Tjáknið byggir á hinni frægu St. Edwards kórónu, 17. aldar kórónu úr hreinu gulli sem er með fjólubláan hatt og er hluti af bresku krúnudjásnunum sem eru geymd í Lundúnarturni.
Tjáknið er það fyrsta sem hefur verið búið til sérstaklega fyrir breska krýningarathöfn enda átti sú síðasta sér stað fyrir sjötíu árum þegar tjákn voru ekki til. Hins vegar var búið til tjákn fyrir sjötíu ára afmælishátíð drottningarinnar í fyrra en það var í líki corgi-hundar Elísabetar drottningar.
With less than a month to go, we ve announced some new ceremonial details about the #Coronation of The King and The Queen Consort.
— The Royal Family (@RoyalFamily) April 9, 2023
Take a look at our thread to find out more
[1/6]
Undirbúningur fyrir krýninguna sem fer fram 6. maí er í fullum gangi og er sköpun tjáknsins hluti af honum. Aðgangur konungsfjölskyldunnar Twitter hefur undanfarna daga deilt upplýsingum um krýninguna, hvernig hún fer fram og hver skipuleggur hana. Þar má meðal annars sjá gullnu hestakerruna sem Karl og Kamilla munu ferðast með frá Buckingham-höll til Westminster Abbey þar sem athöfnin fer fram.
Þar kemur líka fram að frá tíunda apríl muni kórónutjákn Karls birtast þegar myllumerkin #Coronation, #CoronationConcert, #CoronationWeekend and #CoronationBigLunch eru notuð.
A special emoji for the Coronation has gone live today! The emoji, based on St Edward s Crown, will appear when any of the following hashtags are used: #Coronation#CoronationConcert#TheBigHelpout#CoronationWeekend#CoronationBigLunch pic.twitter.com/ueHOpkNn6M
— The Royal Family (@RoyalFamily) April 9, 2023