Húsið er teiknað og hannað af Pálmari Kristmundssyni ásamt Rut Káradóttur sem var ráðgjafi með innanhúshönnun.
Allar innréttingar eru sér smíðaðar úr reyktri eik frá JP innréttingum og var engu til sparað í hönnun á húsinu. Einstaklega mikil lofthæð bæði á efri og neðri hæð þar sem hurðar eru 280 cm háar. Á efri hæð er stórt anddyri þar sem innangengt er í bílskúr með terrazzo gólfefni. Útgengt er úr hjónasvítu út á pall með niðurfelldum stórum heitum potti.
Stórglæsileg eign sem á fáa sína líka á frábærum stað með einstöku útsýni í einu vinsælasta og nýjasta hverfi Garðabæjar.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um húsið á fasteignavef Vísis en hér að neðan eru nokkrar vel valdar myndir.





