„Það skemmir ekki hár“ Máni Snær Þorláksson skrifar 11. apríl 2023 23:54 Helga Árnadóttir segir að vatnið í Bláa lóninu skemmi ekki hár. Vísir/Vilhelm Myndbönd þar sem fólk segir hárið sitt vera ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið hafa vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir þó að innihaldsefni lónsins skemmi ekki hár, þvert á móti hafi þau góð áhrif á það. „Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi sem hefur fengið rúmlega tuttugu milljónir áhorfa á samfélagsmiðlinum TikTok. Í myndbandinu segir kona að nafni Kat Wellington að hún hafi sett hárið ofan í lónið og í kjölfarið hafi það skemmst. Í öðru myndbandi sem hún birti síðar segir hún að hárið líti vel út en áferðin á því sé slæm. Wellington er ekki sú eina sem hefur birt myndbönd af þessu tagi. Fleiri notendur á TikTok hafa svipaða sögu að segja og svo hafa aðrir varað fólk við því að setja hárið ofan í lónið. Bláa lónið skemmi ekki hár Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir þó í svari við fyrirspurn fréttastofu að lónið skemmi ekki hárið á fólki: „Einstök innihaldsefni Bláa Lónsins eins og kísill og steinefni hafa jákvæð og góð áhrif á bæði húð og hár. Það skemmir ekki hár. Vissulega breytist áferð hársins til skamms tíma, eins og vel er þekkt, ef gestir nota ekki þá hárnæringu sem þeim er boðið uppá við heimsókn í lónið.“ Helga segir jafnframt að gestir séu upplýstir um eiginleika vatnsins í Bláa lóninu við komuna þangað. Þá sé þeim einnig leiðbeint og sagt frá áhrifum vatnsins. Gestir almennt ánægðir Sem fyrr segir hafa myndböndin um áhrif lónsins á hár vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Helga segir að það sé aldrei gott þegar „óupplýst umræða fer af stað.“ Hún bendir á að Bláa lónið sjálft hefur ekkert breyst síðastliðin þrjátíu ár. „Almennt eru gestir mjög ánægðir með dvöl sína í lóninu og kunna að meta áhrifamátt þess,“ segir hún. Þá sé fyrirtækið meðvitað um það sem fólk hefur verið að segja um áhrif lónsins: „Við fylgjumst með orðræðunni hverju sinni og bregðumst við eftir því sem við teljum að þurfa þyki.“ Bláa lónið Grindavík Hár og förðun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
„Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi sem hefur fengið rúmlega tuttugu milljónir áhorfa á samfélagsmiðlinum TikTok. Í myndbandinu segir kona að nafni Kat Wellington að hún hafi sett hárið ofan í lónið og í kjölfarið hafi það skemmst. Í öðru myndbandi sem hún birti síðar segir hún að hárið líti vel út en áferðin á því sé slæm. Wellington er ekki sú eina sem hefur birt myndbönd af þessu tagi. Fleiri notendur á TikTok hafa svipaða sögu að segja og svo hafa aðrir varað fólk við því að setja hárið ofan í lónið. Bláa lónið skemmi ekki hár Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir þó í svari við fyrirspurn fréttastofu að lónið skemmi ekki hárið á fólki: „Einstök innihaldsefni Bláa Lónsins eins og kísill og steinefni hafa jákvæð og góð áhrif á bæði húð og hár. Það skemmir ekki hár. Vissulega breytist áferð hársins til skamms tíma, eins og vel er þekkt, ef gestir nota ekki þá hárnæringu sem þeim er boðið uppá við heimsókn í lónið.“ Helga segir jafnframt að gestir séu upplýstir um eiginleika vatnsins í Bláa lóninu við komuna þangað. Þá sé þeim einnig leiðbeint og sagt frá áhrifum vatnsins. Gestir almennt ánægðir Sem fyrr segir hafa myndböndin um áhrif lónsins á hár vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Helga segir að það sé aldrei gott þegar „óupplýst umræða fer af stað.“ Hún bendir á að Bláa lónið sjálft hefur ekkert breyst síðastliðin þrjátíu ár. „Almennt eru gestir mjög ánægðir með dvöl sína í lóninu og kunna að meta áhrifamátt þess,“ segir hún. Þá sé fyrirtækið meðvitað um það sem fólk hefur verið að segja um áhrif lónsins: „Við fylgjumst með orðræðunni hverju sinni og bregðumst við eftir því sem við teljum að þurfa þyki.“
Bláa lónið Grindavík Hár og förðun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira