Innheimtustofnun sveitarfélaga er stofnunin sem braut jafnréttislög Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 16:57 Dómurinn bætist á langa hneykslissögu stofnunarinnar. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sú ríkisstofnun sem fundin var brotleg af héraðsdómi Reykjavíkur fyrir páska. Stofnunin braut jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun sem nam hálfri milljón króna á mánuði hjá fólki í sambærilegri stöðu. Hefur stofnuninni verið gert að greiða starfsmanni, kvenkyns lögfræðingi, rúmar 19 milljónir króna vegna 40 mánaða kynbundins launamunar. Einnig 1 milljón króna í miskabætur en konan sagði launamuninn hafa verið verulega niðurlægjandi. Gerðir voru svokallaðir „skúffusamningar,“ við karlkyns lögfræðinga stofnunarinnar. Í dómi héraðsdóms var haldið nafnleynd, bæði yfir aðilum máls og stofnuninni sjálfri, sem hefur verið gagnrýnt á samfélagsmiðlum. Það er út í hött að Héraðsd birti ekki nafn þeirrar stofnunar sem brýtur hér svona gróflega á starfsm. sínum og gerir “skúffusamninga” þar sem sýslað er með almannafé og lög brotin. Fjölmiðlar verða að fá tækifæri til að fjalla um málið á gagnsæjan hátt. https://t.co/mGCcR49j8d— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) April 9, 2023 Það er svo fyndið að héraðsdómur leggi í alla þessa vinnu við að nafnhreinsa allt klabbið en skilji eftir nóg af brauðmolum til að hægt sé að finna út aðila málsins með þriggja mínútna gúggli. https://t.co/KpxYqy0TEw— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) April 10, 2023 Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnun sveitarfélaga, staðfestir að þau séu stofnunin sem um ræðir en málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. Hún segir að um leið og ný stjórn tók við hafi málið verið tekið fyrir og þau viðurkennt kröfu konunnar eftir skoðun með lögfræðingi. Þannig hafi þau greitt konunni rúmlega sextán og hálfa milljón króna í október 2022. Mörg hneykslismál Hneykslismál hafa plagað Innheimtustofnunina undanfarin ár. En í apríl 2022 voru Jón Ingvar Pálsson forstjóri og Bragi Axel Rúnarsson forstöðumaður reknir úr starfi. Ástæðan sem gefin var upp voru alvarleg broti í starfi og vanefndir á samningi vegna trúnaðarbrots. Þeir höfðu verið sendir í leyfi í desember árið 2021 í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar. Í umfjöllun DV um stofnunina árið 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks. Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Dómsmál Jafnréttismál Kjaramál Tengdar fréttir Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Sjá meira
Hefur stofnuninni verið gert að greiða starfsmanni, kvenkyns lögfræðingi, rúmar 19 milljónir króna vegna 40 mánaða kynbundins launamunar. Einnig 1 milljón króna í miskabætur en konan sagði launamuninn hafa verið verulega niðurlægjandi. Gerðir voru svokallaðir „skúffusamningar,“ við karlkyns lögfræðinga stofnunarinnar. Í dómi héraðsdóms var haldið nafnleynd, bæði yfir aðilum máls og stofnuninni sjálfri, sem hefur verið gagnrýnt á samfélagsmiðlum. Það er út í hött að Héraðsd birti ekki nafn þeirrar stofnunar sem brýtur hér svona gróflega á starfsm. sínum og gerir “skúffusamninga” þar sem sýslað er með almannafé og lög brotin. Fjölmiðlar verða að fá tækifæri til að fjalla um málið á gagnsæjan hátt. https://t.co/mGCcR49j8d— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) April 9, 2023 Það er svo fyndið að héraðsdómur leggi í alla þessa vinnu við að nafnhreinsa allt klabbið en skilji eftir nóg af brauðmolum til að hægt sé að finna út aðila málsins með þriggja mínútna gúggli. https://t.co/KpxYqy0TEw— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) April 10, 2023 Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnun sveitarfélaga, staðfestir að þau séu stofnunin sem um ræðir en málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. Hún segir að um leið og ný stjórn tók við hafi málið verið tekið fyrir og þau viðurkennt kröfu konunnar eftir skoðun með lögfræðingi. Þannig hafi þau greitt konunni rúmlega sextán og hálfa milljón króna í október 2022. Mörg hneykslismál Hneykslismál hafa plagað Innheimtustofnunina undanfarin ár. En í apríl 2022 voru Jón Ingvar Pálsson forstjóri og Bragi Axel Rúnarsson forstöðumaður reknir úr starfi. Ástæðan sem gefin var upp voru alvarleg broti í starfi og vanefndir á samningi vegna trúnaðarbrots. Þeir höfðu verið sendir í leyfi í desember árið 2021 í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar. Í umfjöllun DV um stofnunina árið 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks.
Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Dómsmál Jafnréttismál Kjaramál Tengdar fréttir Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Sjá meira
Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04