„Þetta var allt annað varnarlega“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 9. apríl 2023 20:54 Hörður Axel þjálfar meistaraflokk kvenna hjá Keflavík og spilar með meistaraflokki karla. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway deild kvenna, var að vonum sáttur við stórsigur síns liðs á Njarðvík 79-52 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga, Blue-höllinni, og að honum loknum leiðir Keflavík einvígið með tvo sigra gegn einum hjá Njarðvík. Í viðtali við fréttamann Vísis var Hörður fyrst spurður hvað honum hafði þótt lið sitt gera betur en í öðrum leik liðanna þar sem Keflavík beið ósigur 85-89. „Þetta var allt annað varnarlega. Við náðum að halda þeim betur fyrir framan okkur og það er það helsta sem við bættum varnarlega. Sóknarlega vorum við að deila boltanum betur, fá hann þar sem við viljum fá hann og skjóta með sjálfstrausti.“ Af leiknum að dæma virðast Keflvíkingar vera búnir að lesa leik Njarðvíkinga og þær breytingar sem urðu á honum eftir að stigahæsti leikmaður Njarðvíkur, Aliyah Collier, lenti á meiðslalistanum. „Við erum búin að fara vel yfir þær eins og þær yfir okkur. Ég tel mig vita hvað þær geta.“ Það voru fleiri leikmenn Keflavíkur að skila betri tölum en í leik tvö og Daniela Morillo axlaði ekki eins stóran hluta byrðanna og þá. Hörður tók undir að það væri mikilvægt að sem flestir leikmenn Keflavíkur skiluðu sem mestu framlagi. „Jú, auðvitað. Við erum búin að standa fyrir það í vetur að það eru margar stelpur sem leggja í púkkið, það eru margar sem stíga upp og ekki alltaf þær sömu í hverjum leik. Í dag voru fullt af stelpum sem áttu skínandi leik og geisla af sjálfstrausti sem að skiptir miklu máli.“ Hörður var því næst spurður um fjórða leik liðanna sem er framundan en þá getur Keflavík unnið einvígið og tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar. „Það verður miklu erfiðari leikur heldur en þessi. Við þurfum að fara vel yfir þennan leik sem og fyrri leikina og vera tilbúin alveg frá byrjun á fimmtudaginn. Við förum í alla leiki til að vinna og sá næsti er engin undantekning. Við vitum það að Njarðvík mun spila mun betur, vera aggressífari og vera meira „physical“ sem við verðum tilbúnar í,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga, Blue-höllinni, og að honum loknum leiðir Keflavík einvígið með tvo sigra gegn einum hjá Njarðvík. Í viðtali við fréttamann Vísis var Hörður fyrst spurður hvað honum hafði þótt lið sitt gera betur en í öðrum leik liðanna þar sem Keflavík beið ósigur 85-89. „Þetta var allt annað varnarlega. Við náðum að halda þeim betur fyrir framan okkur og það er það helsta sem við bættum varnarlega. Sóknarlega vorum við að deila boltanum betur, fá hann þar sem við viljum fá hann og skjóta með sjálfstrausti.“ Af leiknum að dæma virðast Keflvíkingar vera búnir að lesa leik Njarðvíkinga og þær breytingar sem urðu á honum eftir að stigahæsti leikmaður Njarðvíkur, Aliyah Collier, lenti á meiðslalistanum. „Við erum búin að fara vel yfir þær eins og þær yfir okkur. Ég tel mig vita hvað þær geta.“ Það voru fleiri leikmenn Keflavíkur að skila betri tölum en í leik tvö og Daniela Morillo axlaði ekki eins stóran hluta byrðanna og þá. Hörður tók undir að það væri mikilvægt að sem flestir leikmenn Keflavíkur skiluðu sem mestu framlagi. „Jú, auðvitað. Við erum búin að standa fyrir það í vetur að það eru margar stelpur sem leggja í púkkið, það eru margar sem stíga upp og ekki alltaf þær sömu í hverjum leik. Í dag voru fullt af stelpum sem áttu skínandi leik og geisla af sjálfstrausti sem að skiptir miklu máli.“ Hörður var því næst spurður um fjórða leik liðanna sem er framundan en þá getur Keflavík unnið einvígið og tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar. „Það verður miklu erfiðari leikur heldur en þessi. Við þurfum að fara vel yfir þennan leik sem og fyrri leikina og vera tilbúin alveg frá byrjun á fimmtudaginn. Við förum í alla leiki til að vinna og sá næsti er engin undantekning. Við vitum það að Njarðvík mun spila mun betur, vera aggressífari og vera meira „physical“ sem við verðum tilbúnar í,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41