „Það skipti mig samt ekki máli, þetta var bara enn ein lygin sem hann tjáði mér,“ segir hún og bætir við að hún hafi notað peningana til að fara ein í tveggja vikna lúxusfrí til Bandarísku Jómfrúaeyja. Hamingjusöm í dag Sagan endar þó ekki hér. Þegar Lacie kom til baka frá Jómfrúaeyjum náði hún í brúðarkjólinn sem hún hafði ætlað að klæðast, og brenndi hann á báli. Hún festi gjörninginn á filmu og birti á Instagram síðu sinni. Því næst seldi hún húsið sem hún og unnustinn höfðu fest kaup á. Unnustinn fyrrverandi fékk að hennar sögn ekki krónu af söluverðinu, en Lacie tekur fram að hún hafi ein lagt fram útborgun í húsið á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) Lacie hefur fengið mismunandi viðbrögð frá netverjum eftir að hún birti sögu sína. Sumir hafa hrósað henni fyrir að takast á við aðstæðurnar með þessum hætti en aðrir telja viðbrögð hennar öfgafull. Margir telja hana hugrakka og sterka fyrir að taka stjórn á lífi sínu. „Eins mikið og ég vil að fólk haldi að ég sé „badass“ gella sem kveikti í brúðarkjólnum sínum, þá er staðreyndin sú að ég er það ekki. En ég reyni eins og ég get að draga upp mynd af mér sem er raunsæ og einlæg,“ segir Lacie í færslunni. Í dag er Lacie komin í nýtt samband og er ástfangin upp fyrir haus. Hún segir nýja kærastann koma fram við hana eins og drottningu. „Ég ætti í raun að þakka mínum fyrrverandi vegna þess að ég er sigurvegarinn í þessari sögu.“ @laciiiegeesrna #stitch with @_sadielane and now i have a babe of a bf who treats me like a queen. I should honestly thank my ex cause im the real winner here #fyp original sound - Lacie Gooch Bandaríkin Ástin og lífið Íslandsvinir Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Í myndskeiði á TikTok, sem fengið hefur yfir 10 milljón áhorf, rekur Lacie sögu sína. Greinir hún frá því að hún og unnusti hennar fyrrverandi hafi verið á leiðinni upp að altarinu eftir að hafa verið par í fimm ár. „Deginum áður en ætluðum að gifta okkur komst minn fyrrverandi að þeirri niðurstöðu að hann elskaði mig ekki lengur og vildi ekki lengur giftast mér. En það var í fínu lagi. Það sem ég gerði var að ég fór í brúðkaupsferðina, sem foreldrar hans höfðu greitt fyrir, og ég tók mömmu mína með mér,“ segir Lacie og bætir við að þær mæðgur hafi átt yndislegar stundir saman á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) En hún lét þó ekki þar við sitja. Þegar hún var komin aftur heim til Bandaríkjanna tók hún trúlofunarhringinn og giftingarhringinn sem unnustinn fyrrverandi hafði keypt handa henni, fór með þá til skartgripasala og fékk nánast fulla endurgreiðslu. Í ljós kom að hringarnir höfðu kostað umtalsvert minna en unnustinn hélt fram. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) „Það skipti mig samt ekki máli, þetta var bara enn ein lygin sem hann tjáði mér,“ segir hún og bætir við að hún hafi notað peningana til að fara ein í tveggja vikna lúxusfrí til Bandarísku Jómfrúaeyja. Hamingjusöm í dag Sagan endar þó ekki hér. Þegar Lacie kom til baka frá Jómfrúaeyjum náði hún í brúðarkjólinn sem hún hafði ætlað að klæðast, og brenndi hann á báli. Hún festi gjörninginn á filmu og birti á Instagram síðu sinni. Því næst seldi hún húsið sem hún og unnustinn höfðu fest kaup á. Unnustinn fyrrverandi fékk að hennar sögn ekki krónu af söluverðinu, en Lacie tekur fram að hún hafi ein lagt fram útborgun í húsið á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) Lacie hefur fengið mismunandi viðbrögð frá netverjum eftir að hún birti sögu sína. Sumir hafa hrósað henni fyrir að takast á við aðstæðurnar með þessum hætti en aðrir telja viðbrögð hennar öfgafull. Margir telja hana hugrakka og sterka fyrir að taka stjórn á lífi sínu. „Eins mikið og ég vil að fólk haldi að ég sé „badass“ gella sem kveikti í brúðarkjólnum sínum, þá er staðreyndin sú að ég er það ekki. En ég reyni eins og ég get að draga upp mynd af mér sem er raunsæ og einlæg,“ segir Lacie í færslunni. Í dag er Lacie komin í nýtt samband og er ástfangin upp fyrir haus. Hún segir nýja kærastann koma fram við hana eins og drottningu. „Ég ætti í raun að þakka mínum fyrrverandi vegna þess að ég er sigurvegarinn í þessari sögu.“ @laciiiegeesrna #stitch with @_sadielane and now i have a babe of a bf who treats me like a queen. I should honestly thank my ex cause im the real winner here #fyp original sound - Lacie Gooch
Bandaríkin Ástin og lífið Íslandsvinir Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira